Vikan


Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 14.12.1961, Blaðsíða 32
II * 4 ’HU pioqp HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Það verður ýmislegt til þess að angra þig í þessari viku, en þú getur sætt þig við, að ein ósk þin rætist, svo að þú gleymir um leið öllu mótlaati. Vinur þinn kemur óviljandi upp um leyndarmál, sem þið eigið tveir. Þú skalt fara varlega með peningana í vikunni — einkum ekki kaupa dýrt. Heillatala 4. Nautsmerkið (21. apr.—21. mai): Þetta verður ákaflega tilbreytingarlitil vika, og ekki verða neinar stórviðburðir lesnir úr stjörnunum.' Þó bendir ýmislegt til þess að sunnudagurinn verði óvenjulegur dagur á einhvern hátt. Þú kannst bezt við þig heima við í vikunni, og er það vel, því að heima við nýtur þú lífsins bezt. Talan 4 skiptir kvenfólk miklu. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú virðist alltof svartsýnn þessa dagana, en til þess er sann- arlega engin ástæða, nema síður sé. Lánið virðist leika við Þig i vikunni, og jafnvel gamall draum- ur, sem þú varst búinn að sætta þig við að væri ekki annað en draumur, rætist nú að einhverju leyti. Allt bendir til Þess að laugardagurinn sé dálitið varasamúr fyrir karlmenn. KrabbamerkiÖ (22. júni—23. júlí): Þetta verður vika mikillar óvissu og óþolinmæði •— þú biður eftir einhverju með óþreyju, en líklega fæst ekki úr því skorið í þessari viku — því miður. Reyndu heldur að gera þér mat úr smáatvikum hvers- dagsins í stað þess að sitja og bíða éftir einhverju, sem ekki kemur. Það ber annars yfirleitt mikið á óþolinmæði í fari þínu þessa dagana. LjónsmerJciÖ (24. júlí—23. ág.): Þú kynnist per- sónu í vikunni, sem gæti orðið þér hinn hollasti vinur, ef þú kannt að koma rétt fram við hana í fyrstu. Láttu ekki eigingirni þína ráða of miklu við ykkar fyrstu kynni. Þú gleymir einhverju, sem þú varst fyrir löngu búinn að lofa, og kemur það sér mjög illa fyrir marga. Heillatala 7. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Amor verður mikið á ferðinni í vikunni, og kemur hann af stað mörgum skemmtilegum ævintýrum. Taktu hann bara ekki allt of alvarlega, svona fyrst í stað. Þetta verður mikil heillavika fyrir konur undir þrítugu — þótt eldri konur þurfi engu að kvíða. Vinur þinn kemur þér i ljóta klípu um helgina, en hann bætir þér það síðar upp. Heillatala 11. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú virðist vera alltof þrálátur þessa dagana, og bitnar það verst á fjölskyldu þinni. Þú verður að sætta þig við, að þú getir líka stundum haft rangt fjrrir þér. Á mánudag hittir þú persónu, sem þú rétt kannast við, en þið eigið eitthvað sameiginlegt, svo að kynni ykkar munu verða nánari næstu vikurnar. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú skalt varast allt óhóf í vikunni, einkum hvað snertir mat og drykk, og ekki skaltu vera lengi úti eftir mið- nætti. Þér býðst girnilegt tækifæri í vikunni, en ekki er víst að þú hafir nokkurn tíma til að sinna þvi, svo að þú skalt hugsa Þig vandlega um, áður en þú nýtir þér það. Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þú átt í einhverri baráttu við sjálfan þig og umhverfi þitt, vegna einhvers, sem þú gerðir í vikunni sem leið. Láttu þetta auðvitað þér að kenningu verða. en vertu samt ekki að angra Þig með þessu lengur — þetta er búið og gert, láttu það bara ekki koma fyrir aftur. Helgin verður í alla staði óvenjuleg og skemmtileg. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Það verður lögð fyrir þig gildra í vikunni, en þú stenzt Þá raun með mestu prýði, og þannig munt þú vaxa I áliti hjá fáeinum mönnum, sem ekki mátu þig mikils til þessa. Þú skalt vanda allt það, sem þú sendir frá þér skriflega í vikunni, einkum ef peningar eru í spili. Vatnsberamerkiö (21. jan,—19. feb.): Þú leggur í eitthvert fyrirtæki í vikunni, sem síðar mun reynast þér ofviða, ef þú færð ekki einhvern I lið með þér. Vinur þinn einn er vel hæfur til þess •— þú veizt bezt sjálfur hver það er. Það ber dá- lítið á afbrýðisemi í fari þínu þessa dagana — þótt einmitt nú sé sizt ástæða til. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú skalt vera sem mest heima við í vikunni, því að þar bíður þín mesta lífsánægjan. Ekki þar með sagt að þú eigir að forðast að fara að heiman stundarkorn. Þér eldri kona gerir þér ómetanlegan greiða, og getur þú innan skamms endurgoldið henni þann greiða. Heillatala 5. EF ÞÉR ERUÐ BIJIN AÐ KAUPA JÓLAKÁPUNA, ÞÁ GETIÐ ÞIÐ ALLTAF FENGIÐ FALLEGA SLÆÐU EÐA GÓÐA OG SMEKK- LEGA HANZKA HJÁ OKKUR. Qleðileg \ól! ALLS KONAR SNYRTIVÖRUR UNDIRFÖT KVENNA FALLEG HÁLSMEN OG FLEIRA • ••••••• «- » • •.•.•••••. V.'.JK',* •ÍW • • • —■• • • SNYRTIVORUBUDZN Klapparstíg 27. - Sími 12470.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.