Vikan


Vikan - 02.11.1961, Page 19

Vikan - 02.11.1961, Page 19
au*slý«ingn*tjórum. Nokkrum fr»g- um leikurum var einnig boði6, og áttu þeir að skemmta gestunum, en skemmtu sér þó bezt sjálfir við að virða söfnuðinn fyrir sér. Þarna voru og nokkrir menn, kunnir fyrir af- skipti sín af menningarmálum og kon- ur, sem var það lagið að vekja fjör og hrifningu kringum sig, — helzt fyrir Það hve kjólar þeirra voru flegnir. Dansinn stóð sem hæst í stóra saln- um og hliðarherbergjunum, þar sem blámóða sígarettureyksins sveif yfir iðandi litahafi. Það var rigningarúði úti fyrir, en hinar miklu svalir á húsi Báckmans málafærslumanns voru vel varðar þaki og veggjum úr gagnsæju plasti, auk þess sem þar var komið fyrir hitatækjum með innrauðum geislum, sem jafnvel konur sem voru naktar langt niður á barm, gátu notið þar suðrænnar blíðu hverju sem viðraði. Jan Stenlund læknir stóð út við handriðið. Skammt fyrir aftan sig heyrði hann konu nokkra mæla til- gerðarlega fram í nefið: __Macki, elskan mín; loksins hafði ég uppi á þér! Þú hefur ekki dansað einn einasta dans við mig enn, elsku strákurinn. Hef ég sært þig eitthvað, eða ertu orðinn ástfanginn, eða hversvegna ertu eiginlega svona dap- ur? Og Stenlund læknir heyrði svarað karlmannsrödd, sem var alls ekki mjög dapurleg: — Yv, mér er Það sannarlega ijúft að dansa við Þig; en það kostar koss, og það er aðeins fyrsta afborgunin, svo skal ég koma með þér inn í danssalinn. Það varð annarleg þögn nokkur andartök, síðan heyrðist lágt hlátur- pískur konunnar. Síðan hurfu þau inn í danssalinn. Stenlund læknir stakk höndunum djúpt í vasa smokingjakkans. Hefði Maud séð til hans, mundi hún áreiðan- lega hafa minnt hann á að jakkinn væri ekki hvitur sloppur, en hún sá ekki til hans, Því hún steig dansinn inni i salnum. Stendlund þótti það gott, að hún skyldi hafa gaman af að dansa og aldrei skorta dansherra. Það létti af honum miklu erfiði. Ekki þar fyr- ir, að hann hafði gaman af að dansa sjálfur — en hann skorti alla kunn- áttu og þjálfun til að stíga öll þessi afbrigðilegu spor. Gott kvöld, Jan. Á ég standa hérna og þegja með þér eitt andartak? Stenlund leit um öxl. Þetta var Báckman, húsráðandinn og gestgjaf- inn, sem kom til hans, lét hallast fram á handriðið og reykti sígarettu sína. Það verður ekki hjá því komizt að bera virðingu fyrir manni, sem tekur hæsta próf í lögfræði og aflar sér síðan von bráðar slíks álits og trausts, að hann verður með eftir- sóttustu málafærslumönnum og við- urkenndur sem sérfræðingur í al- þjóðlegum verzlunarviðskiptum — og semur síðan í hjáverkum doktorsrit- gerð, sem vekur aðdáun lærðustu manna. Ekki hvað sízt ef sá hinn sami maður gefur sér ekki aðeins tima til að taka mikinn þátt í sam- kvæmislífinu, heldur grúskar og í bókmenntum. Leon Backman málafærslumaður var einn af fáum slíkum. — Þessi regnúði kemur sér vel, sagði hann eins og við sjálfan sig. — Gott fyrir grassprettuna, varð Jan Stenlund að orði. — Já. Og nú fer að veiðast út við Grindsker. Ætlarðu að skreppa Þang- að með mér i sumar: ég þarf að láta þig rvksjúga sálina ... — Ég veit ekki hvort ég má vera að því, svaraði Stenlund. Ég mætti vitanlega vera að þvi, ef ég vildi, hugsaði hann með sjálf- um sér. En það er eins og ég eigi ekki ráð