Vikan


Vikan - 14.12.1961, Side 14

Vikan - 14.12.1961, Side 14
Þeir voru komnir í Yilborgarkeldu, þegar skýhnoðra dró upp yfir Esjunni og iim leið var sem helkaldur gustur færi um heiðina. rík hneigö með þjóðinni, „að láta sig hafa það“ — láta sig hafa óþægindin og annmarkana, jafnvel þótt jaðra við lítilmennsku að leitast við að ráða bót á þeim. Menn létu sig Því hafa Það að kala á andliti og fótum á leið milli bæja og verða úti á heiðum og fjallvegum fyrir óhentugan útbúnað. Og svo gerði forlagatrúin, sem alltaf hefur verið okkur i blóð borin, líka sitt til. Mönnum lagðist alltaf eitthvað til, ef ekki voru uppi dagarnir, og hvorki varð feigðum forðað né ófeigum i. Hel komið. Hverju skipti því útbúnaðurinn — eða þótt menn kynnu hvorki að grafa sig í fönn né gera sér snjóskjól, sem oft hefði Þó getað borgið limum þeirra og lifi í baráttunni við hríðarnar og frosthörkuna? Það eitt barg því, að ekki skyldu oftar verða slys og mannskaðar i þessum vetrarferðum en raun ber vitni, hve menn voru orðnir þrautþjálfaðir í þeirri hörðu íþrótt að láta sig hafa Það — og hafa það af. Fyrir miskunnarlaust tillitsleysi við sjálfa sig. fyrir þrotiaust strit myrkranna á milli við vosbúð og skort, öldum sam- an, fyrir hetjudýrkun í sögu, sögn og kveðskap hafði þjóðin öðlazt þá ódrepandi seiglu og þrákelkni, líkam- lega og andlega, að nálgaðist hið ofurmannlega, og af- rekin, þegar á reyndi uröu eftir því. Og þegar ósigurinn varð ekki umflúinn, buðu menn hamremi höfuðskepn- anna á sjó og landi byrginn, af óskiljanlegri þrautseigju og kjarki unz yfir lauk. Fátt lýsir betur því hve almenningi fannst sjálfsagt að láta sig hafa Það og hversdagslegt að hafa Það af á hverju sem gekk, að Þess var yfirleitt ekki að neinu getið, Þegar menn komu lífs heim úr hrakningum og svaðilförum, og þrekraunir þeirra þá sjaldan skráðar, en ef Þeir hinsvegar urðu undir i átökunum við náttúruöflin, þótti hálft í hvoru minnkunn að viðurkenna að þeir hefðu ekki haft Það af — að hríðin, frostharkan, veður- ofsinn og veglaus auðnin hefði orðið þeim ofurefli, og það eins Þótt hinsta barátta þeirra og vörn, vanbúinna, hraktra og örþreyttra, væri ofurmannleg hetjudáð. Því var gripið til draumanna og fyrirboðanna, í Því skyni að sanna það, að ferðalokin hefðu verið fyrirfram ákveðin af því almáttka dularvaldi, sem enginn mátti við og engum var vansæmd að lúta í lægra haldi fyrir, for- lögunum. Þetta býr atburðamynd flestra frásagna af válegum atburðum, slysum og mannsköðum á sjó og landi, svo sterka umgerð, að þær glata yfirleitt mjög svip sínum án hennar . . . Laugardaginn þriðja í góu, veturinn 1857, gat að líta hóp vermanna, er sátu á vestri barmi Almannagjár og fengu sér árbita af nesti sínu. Þeir voru fjórtán talsins, úr Biskupstungunum og Laugadalnum, og á öllum aldri, tveir yngstu aðeins seytján ára, Guðmundur frá Múla í Biskupstungum og Þorsteinn frá Kervatnsstöðum. Aðrir í hópnum voru Þeir Kristján frá Arnarholti, Sveinn frá Stritlu, Einar írá Hrauntúni, Bjarni frá Böðmóðsstöðum, Gísli úr Austurey, Gísli nokkur Jónsson, ísak og Dið- rik úr Útey, Jón frá Ketilvöllum, Guðmundur og Egill frá Hjálmstöðum — og loks Pétur Einarsson, þá vinnu- maður í Múla í Biskupstungum, tæplega hálfþ'rítugur að aldri. Þetta var þriðji dagur ferðalagsins fyrir þá Pétur og aðra úr Biskupstungunum, því að þeir höfðu lagt af stað á fimmtudag, sex saman, gist á bæjum í Lauga- dalnum um nóttina, þar sem hinir átta bættust í hópinn, og haldið af stað i býtið á föstudagsmorguninn, hreppt slydduhrið svo myrka að þeir villtust nokkuð; þegar roíaði til, sáu þeir bæinn að Gjábakka i Þingvallasveit, komu þar við og þágu kaffi; voru þeir því fegnir, því að Þeir voru mjög blautir orðnir og föt þeirra tekin að þyngjast af slyddunni, en snjónum kynngdi niður og tík víða meir en í miðja kálfa. Þegar þeir lögðu af stað frá Gjábakka, leit út fyrir að enn mundi skella yfir dimmt él; virtist þeim því gráð að halda út á vatnið, yfir að Heiðabæ og SkálabflÍÉkku, en gengu með landi. 