Vikan


Vikan - 14.12.1961, Síða 7

Vikan - 14.12.1961, Síða 7
í fullri alvöru: Þegar klnlili eim * er hrlMsrt... Öll eigum viS einhverja örðug- leika viS aS stríSa. Öll höfmn við einhverjar áhyggjur. Öll verðum við, fyrr eða síðar, að reyna eitt- hvert mótlæti, sorgir eða söknuð. Öll erum við haldin einhverjum kvíða. Öll kynnumst við einhverjum vonbrigðum. Þetta er það gjald, sem maðurinn greiðir fyrir að vera maður. Fyrir að vera þess umkominn að mega einnig njóta þess, sem hann skynjar og reynir; njóta gleðinnar, fegurð- arinnar, ástarinnar, vonarinnar, sig- urfagnaðarins og margvíslegrar hamingju og íullnægingar. Fyrir að mega njóta lífsdraumsins, en þó fyrst og fremst fyrir það að vera gæddur hæfileikum til að láta hann rætast i veruleikjanum að meira eða minna leyti; hæfileikanum til að vilja og þrá, hæfileikanum til aS velja og hafna, hæfileikanum til að nema og starfa sér til aukins þroska. Þótt maðurinn hafi gerzt félags- vera, er það ekki og getur aldrei orðið nema að mjög takmörkuðu leyti. Hann fæðist einstaklingur, þroskast einstaklingur, nýtur og þjáist sem einstaklingur, deyr ein- staklingur. Hversu feginn sein hann vildi getur hann ekki neinu þar um breytt. Hann getur aðeins tengt lif sitt lífi annarra, aldrei náð fullri sameiningu; aðeins tekið þált i til- finningum annarra, sýnt þeim sam- úð í sorg, samfagnað þeim i gleði og orðið þeim þannig til styrktar eða örvunar en ekki heldur meir. Eng- inn getur þjáðst þjáningu eða glaðzt gleði annars, jafnvel ekki nánasta ástvinar síns, aldrei að fullu, þótt hæfileikinn í þá átt sé misrikur með mönnum, eins og sá hæfileiki að veita öðrum hlutdeild í sinni eigin þjáningu og sinni eigin gleði, auk þess sem reynslan veldur miklu um hvernig hann þroskast. Þetta er í senn mein mannsins sem ein- staklings — og styrkur. En til eru þau öfl sem sameina einsiaklingana eins og frekast er unnt, öllu öðru fremur; veita til- finningum þeirra í einn og sama farveg, þar sem þær mynda regin- sterka elfur eins og þegar ótal lindir og lækir mætast i einu fljóti. Þau öfl eru að vísu misgóð, og sú elfur mismunandi tær eftir því, en þegar um það afl er að ræða, sem veitir að undanförnu skapað hvert lista- verkið öðru fegurra á þvi sviði. Þvi miður vitum við ekki nafnið á þeim húsameistara, sem nú vinnur að sköpun þessa byggingalistaverks að suðurbarmi Miklugjár í Arizona, sem mynd þessi sýnir líkan að. Þarna er um að ræða átján liæða ferðamannagistihús, sem byggt verð- ur inn í hamravegginn, þannig að framhlið byggingarinnar hallast eins og hann og samræmist honum eins vel og hugsazt getur. Gengið verður inn í bygginguna að ofan, og hreinustu og göfugustu tilfinning- um manns í einn farveg getur ekki annan straum skærari. Jólin eru hátíð fæðingarinnar, há- tíS hins vakandi lifs, hátið barnsins. Aðeins barnið getur notið hennar til hlítar — barnið i manninum, á hvaða aldri sem hann svo er sjálfur. Þar gildir sama reglan og um inn- gönguna i himnariki. Einmitt fyrir það hefur jólahátíðin orðið lielgust hátíða meðal kristinna manna, því að allt það sem heilagt er og lireint á uppruna sinn í harnseðli manns- ins. Lífsvakningin og fæðingin er i senn dularfyllsta og dýrlegasta fyrir- bæri sköpunarverksins. Svo dular- fullt, að visindunum hefur ekki enn tekizt að ráSa gátu þess, svo dýrlegt að öll önnur fyrirbæri fölna í ljóma þess. Þeir sem sérfróðir eru um það, sem á sér stað í dýpstu hyljum sál- arlifsins, fullyrða að sérhver móðir ,,endurlifi“ i undirmeðvitund sinni meS vissu millibili liinn óskiljan- lega unað síns fyrsta getnaðar, og fögmið og sársauka sins fyrsta barnsburðar — svo voldugt er fyrir- bæri lífsvakningarinnar í eðli henn- ar og örlögum. Það er því ekki fyrir neina hendingu að jólin, hálið fæð- ingarinnar, eru mönnum helguð af móður, sem elur sinn frumgetna son. Og það er í fyllsta samræmi við það, að menn hafa valið þann hljóm, sem þeir vissu fegurstan og hrein- astan, til að boða þessa heilögu gleðihátíð lífsvakningar og fæðing- ar. Klukknahljóminn — h'jóminn, sem kallar til barnseð isins í hverri sál, vekur barnið til lífs í hverjum einstaklingi af kristnum þjóðum um hver jól. . . . þegar klukkum er hringt. Enginn er sá maður, að hann glati harnseðli sínu að fullu og öllu. Þess vegna lætur klukknahreimur- inn engan ósnortirin. Þess vegna sameinar hann göfugustu og feg- urstu tilfinningar manna í einn far- veg, þar sem þær mynda regin- sterka elfur, tærari og bjartari en nokkurt annað afl getur vakið. Elf- ur hinnar hreinu og heilögu gleði barnsins, sem streymir fram undir skini stjarnanna. . . streyinir fram að djúpum þess undurs, sem er dul- arfyllst, máttkast og dýrlegast í ger- völlu sköpunarverkinu. . . . Þegar klukkum er hringt. þar verður bílastæði og torg á gjó- barminum, en á botni hennar verður komið fyrir sólverönd og sundlaug. Sex hundruð gistiherbergi éiga að verða í þessari miklu og smekklegu byggingu. Þannig má byggja inn í Iiið sér- kennilegasta landslag á þann liátt að það valdi ekki neinu svipraski, jafn- vel undirstriki sérkennin og verði til prýði 1 umhverfinu. En slik list er ekki öllum gefin, því miður, og ekki heldur allir, sem gefa henni gaum eins og skyldi. Ahlmann eldavélasamstæðan hefur náð miklum vinsældum vegna þess, að hún: 1. Uppfyllir ströngustu kröfur yðar, því nú er klukkurofinn bæði á bökunarofni og eldunarplötum. 2. Hefur sjálfvirkan hitastilli á hrað- suðuplötum, sem dregur úr hit- anum við suðumark niður í hæfi- legt hitunarstig. 3. Er úrvals Vestur-þýzk framleiðsla. |Sighvatur Einarsson & Co • , Skipholti 15 — Sími 24133. Itiikunarofn með G'rilli með Klukkurofa og einnig ineð glerhurð Ilraðsuðuplötur með klukkurofa AML/Y\ANN VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.