Vikan - 04.01.1962, Blaðsíða 5
í fullri alvöru
,/Urdómsríb s
Þaö gerCist í borg nokkurri suður
á Italíu skömmu eftir fyrri heims-
styrjöid, aö tveir stjórnmálaflokkar
urðu þar svo hnifjafnir að völdum,
að þeir sáu sér þann kost vænstan,
enda æskilegast með tilliti til almenn-
ingsvelferðar, að gera með sér sam-
komulag og skipta með sér völdum
að jöfnu. Það kom þó brátt i ljós að
þetta var ekki eins auðvelt og i fljótu
bragði kunni að virðast; það var til
dæmis óframkvæmanlegt að skipa
þannig i allar áhrifastöður og embætti
að öruggt væri að á hvorugan hall-
aði. Sem betur fer höfðu þó framá-
menn ílokkanna beggja þann stjórn-
málalega þroska, sem með þurfti til
að ieysa það vandamál — og lausnin
var jafn einföld og hún var örugg;
með því að tvöfalda öll embætti og
allar áhrifastöður, þannig að tveir
menn, sinn úr hvorum flokki, gegndu
nú hverjum slikum starfa sem einn
hafði áður unnið, var báðum ílokk-
unum tryggð nákvæmlega jöfn að-
staða. Að vísu kom dálitið babb í
bátinn varðandi embætti kirkjuorg-
anistans, þar sem það kom á daginn
að sá flokkurinn, sem hann taldist
ekki til, átti engan organleikara innan
sinna vébanda, en einnig það vanda-
mál tókst að leysa fyrir stjórnmála-
legan þroska og samstarfsvilja allra
aðilja. Kirkjuorganistinn, sem vax
aldraður maður og aldrei hafði skipt
sér neitt af stjórnmálum, þótt hann
teldist flokksbundinn, gerðist einnig
flokksbundinn hjá andstæðingunum,
samkvæmt tilmælum forystumanna
úr Dáðum flokkum ...
En svo dó hann, gamli maðurinn,
og var jarðsunginn með mikilli við-
höfn, borinn til grafar af framámönn-
um úr báöum flokkum, þrem og þrem.
Því miður reyndist eftirmaður hans,
ungur og vel menntaður organleikari,
sem oft hafði leikið á kirkjuorgelið
i forföllum hins látna og taldist þvi
nokkurnveginn sjálfkjörinn, fyrir-
rennara sínum ekki jafn að stjórn-
málalegum þroska. Kvað hann sann-
færingu sína banna sér að fara að
fordæmi gamla mannsins og gerast
meðlimur í báðum flokkunum, og
varð ekki um þokað, enda þótt hans
eigin flokksforysta legði hart að hon-
um og hótaði honum jafnvel brott-
rekstri.
Nú voru góð ráð dýr, samstarf
flokkanna og um leið almenn velferð
borgarbúa í veði. Forystumenn beggja
flokkanna sátu á fundum langt fram
á nótt, en ekkert gekk ...
Loks datt þó einum forystumann-
anna snjallræði í hug. Harmoniku-
leikarinn, hrópaði hann upp yfir sig.
Harmonikuleikarinn ...
Harmonikuleikarinn í borginni var
maöur á miðjum aldri, dálítið ölkær
og ekki sérlega mikið gefinn, mein-
leysingi, heldur laus á kostunum, en
snjall harmonikuleikari. Enginn vissi
til þess að hann heíði nokkurntíma
haft nokkra skoðun i nokkru máli,
og þar sem hann hafði misst kosninga-
rétt sinn vegna einhvers klandurs,
sem hann hafði lent i fyrir svo mörg-
um árum að það var nú gleymt, hafði
engum komið til hugar að flokks-
merkja hann. Að visu þekkti hann
ekki nótur og hafði eingöngu leikið á
dansleikjum, en hann var ákaflega
músikalskur maður, svo öruggt mátti
teljast að hann kæmist fljótt upp á
lag með að leika að minnsta kosti öli
algengustu sálmalögin á kirkjuorgel-
ið, eftir eyranu. Mestu máli skipti það
þó vitalega, að hann var ekki ein-
göngu óflokksbundinn báðum megin,
heldur viðurkenndur skoðanaleysingi
og óatkvæðisbær, svo jafnvægið milli
flokkanna haggaðist ekki þótt hann
væri skipaður i umrætt embætti.
Þar með var vandinn leystur —
fyrir stjórnmálalegan þroska, sam-
starfsvilja og glöggan skilning á-
byrgrar forystu beggja flokka á vel-
ferð almennings. Harmonikuleikarinn
var gerður að kirkjuorganista, en
organleikarinn ,sem fyrr um ræðir,
gerður flokksrækur öðrum til viðvör-
unar. Er því við brugðið hvað
harmonikuleikarinn komst fljótt upp
á lag með að leika á kirkjuorgelið
eftir eyranu — já, fyrir meðfædda
listgáfu hans, sem ekki hafði verið
fjötruð i viðjar náms og fræðilegrar
sérkunnáttu, var sem hin gömlu og
virðulegu sálmalög endursköpuðust i
meðferð hans; fengju nýja hrynjandi
og nýjan þrótt.
Af organleikaranum er fátt að
segja, enda kemur hann ekki bein-
línis sögunni við eftir þetta. Honum
varð litt til um starf, eftir að hon-
um hafði verið vikið úr flokknum,
og loks hafði hann það helzt fyrir
atvinnu að leika á harmoniku á dans-
samkomum, en lét það ekki vel; leik-
ur hans þótti þunglamalegur og há-
tiðlegur um of og ekki á neinn hátt
sambærilegur list harmonikuleikar-
ans, sem nú var orðinn kirkjuorgan-
isti, og gat þvi, embættisvirðingar
sinnar vegna, ekki lengur leikið fyr-
ir dansi ...
Drómundur.
„Ferguson 1963“ — „öruggasti bíll í heimi“ — gegnumlýstur.
PREHT.
SIIÐJAN
HILNIR
HF
RAUÐI ÞRÁÐURINN
í viðskiptum yðar
er viðleitnin til að efla og auka framgang
fyrirtækisins og veita um leið viðskiptavinum
yðar þá þjónustu og fyrirgreiðslu sem unnt er.
HILNIR hf
Samkeppnin á markaðnum verður æ meiri
og krefst þess að staðið sé á verði gagn-
vart þeim þáttum viðskiptalífsins er snerta
á einhvern hátt fegurðarsmekk fólksins.
HILNIRhh
Vönduð vinna á öllum prentuðum
gögnum fyrirtækisins ber því fagurt
vitni, um leið og það vekur á sér athygli
og örvar á þann hátt viðskiptin í hvívetna.
HILNIRhh
i
»
Vér höfum um árabil unnið í sívax-
andi mæli að hvers kyns prenverki
svo sem: Prentun bóka, blaða og um-
búða, ásamt skrifstofu- og verzlunar-
gögnuin ýmissa tegunda.
Jafnframt því veitum vér viðskipta-
vinum vorum alla þá aðstoð og leið-
beiningar, sem með þarf þar að lút-
andi.
HILNIRhi
i
Skipholti 33. — Sími 35320.
VIKAN 5