Vikan - 02.11.1961, Page 21
Hús og húsbúnaður
Sumir vilja afnema skilveggi eins og
unnf er úr hfbýium sinum, aðrir hneig.j-
asl til þess að stúka sem mest i sundur.
hað fer eftir smekk og öllum aðstæðum,
hvað hentar. fbúð, sem að mestu leyti er
opin, þannig að eitt herbergi rennur sam-
an við annað, getur tvímælalaust verið
mjög glæsileg og megnar einnig að íbúðin
sýnist stærri en hún í rauninni er. Þar sem
rnargt er i heimiii, að ekki sé talað um
hjá barnmörgu fólki, er hentugra að hafa
aðskildar vistarverur. Þá getur hver verið
i friði fvrir öðrum, þegar svo ber undir
og þess er óskað. Veggpláss hefur lika
nokkuð til sins ágætis og alir þekkja og
getur hæglega skapazt vandi. ef það er
ekki fyrir liendi nema að mjög litlu leyti.
Hér hafið ])ið teikningu af stórri stofu,
sem hefur verið skipt að nokkru leyti í
tvennt með skilvegg úr tré. Með því móti
fást nokkurnveginn tvær vistarverur út úr
stofunni. Börnin gætu verið við nám og
leik í l)orðstofunni og sömuleiðis gæti hús-
móðirin borið á borð, meðan gestirnir
sitja hinum megin. En nú skulum við
fyrir alla lifandi muni, forðast að miða allt
við væntanlega gesti eins og alltof margir
gera, en miða þvi meira við heimilisfólkið
sjálft. Það gæti farið vel að gera slikan
Framhald á bl*. 35.
HAMINGJAN VEX EKKI SJÁLFKRAFA.
Þetta er alþýðutrúin, að hver sé sinnar
gæfu smiður. Þó að við sjáum, að vilji
einstaklingsins fær oft litlu um þokað,
sýknum við engan mann af ógæfu sinni
fyrr en í lengstu lög. Kannske er það
sannfæring okkar, að ytra böl valdi ekki
algerri óhamingju, nema hinn ógæfusami
kenni sjálfum sér um. Og til þess standa
margar leiðir opnar. Hver maður á ein-
hvern þátt í örlögum sinum, þó ekki væri
nema með afstöðunni, sem hann tekur
til þeirra. Við erum sífellt að taka á-
kvarðanir, sem kunna að virðast smá-
vægilegar á Hðandi stund, en reynast þó
örlagarikar, þegar lengra líður. Ákvarð-
anir, sem ég tók i æsku, ráða hamingju
minni eða óhamingju á langri ævi. Ég
vel mér vin. Hvað er eðlilegra og ósak-
næmara en það. En um leið og vináttan
ræðst, verður hún ákvarðandi þáttur i
lifi mínu. Vinurinn getur göfgað lif mitt,
en hann gæti líka dregið það niður i
svaðið. Hver er þá sök mín? Var ég frjáls
í vali mínu, eða drógu dulin öfl okkur
hvorn að öðrum?
Dulin öfl sálarlífsins eiga vafalaust
miklu gildari þátt í ákvörðunum okkar og
atferli en almennt er viðurkennt. Fyrr en
varir, hafa þau sett okkur í gersamlega
nýja aðstöðu, bundið okkur tengslum,
sem geta varað ævilangt. Þannig vaknar
ástin oft án þess að skynsemin sé spurð
ráða, og heit og sönn ást getur stundum
verið óskynsamlcg. Og um lifshamingj-
una ræður fátt jafn miklu.
Þannig ræðst hamingja mín að nokkru
leyti í eðlisgerð annarra manna, þess
fólks, sem óg hef nánasta umgengni við.
Frá sumum mönnum geislar svo mikil
hlýja, að návist þeirrar tendrar gleði og
hamingjukennd í brjósti annarra. Slikir
yiflytjendur eru ekki ailtaf eftirlætisbörn
hamingjunnar sjálfir, en þeim er það ó-
sjálfrátt að veita hana öðrum. Á liinn
bóginn leggur frá mörgum manni lam-
andi kulda, sem hver hamingjuvon krókn-
ar i. Við það löftslag búa ótaldir menn
ævilangt.
Ef óræð öfl sálarlífsins knýja okkur
skyndilega til ákvarðana, sem geta orðið
afdrifarik fyrir hamingju okkar og ó-
hamingju, þá verður skiljanlegt, að gæfa
og gjörvuleiki eiga svo oft enga samleið.
Framhald á bls. 28.
