Vikan - 02.11.1961, Page 16
FLAMINGO
-KVINTETTI N N
Hljómsveitir spretta upp hér í bæ eins og gor-
kúlur, sumar eru jafnfljótar að lognast út af aftur
og Þær urðu til, en aðrar halda velli dálitinn tima.
Flamingo-kvintettinn er ein af þessum hljómsveitum,
sem tiltölulega eru nýjar af nálinni, að vísu var
Flamingo-kvintett til fyrir rúmu ári síðan, en sá dó
drottni sínum og er nú endurskapaður af trommu-
leikaranum i eldri hljómsveitinni, Benedikti Pálssyni,
en aðrir í hljómsveitinni eru: Njáll Sigurjónsson,
píanó, Andrés Indriðason, gítar, Júlíus Sigurðsson,
tenórsaxofón, Þór Nielsen, bassi og Garðar Guð-
mundsson, söngvari. Við brugðum okkur inn í Vetr-
argarð eitt kvöldið, en þar spilar hljómsveitin um
helgar, og höfðum tal af piltunum og fyrstur er þá
Benedikt Pálsson, hljómsveitarstjóri.
— Hvað ertu gamall, Benedikt?
— Ég er nítján ára.
— Og er langt síðan þú byrjaðir að læra á
trommur?
— Ég er búinn að vera þrjú ár hjá Guðmundi
Steingrímssyni, trommuleikara hjá K.K.
—- Hefurðu hugsað þér að halda áfram að spila
í framtíðinni?
— Já, ef ég get, og ef þessi hljómsveit dettur
upp fyrir, reyni ég að stofna aðra, eða spila annars
staðar.
—- Hvernig er það, útsetjið þið sjálfir?
— Já, Andrés gerir það aðallega og Njáll. Andrés
hefur einnig búið til texta.
—■ Hefur þú ekki hærra kaup en hinir sem hljóm-
sveitarstjóri?
— Jú, það er venjulega helmingi hærra.
—- Hvar vinnurðu á daginn?
— Smurstöðinni Klöpp.
— Þið vinnið eðlilega allir á daginn, en er þá ekki
linappur tími til æíinga?
— Jú, við æfum ekki nema tvisvar i viku og nú
stendur til að við spilum á Vellinum í vetur, og þá
kemur sér illa að geta ekki æft meira.
— Og svo að lokum, Benedikt, ertu trúlofaður?
— Já, og heyrðu, settu að Guðmundur Steingrims-
son sé uppáhaldstrommuleikarinn minn.
— Næstur var þá Njáll Guðmundsson, pianóleik-
ari, lágur vexti og brosleitur, enda ekki nema von,
þar sem kærastan sat og hlustaði á allt saman. Hún
sagðist heita Oiafia og liafði aldrei heyrt þá spila
áður.
— Hvaö ætlar þú að gera i framtíðinni, Njáll,
verða hljómlistarmaður?
— Ég ætla nú að verða prentari.
— Það kemur þá af sjálfu sér að þú verðir hljóm-
listarmaður líka. E'rtu byrjaður á prentnáminu?
— Nei, ég er að taka inntökupróf i Iðnskólann.
— Hvað ertu gamall?
—• Sautján ára.
— En hvað varstu gamall, þegar þú byrjaðir að
spila á píanó?
— Svona sjö ára, en fyrst Þegar ég spilaði opin-
berlega var ég í öðrum bekk, þá byrjaði ég að spila
á dansæfingum.
— Ertu búinn að setja upp hringana?
—■ Nei, segir hann, og Ólafía og hann líta bros-
andi hvort á annað, það er auðséö að þess er ekki
langt að bíða.
Þá kemur röðin að Andrési Indriðasyni, gítarleik-
ara, útsetjara og textahöfundi.
— Þú útsetur fyrir hljómsveitina, Andrés, hef-
urðu nokkuð lært i tónfræði?
— Nei, það er nú lítið, ég var í kórum og svo-
leiðis löguðu, þegar ég var lítill og þaðan er nú
öll mín þekking runnin.
— En hvenær byrjaðirðu að spila á gítarinn?
— Það eru Þrjú ár síðan.
—• Og hafði þig þá alltaf langað til að spila á eitt-
hvað hljóðfæri?
—• Ég veit ekki, ég labbaði mig bara inn í Vestur-
ver einn daginn og keypti gítarinn og þá byrjaði
þetta.
—• Hvað ertu gamall?
— Ég er tuttugu og fer í fimmta bekk Mennta-
skólans í vetur.
— Þú hefur þá nóg að gera í vetur. Megum við
annars birta einn texta eftir þig í leiðinni?
— Já, gerið þið svo vel.
Þá er órabelgurinn i hljómsveitinni, Júlíus Sigurðs-
son. Hann var nýbyrjaður og virtist ekki alveg kom-
inn inn í „systemið". Áður spilaði hann með J.J.-
kvintettinum, en kom ásamt Þór Nielsen yfir í
Flamingo-kvintettinn.
— Hvar vinnur þú á daginn, Júlíus?
— Hjá Mjólkursamsölunni.
—• Hefurðu ekki spilað lengi á harmonikku, mér
finnst ég kannast við nafnið Júlli harmonikka?
—• Jú, en blessuð farðu ekki að minnast á það, það
var hérna í gamla daga.
— Hvar spilaðirðu þá?
— Hér og þar, aðallega með skólahljómsveit Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar.
—■ Hvað ertu gamall?
— Átján ára.
— Og hver er eftirlætissaxófónleikarinn þinn?
Framhald á bls. 28.