Vikan


Vikan - 14.12.1961, Side 39

Vikan - 14.12.1961, Side 39
jánssonar, mest í sniðum og sér- stæðust. Þar er fjallað um þann þátt íslenzkrar sögu, sem okkur verður aldrei með öllu sársaukalaus, en um leið sifellt hugstæður. Þarna er að finna æviskrár allt að fimm hundruð Vestur-lslendinga, og þó margfalt fleiri getið, greint frá sögu þeirra og örlögum í hinum „nýja heimi“, um leið og rakin er ætt þeirra til íslands. Um fimm hundr- uð mannamyndir prýða þetta merka og merkilega ritverk, sem gefið er út á Bókaforlagi Odds Björnssonar, Akureyri. „Sagnameistarinn Sturla“ nefnist bók eftir Gunnar Benediktsson, sem Menningarsjóður gefur út, og er að miklu leyti hliðstæð bók sama höf- undar, „Snorri skáld í Reykholti“, sem kom út árið 1957, og bar undir- titilinn, „leikmaður kryfur kunnar heimildir“. „Undir vorhimni“, sjö- unda ritið i flokki þeim, sem kall- ast „Smábækur Menningarsjóðs“, er safn bréfa Konráðs Gislasonar, og hefur Aðalgeir Kristjánsson séð um SVIPAST U M A BÓKAMARKAÐI í JOLAVIKUNNI Á þeirri tíð, er ort var Völuspá, þótti ekki taka því að segja fyrir minni eða ómerkari tíðindi en Ragnarök. Á öld Jóns Krukks voru spár teknar að gerast lágkúrulegri, enda flestu þá — að dómi spámanns- ins — aftur farið og átti þó eftir að blæða út betur; þó þótti Jóni sér ekki annað sæma en segja fyrir eyðingu landsins. En hafa spámenn og spár smækkað, og nú láta menn sér nægja að éta þá forsögn hver eftir öðrum og ár eftir ár, að ríkis- sjóður fari á hausinn — og bóka- útgáfa muni dragast saman til stórra muna. Og þetta þreytast þeir, sem spámannlegast þykja vaxnir, aldrei á að endurtaka, enda þótt ríkissjóð- ur slampist alltaf af, og bókaútgáfa aukist með ári hverju. En þótt hvorug þessi spá hafi enn ræzt, sem betur fer, má nokkuð ráða af þvi, að þetta tvennt skuli yfir- leitt alltaf vera látið fylgjast að — ríkisgjaldþrotið og samdráttur bóka- útgáfunnar. Almennt er sem sagt litið svo á, að ekki dugi minna en ríkisgjaldþrot til þess að draga úr bókaútgáfu og bókakaupum lands- manna. Og ekki er ólíklegt að spá- mennirnir hafi að því leyti rétt fyrir sér, þótt þeim skjátlist annars. Hvað svo sem þeir segja, þessir and- legu frændur vorra nútima Krukk- ara, sem telja menningu þjóðarinn- ar ramba á glötunarbarmi, kaupa landsmenn enn ógrynni af bókum á ári hverju, það sýnir bókaútgáfan og sannar. Og hún sannar það einn- ig, að þeir gerast stöðugt vandfýsn- ari á bækur, og ekki aðeins efni þeirra heldur og útlit og allan frá- gang, þvi að bókaútgefendur keppa um það, eins og aðrir framleiðendur, að miða vöru sina við smekk og kröfur væntanlegra kaupenda. Þvi er það, að bókaútgáfa um þessi jól er ekki aðeins öllu meiri en nokkru sinni fyrr, heldur eru bækur yfirleitt vandaðri að útliti og frágangi en áður, og er þar um að ræða heillavænlega þróun, sem segja má að hefjist upp úr lokum síðari heimsstyrjaldar. Og enda þótt margt af því, sem gefið er út í ár, megi ef til vill kallast léttmeti, þá er þar mikið um góðar bækur, bæði þýddar og eftir innlenda höfunda. Virðist satt að segja ósanngjarnt að ætlast til þess að maður trúi því, að menning þjóðarinnar sé að fara til fjandans, samtímis því sem út- gefendur virðast telja bækur selj- anlegri að sama skapi og þær eru vandaðri og betri — virðast meira að segja telja hyggilegra að draga heldur úr léttmetinu en hafa þvi meira af andlegu kajrnfóðri á boð- stólum, þegar vitað er að almenn- ingur hefur minna fé en áður til bókakaupa og vandar þvi valið enn betur en áður. ÞJÓÐLEG FRÆÐI. Það virðist ekki heldur benda til þess að kynslóð sú, sem nú kaupir bækur, sé úr menningarlegum tengslum við uppruna sinn og for- tíð, eða telji sig þau tengsl einu gilda, að enn er mikið gefið út af bókum um þjóðleg fræði um hver einustu jól — ög haft fyrir satt að fáar bækur seljist betur. Að öllum þeim bókum, ólöstuðum, sem mér hafa borizt i hendur og telja má i þessum flokki, er bókin „Vestur-íslenzkar ,æviskrár“, hið mikla ritverk sr. Benjamins Krist- útgáfuna. Bréf Konráðs eru ekki mörg, en harla merkileg, bæði