HAUST
Örstutt saga eftir R.
margumdeilda. Hann hafði ekkt vitað bað þé,
að hann ætti eftir að verða alvarlega ástfang-
inn af græneygðri stúlku. Sú með grænu aug-
un kom heim með uppkomnum syni hans og
ósjálfrátt fór faðirinn að bjóða stúlku sonar
síns út.
Rithöfundurinn er búinn úr sínu glasi, fer
aftur yfir götuna og fær meira vin. Þannig
gengur það, þar til hann fær ekki meira, þá
þrífur hann glasið af manninum, sem er nú
loksips farinn að sjá í gegnum hjónabandið,
sýpur í botn og ætlar síðan aö byrja á klökk-
um ræðustúfi. En sá gamli er ekki alveg á
því, hann þrífur tómt glasið úr höndum manns-
ins og hendir þvi að vitum hans. Innan skamms
veltast þeir um á götunni og veitir ýmist þeim
eldri eða þeim yngri betur.
Regnið er uppþornað, en nú er tekið að
hvessa. Þeir liggja í blóði sínu á götunni, sá
eldri heyrir óm af einhverju og þykist þekkja
þar rödd sinnar líttelskuðu eiginkonu, ætlar
að rísa upp en fær högg aftan frá og veltur
með lágu hljóði niður í göturæsið. Sirenur lög-
reglunnar færast nær, veinið í þeim er á-
máttlegt. Hugsanir gamla mannsins eru þvælu-
legar, öðru hverju mann hann eftir hinni fögru
sál konunnar með grænu augun. Hinn er
gjörsamiega laus við allar þjáningar, sem
fylgja því að hugsa: Bakkus hefur náð yfir-
hendinni. Þeir eiga ekkert hryllilegt í vænd-
um, aðeins smásekt fyrir ölvun ð almannn-
færi, sem er raunar óþörf vegna þess hversu
það voru fáir er tóku eftir Þeim. En rikið er
ekki ríkt.
Laufblöðin þyrlast um hðfuð mnnnianna,
rokið æpir. Haustið er gengið í garð.
R.
Sxxir til R.
LeggÖu ]>etta ekki á hilluna,. ÞaÖ er efcfci
suo óhönduglegt. Þér er óhœtt <ié treysta
þvi, aö viö reiöumst ekki.
vnww 21
Reykjavik i september 1961.
Nú er haust. Þessvegna langar mig til þess
að segja ykkur frá því hvernig 16 ára
Reykjavikurstúlka sér haustið. Ef til vill sé
ég það með nákvæmlega sömu augum og
þið, þá er ekki annað að gera, en að kasta
þessu bréfi blíðlega i ruslakörfuna. Ef ykk-
ur blöskrar, viljið þið þá vera svo elsku-
legir að birta svohljóðandi klausu í Pósti
ykkar: Svar til R. Vinsamlegast legðu þetta
á hilluna, þér ferst ekki vel úr hendi að
skrifa.
Ykkur er óhætt að treysta því að ég reið-
ist ekki.
R. 16. ára.
Hann ýtir hattinum lengra fram á ennið,
brettir frakkakragann upp og hraðar göng-
unni. Regnið streymir látlaust og þétt. Hann
horfir hugsandi niður í göturæsið, staldrar við
og sér hvernig vatnið fossar með harmoniskum
tiíburðum eftir steinsteyptu ræsinu.
Menn hlaupa til og frá, skeyta engu um
þennan hugsandi miðaldra mann. Binn maður
er þó ekki á hlaupum, hann hnippir í þann
miðaldra og biður um eldspýtu. Hann kveikir
þegjandi í pipu og síðan setjast þeir á bekki,
sem eru hér og Þar á milli borða, undir rönd-
óttu sólskýli. Bekkirnir eru hvítir og útskornir
með sama sniði og borðin. Þetta er falleg sjón
þegar sólskinið glitrar á jörðinni og iðar af
prúðbúnu fólki. En nú er rigning, sólskýlið lek-
ur og þarna sitja tveir hugsandi menn í svört-
um regnfrökkum, Svo að sýnin er ekki lengur
unaðsleg.
Sá yngri fer yfir götuna og kemur aftur
með flösku og tvö glös. Hann segist vera rit-
höfundur. „Ekki er það efnilegt í slíku þjóð-
félagi," svarar hinn. Þó blæs ekki byrlega fyrir
honum, því að konan hans vill ekki veita hon-
um skilnað. Eitt sinn höfðu þau verið óskap-
lega ástfangin og álpuðust þá út í hjónabandið