á þessu sumri. Maud verður mánuð í Lundúnum, og ætlar síðan að dveljast eitthvað á V*sturströnd- inni og krefst þess að ig komi með sér, enda Þótt ég Þurfi að vera heima og sinna vísindastörfum i sumarleyf- inu. Við bíðum og sjáum hvað setur. Það er eins og maður ráði ekki leng- ur sínu eigin lífi. Hann heyrði Báckman minnast á bréf, sem honum hafði borlzt frá syni sínum. Stenlund minntlst þess þá, að Báckman hafði einhverntima verið kvæntur, en skilið við konuna vegna þess, að hann vildi ekki gerast „heim- ilisköttur", en kona hans neitaði aö búa með manni, sem væri aðeins sem gestur á sínu elgin heimili. Stenlund læknir rifjaði upp með sér hvernig það orsakaðist, að þeir urðu vinir, Backman var langt á undan honum. En Báckman vissi hvað það var, af eigin raun, að velja á milli þess, sem maður sjálfur lcýs og hins, sem frá mannlegu sjónarmiði er hið eina rétta — jákvæða. — Ég var að virða þig fyrir mér áðan, þegar þú dansaðir við unn- ustu þína. Maud er töfrandi stúlka. Ef ég væri ekki hræddur um að þú héldir að ég talaði í einhverju við- kvæmniskasti, mundi ég fullyrða að ég öfundaði þig ... — Einmitt það, mælti Stenlund annars hugar. Sonja Wallin, tuttugu og sex ára; ógift, hugsaði hann. Þetta hafði gengið vel, og nú var aðeins eftir að vita hvort hún slyppi við lungnabólguna, sem hætt var við að leiddi af eiturverkunum svefnlyfsins. Hann hafði heyrt hana umla nokkur samhengislaus orð: — Ertu þarna ... ég hef beðið þin ... en Litli- dengsi er farinn . . . Honum varð það allt í einu ljóst, að Báckman stóð enn við hlið hon- um, og að hann hafði glatað þræði samtalsins. — Skemmtilegt samkvæmi, sagði Stenlund. — Finnst þér það? mæiti Báck- man. Mér finnst Það minna mig mest á trúðsýningu. — Einkennilegt að heyra það af þinum vörum. Þú, sem hefur boðið þessu fólki heim. — Já, svaraði Báckman stuttur í spuna. Ég hef boðið því heim. Og þú sem sálfræðingur ættir að geta farið nærri um hvers vegna. Fjand- inn hafi Það — þessar gömlu fugla- hræður eru mér léleg uppbót þess, sem ég hefði mátt njóta, hefði ég ekki hlaupizt á brott frá fjölskyldu minni. Ef ég ... — Ef þú .. . hvað? — Ef ég hefði aðeins valið þann kostinn að lifa fyrir aðra, en ekki fyrst og fremst fyrir sjálfan mig. Svo einfalt er þetta, minn kæri Watson, eins og Sherlock Holmes mundi hafa sagt. — Já, svaraði Stenlund lælcnir hæðnislega. Svo einfalt er þetta ... — Hlægilega einfalt, endurtók Báckman. — Og þó fyrirfinnst ekkert, sem er erfiðara, varð Stenlund að orði. — Þar hefur þú lög að mæla! Báckman hvarf inn í danssalinn. Jan Stenlund stóð einn eftir úti á svölunum. Hann kenndi samvizkubits. Vitanlega bar honum að sýna Maud meiri athygli, en hugsun hans reikaði í sifellu til stúlkunnar, sem nú var sjúklingur hans ... eingöngu sjúkl- ingur hans, og þó gat hann ekki að þessu gert. — Efrtu þarna ... ég hef beðið þín ... Hann gekk inn í danssalinn og fór að svipast um eftir Maud. Kom brátt auga á hana, þar sem hún steig dans- inn við mann, sem hann bar ekki kennsl á, og hann sá þegar að eggj- andi bros hennar var eingöngu yfir- skin til að dylja það, sem hún vildi Frarnliald á bls. 31. Það ert þú, sem ég hef alltaf beðið eftir. Þú og enginn annar . . .

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.