sem mannlýsing og aldarlýsing. Eflaust má flokka bók Þorsteins Þorsteins- sonar, fyrrverandi hagstofustjóra, „íslenzk mannanöfn“, með þjóðleg- um fræðum; þótt hún sé þar sér- stæð að vísu, hefur hún engu að siður sina menningarlegu sögu að segja. Árni Óla blaðamaður hefur ára- tugum saman athugað og rannsakað margvíslegustu heimildir varðandi sögu Reykjavíkur, og lagt til grund- vallar skemmtilegum og fjörlega rituðum sagnaþáttum, sem bæði hafa birzt í „Lesbók Morgunblaðs- ins“ og verið gefnir út i bókar- formi. Siðasta bók hans i þeim flokki nefnist „Skuggsjá Reykjavík- ur“, gefin út á forlagi ísafoldar- prentsmiðju h.f., allstórt rit og myndum prýtt. Þessir sögukaflar eru mjög fjölbreyttir að efni til, víða við komið, og mun mörgum nútíma Reykvíkingi þykja fróðlegt að slást i för með Árna um Reykja- vík fyrr á öldum og njóta leiðsagn- ar hans um „borgina“, eins og hún var þá, og kynnast nokkuð fólki, sem þá var á ferli um „götur bæj- arins“. Sama forlag gefur út þriðju útgáfu af bókinni „íslenzkir þjóð- hættir“ eftir séra Jónas frá Hrafna- gili, og er allur frágangur hinn vandaðasti, eins og þeirri merku bók hæfir. ÆVISÖGUR OG FERÐASÖGUR. „Saga bóndans í Hrauni“ eftir Guðmund L. Friðfinnsson, er fyrir margra hluta sakir með merkileg- ustu ævisögum, sem út hafa komið á síðari árum. Hún er ágætlega sam- in ,enda hefur höfundurinn áður vakið á sér athygli sem efnilegt sagnaskáld, og prýðilega út gefin á forlagi ísafoldarprentsmiðju h.f. En merkilegust verður hún fyrir það, að þarna segir frá íslenzkum bónda, sem ekki hefur ratað i nein þau æv- intýri, eða drýgt neina þá hetjudáð, sem skilur hann úr hópi íslenzkra bænda á sinni tíð, og að höfundur gerir ekki neina tilraun til að segja sögu hans á annan hátt. Fyrir bragð- ið verður þetta saga heillar kynslóð- ar, sem háði erfiða lífsbaráttu til sigurs af ótrúlegu þreki og seiglu, þannig að ekki mun sönnu fjarri að líf hennar hafi allt verið hið furðulegasta ævintýri, og ævi henn- ar ein samfelld hetjudáð. Og svo er það „Loginn hvíti", þriðja bindi sjálfsævisögu Krist- manns Guðmundssonar. Hin tvö bindin hafa vakið meiri athygli og umtal, og vitanlega þá einnig helzt meira en títt er um slíkar ævisögur. Kristmann er alltaf umdeildur. Þetta bindi er ekki síður skemmtilegt af- lestrar en hin tvö, og vafalaust á það eftir að verða umrætt og um- deilt. En hvað sem öðru líður, þá er víst um það, að gagnrýnendur og bókmenntamenn með komandi kyn- slóðum munu veita klausunni, sem höfundur hefur sett sem einskonar varnagla aftan við þetta bindi, mikla athygli og ef til vill telja hana fróð- legri um afstöðu þjóðarinnar til skáldsins og sagnaskálda sinna yfir- leitt, heldur en langa doktorsritgerð. Bókfellsútgáfan gefur þessa sjálfs- ævisögu út af miklum myndarbrag. „Hundaþúfan og hafið“, samtals- þættir Matlhíasar Jóhannessen rit- stjóra við Pál ísólfsson tónskáld, er dásamleg bók. Ætli svo kunni ekki að fara, að hún verði þegar frá líð- ur tekin fram yfir þær hinar tvær samræðubækur, sem Matthías hefur þegar skrifað? Það mætti segja mér það. Græzkulaus lífskýmni Páls og svo þessi viðkvæma og dálítið þunga alvara undir niðri, minnir mig allt- af á sólgullnar bárurnar á lónunum fyrir innan brimgarðinn á Stokks- eyri á vorin. Og það er vitanlega alltaf gott og blessað, þegar lista- menn geta einbeitt sér að einni list- grein, en „halda ekki framhjá líf- inu“, eins og Páll kemst að orði um einn bróður sinn i listinni — en nokkurs höfum við samt misst, að Páll skyldi alltaf hafa staðist þá freistingu að daðra eilitið við rit- listina. Það verður manni ljósast af þessari bók. Útgefandi er Bókfells- útgáfan. ísafoldarprentsmiðja h.f. gefur og út ævisöguna, „Ástir Dostóévskys" eftir Marc Slonim, í islenzkri þýð- ingu Hersteins Pálssonar ritstjóra. Þetta er merkileg bók; þar segir frá ástum eins af frægustu og mik- ilhæfustu skáldsagnahöfundum, sem upp hefur verið, en höfundurinn, sem sjálfur er rússneskur þótt hann FramliaJd á bls. 60. VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.