Vikan


Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 02.11.1961, Blaðsíða 18
% m : : : ' Íli«i iiill Hugur Stenlunds læknir reikaði í sífellu til stúlkunnar, sem var sjúklingur Framhaldssaga Annar hluti. r Svefntöflurnar komu að nokkru gagni fyrst í stað, en um leið og hún vaknaði af dvalanum, sóttu hugsanirnar að henni . . . Litli dengsi og bangsinn hans og hvíta lík- kistan i kapellunni; hennar eigin æska og sá miskunnar- lausi agi, sem hún hafði orðið að lúta. Andlit manns nokk- urs, sem Hilding hét og gerði ýmist að brosa tvírætt, glotta hæðnislega eða bíta hörkulega á jaxlinn; maðurinn, sem skildi einmanaleik hennar í stórborginni, en vildi hins- vegar ekki við hana kannast, þegar hann hafði gert hana barnshafandi. Og nú var Litlidneesi dáinn og grafinn; hafði orðið undir vörubíl, að- eins fiögurra og hálfs árs ... Klukkan var orðin fjögur. Það mátti einu gilda hvað stóð í notkunarreglunum. Eina enn ... stundarfjórðung í fimm: aðeins tvær töflur í viðbót, hún varð að festa svefninn. Stenlund læknir kom stundarfjórðungi of seint til starfa í siúkrahúsinu og fékk sér kaffisopa í nætur- vörzlunni. Síminn hringdi — vitanlega var það Maud. Hún tilkvnnti að hún hefði þegið, fyrir beirra beggja hönd, boð í samkvæmi um kvöldið og hanrv gat ekki hreyft mótmæl- um. Enn hringdi sfminn. Of s+ér skammtur af svefntöfl- um enn einu sinni. Hann hrað- aði sér niður. Þetta var ung stúlka, og hún hafði eitthvað það við sig, sem hafði sterk áhrfi á hann. Og allt í einu varð honum ljóst að hann varð að bjarga lífi hennar — hvað sem /)að kostaði ... Leon Báckman hafði boðið hópi frségra manna og fagurra kvenna í samkvæmi. Hinir fáu samstarfsmenn hans, málafærslumennirnir, hurfu í fjöldann. Samkvæmi þetta var fyrst og fremst helguð ungum viðskipta- og fjármálasnillingum og þekktum Hún hafði eitíhvað það við sig, sem töfraði hann — eitthvað, sem freistaði hans til að rjúfa þann eið, sem hann hafði svarið annari. 1B VIKAN.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.