Vikan


Vikan - 28.12.1961, Side 14

Vikan - 28.12.1961, Side 14
FLÆÐ HÖFUÐHOF SEM KREFST BJÖRGUNAR: HIÐ ÓGNVEKJANDI ABÚ SIMBEL. Fjórar 67 feta háar myndir af Ramsesi öðrum, höggnar í sandsteinsklöpp, stara fram á Níl og gæta inngangsins í helgidóminn, þar sem prestar stjórnuðu helgiathöfnum. Höfuðið hefur losnað af einni styttunni og hafnað á þrep- unum fyrir neðan. í skjóli við risavaxna fæturna eru smærri styttur af fjölskyldu Ramsesar. Efst á framhliðinni eru apa- myndir meitlaðar í steininn. Heitið Abú Simbel merkir „Faðir kornaxins". DÝRÐ SÉ FARAÓ. Við dyrnar á hofi Nefertari f Abú Simbel getur að líta glæsilegar myndrúnir er hefja Ramses til skýjanna. Á hinni 33 feta háu standmynd til hægri ber hann hina tvöföldu kórónu efra og neðra Egyptalands. Yfir dyrunum er hann önnum kafinn við guðadýrkun. Þakið yfir honum morar í gler- augnaslöngum. Frá landi sfinxanna ómar nú neyðarkall, sem engar hliðstæður á sér í sögunni. Allur heimurinn er beðinn aðstoðar við að forða gereyðingu á menningarverðmætum, sem ógnar nú ýmsum þeim minnismerkjum menningarinnar, sem mesta athygli hafa vakið. Við Aswan hjá Nílarfljóti erú Egyptar að byggja nýja áveitustíflu, er breyta mun 300 mílum af hinum sagnfræga Nú- bíudal í 200 feta djúpt stöðuvatn. Þegar vatnið rís innan næstu fimm ára, munu faraóarnir, sem þarna sitja höggnir í klettana hverfa í kaf og eyðast síðan smámsaman vegna áhrifa vatnsins. Yfir tvær tylftir fornmerkra staða munu þá lenda undir yfirborði vatnsins — þar á meðal Sebúa-helgidómurinn með sfinxabraut- inni frægu, klettavígi á borð við Semna, stórfenglegir helgistaðir eins og Buhen og Gerf Hussein, skrautmáluð egypzk grafhýsi, fornkristnar kirkjur og býsanskar borgarrústir. Hjá þessu verður ekki komizt, nema því aðeins að heimurinn gefi gaum að málaleitunum Arabíska sambandslýðveldisins og Súdans, sem hafa nú hrint af stað stórfelldustu ráðstöfunum til fornminjavarðveizlu, er sagan getur um. Með hjálp UNESCO reyna þessi ríki nú að afla 75 milljóna dollara, sem að nokkru leyti verður varið til að flytja 19 hinna fomu stórvirkja á hærri staði, en fyrst og fremst til að vernda tvo markverðustu stað- ina, Abú Simbel og Philae. Abú Simbel, hátignarlegustu muster- samstæðu við Efri-Níl, er hægt að bjarga með þvi að beita ótrú- legum möguleikum véltækninnar. Philae, hin heilaga eyja gyðj- unnar ísis, er á milli stíflugarðnn tveggja — gömlu Aswanstifl- unnar, sem byggð var 1902, og hástíflunnar nýju, sem fyrir fullt og allt mun svelgja alla hina fornu merkisstaði. Fyrir 5.5 milljón- ir dollara er hægt að koma upp flóðgörðum eða skrínstíflu til verndunar hinum frábæm grisk-rómversku súlnaröðum á Philae. Þýzka stjórnin hefur gefið eina milljón dollara til að flytja Kaia- bsha-minjarnar á ömggari stað. 1 þeim tilgangi að afla fjár, hefur fimrn fornhofum verið lofað til eignar hverjum þeim, er leggi fram nógu háa f járhæð þeim til björgunar. Nokkrir döðlu- ræklendur í Kaliforníu eru á höttunum eftir einu þeirra. Meðan tæknifræðingar UNESCO eru önnum kafnir við að ljósmynda öll minnismerki í réttri stærð og gera eftirlikingar af lágmyndum og freskómálverkum, vinna aðrir að því að skýra liti hinnar fomu málningar. Þeir skrá einnig myndleturstexta, er innihaida suma merkustu stríðssöngva Egvpta. Eftir 1963 mun vatnsflóðið hindra allan uppgröft á svæði, sem geymir forsögu- legar minjar um þróun mannsins, ef til vill þar á meðal leiðar- vísi að vitneskju um uppruna Egypta hinna fomu. Á þessum slóðum mættust hvítir menn og svartir að líkindum í fyrsta sinn. Til þess að hraða rannsóknunum hefur þeim, er vinna að upp- greftrinum verið gefið leyfi til að eignast helming þeirra minja er þeir afhjúpa. Framhald á bls. 28. 14 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.