14 VIKAN Lengdist þá leið þeirra að óþörfu, því að aldrei skall yfir élið; Þó var það lakara að fyrir bragðið áttu flestir þeirra heldur illa nótt að prestsetrinu á Þingvöllum, kytrað fjórum og fjórum saman í rekkju í köldu kamersi, blautum og lúnum eftir slydduna og ófærðina um dag- inn og ekki höfð nein hugsun á að þurrka plögg þeirra, svo þeir urðu að fara í allt hráblautt og kalt að morgni. Höfðu beir því verið því fegnir. er prestur bauð þeim að doka við eftir kaffi, en svo löng varð biðin að Þeir sársáu eftir að hafa ekki hafnað boðinu, enda var Þá hrollurinn úr þeim að mestu, þegar kaffið loksins kom. Þeir fáu úr hópnum, sem gistu að Skógarkoti, höfðu hinsvegar átt góða nótt og fengið plögg sín og vosklæði þurrkuð, og vafalítið mundu þeir allir hafa getað sagt þá sögu, ef þeir hefðu haldið yfir vatnið og gist að Heiðarbæ og Skálabrekku. Þótt Þingvallaklerkur væri vel að sér í grisku og hebrezku, sýndi það sig oftar en í þetta skiptið að hann kunni kotbændum síður að taka á móti gestum, veita þeim beina og skilja þarfir þeirra. Þó varð það enn afdrifaríkara fyrir þá félaga, að fyrir bragðið urðu þeir mun síðbúnari á heiðina; þangað var drjúgur spölur frá Skógarkoti og Þingvöllum og sein- genginn í ófærð, en snjór tók nú víðast hvar á hné, og auk þess hafði biðin eftir kaffinu orðið til að tefja för þeirra — bæirnir Heiðabær og Skálabrekka lágu hins- vegar uppi í sjálfri heiðinni. Það var annars einkenni- legt hve margt hafði orðið til að tefja för þeirra. Hún hafði verið ráðin nokkrum dögum fyrr, en dregizt sök- um þess hve einn þeirra félaga úr Biskupstungunum, Krisjtán frá Arnarholti, varð síðbúinn. Þeir snæða árbit sinn af beztu lyst; það er bezta veður, bjart og milt og gangan i ófærðinni hefur tekið hrollinn og ónotakenndina úr þeim, sem á Þingvöllum gistu. Þeir gera að gamni sínu og eru léttir í máli. en þó er eins og einhver illur grunur eða beygur, sem virðist hjákát- legur í blíðunni og enginn vill því færa i mál, búi undir glenzi þeirra. Og þegar nokkur Þögn verður á, mælir Kristján frá Arnarholti upp úr eins manns hljóði og helzt við sjálfan sig: „Illa dreymdi mig í nótt, piltar." Þeim félögum hinum verður litið á hann; þeir hafa fleiri haft þunga drauma um nóttina, þótt þeir hafi ekki viljað á það minnast, og nú krefja þeir Kristján sagna eins og þeim sé í mun að fá það staðfest, að beygur þeirra sé ef til vill ekki með öllu út í bláinn þrátt fyrir veðurblíðuna. „Það dreymdi mig,“ svarar Kristján seinlega og hnýtir að mal sínum, „að tveir griðungar gráir kæmu á móti okkur á heiðinni og stönguðu til bana sex af förunaut- um minum, en blóðguðu þann sjöunda." Þetta verður til þess að menn hætta öllu glenzi, og hafa fleiri orð á draum sínum á meðan þeir eru að ganga frá nestinu og halda aftur af stað. Veður er nú jafnvel enn mildara en fyrr, en ófærðin söm, og sækist þeim þvi heldur seint gangan, enda bera þeir flestir all- þungar byrðar, og þótt ekki setji að þeim í blíðunni, sem urðu að fara í allt blautt um morguninn, gera flík- urnar þá þyngri og stirðari í spori. Pétur Einarsson veður knálega mjöllina, og ekki virð- ist hann muna mikið um poka sinn, þótt hann sé sízt léttari en hinna, enda orðlagður fyrir fjör, krafta og harðfylgi. E’n þótt hann hafi líka það orð á sér, að vera kátur og skemmtilegur ferðafélagi, mælir hann nú fátt og er þungur á brún. Ekkert mark er að draumum, segir hið fornkveðna, en þó getur hann ekki varizt því, að draumsögn Kristjáns ryfjar upp fyrir honum hans eigin drauma, þunga drauma, sem hann hefur haft í haust og vetur. Hann minnist næturinnar, sem hann átti í rekkju Geirs Zoega, kaupmanns og útgerðarmanns í Reykjavík, en hjá hon- um reri hann á haustvertíð. Hafði farið vel á með þeim; Geir gamli var ekki allra, en trölltryggur þeim, sem hann batt vináttu við og kunni manna bezt að meta heilsteypta skapgerð, karlmennsku og áræði, og spillti þá ekki að viðkomandi gæti goldið orðknöpp og hrein- skilnisleg, og á stundum dálítið meinleg tilsvör hans í sömu mynt. Sýnir það nokkuð álit hans á Pétri, að hann bað hann sofa i rekkju sinni, þegar hann var sjálfur í burtu um haustið, en svo var þessa umræddu nótt. Víst var um það, að sizt gat Það verið hugur þess, sem Framhald á bls. 49. WmmM ■ 0

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.