Vikan


Vikan - 04.01.1962, Page 11

Vikan - 04.01.1962, Page 11
Þannig lítur Ramses II út í dag eða réttara sagt múmían af honurn seni enn er varðveitt, því höfðing- inn var vel smurður, þá er hann gekk til feðra sinna. unglingsaldri er hann varð faraó að Setí föður sínum látnum. Um Þessar mundir var Egyptaland í hnignun og lét sig dreyma um forna frægð. Hof þess voru að falli komin. Norðurhluti ríkisins hafði gengið undan faraó og gerzt háður Hittítum; landamærin í Asiu lágu nú einhversstaðar í Palestínu. I suðri höfðu Egyptar ennþá hemil á hinum svörtu þjóðflokkum í Núbíu, sem voru þó samt sem áður engan veginn friðvænlegir. Ennfremur gerði „sandþjóðin“ eða Bedúínar, leifturárásir á jöðrum dalsins, og villtir Líbýumenn með axir að vopni birtust stundum í óshólmunum vestanverðum. Faðir Ramsesar hafði hafið endurreisn hins egypzka veldis, og sonurinn bjóst nú til að halda því starfi áfram. Fyrsta skref Ramsesar til að auka dýrð sjálfs sin og þjóðar sinnar var að efla sem mest kostnaðarsamar og stórfenglegar byggingaframkvæmdir. Næsta skref var sigursæld á vígvelli. Ramses þjálfaði 20.000 manna her, er þótti stór í þá daga. Hann styrkti lið sitt með vígvönum málaliðum hvaðanæva að úr hinum þekkta heimi. Þeirra helztir voru Mazoimenn frá Núbíu, en einnig voru á meðal þeirra ægilegir, Ijóshærðir og sibrosandi spjótliðar frá „eyjunum í norðri". í þeirra hópi voru Grikkir, synir þeirrar þjóðar, er hin fjarlæga framtið heyrði til. Áletrarnirnar segja okkur, að Ramses hafi að minnsta kosti farið i stríð á öðru, fjórða, fimmta og sjötta ríkisári sínu, og ef til vill hefur hann átt hersveitum sínum á vígvöllinn á hverju vori í nærri tuttugu ár. Faróarnir voru ekki vanir að temja sér neitt lítillæti, er þeir sögðu frá framkvæmd- um.sínum, og þar eð Ramses var montnastur þeirra allra, er hans eigin frásögn af hernaðarsigrum hans örugglega ekki sem nákvæmust, þótt engan íburð skorti. Ef trúa má Ramsesi, þá agaði hann Núbíumenn, barði grimmilega á bedúínum og rak Líbýumenn á brott. Þá sneri hann sér í norður og endurheimti stórborgir Föníkíu, Týrus og Sídon. Siðan ýtti hann Hittítum smámsaman norðureftir og endurheimti að lokum alla Palestínu og Sýrland. Ramses barðist í gullnum striðsvagni og hafði — um það ber öllum frásögnum saman — eftirlæti sitt, tamið ljón, jafnan við hlið sér í bar- dögum. Sem stríðsmaður var hann ofsafenginn og barðist einu sinni í tvær klukkustundir samfleytt án þess að hirða um að herklæðast. Öðru sinni gerðu Hittítar honum fyrirsát nálægt múrum Kades og umkringdu hann. Tókst honum þá með naumindum að rjúfa herkvína með sex æðis- gengnum hervagnaáhlaupum, er hann sjálfur stýrði með heiðursvörð sinn einn til fylgdar, en á móti var 3.500 manna vagnalið óvinanna. Frásögn af þessu ótrúlega afreki er skráð stóru letri við musteralágmynd Ramsesar. Kveðst hann á örlagastundu þessari hafa hástöfum kallað föður sinn I Þebu hinni fjarlægu, guðinn Ammon. Og guðinn heyrði bæn hans og styrkti armlegg hans, svo sléttan við Kades „varð hvít af líkum.“ Ef trúa skal Ramsesi, sem bezt er að gera með nokkurri varúð, vakti hetju- móður hans ofboðslega hræðslu í röðum óvinanna. Hann brytjaði þá niður i hrönnum og mörg hunduð þeirra drukknuðu, er þeir voru hraktir I ána, er lukti um Kades. En Múvatallis Hittítakóngi náði hann ekki. Einvaldur óvinanna var hinumegin við ána, „hræddur og hörfandi." Að orrustu lokinni vann Ramses þess dýran eið, að svo lengi sem vagnhestar hans lifðu, skyldi hann bera þeim fóður með eigin hendi. » Þegar Ramses var nálægt fertugu, samdi hann loksins varanlegan frið við Hattúsilis Hittitakonung, son Múvatallis. Voru fjögur þúsund egypzkra og hittizkra goða kölluð til vitnis um þann samning, auk „himinsins, jarðarinnar, hins mikla hafs, vindanna og skýjanna." Ekki alllöngu siðar styrkti Ramses samninginn enn betur með því að bæta hittízkri konungsdóttur við kvennasafn sitt, sem þegar var orðið harla mikið að vöxtum. Hjónaband faraós og útlendrar konu var sjald- gæfur atburður í sögu Egypta. Áletrun nokkur segir, „að Ramses hafi séð að „andlit hennar var fagurt sem ásýnd gyðju — ástarævintýri þeirra var stórfenglegt, leyndardómsfullt, undursamlegt og þrungið hamingju . . . og hann unni henni meira en nokkru öðru.“ Elli sinni varði Ramses til barneigna og byggingaframkvæmda. Hann gat yfir hundrað syni og reisti ótölulegan fjölda hofa og minnismerkja úr steini. Auk þess fjarlægði hann gjarnan, eins og siður var, áletruð nöfn fyirrennara sinna af styttum og byggingum, sem honum leizt vel á, og eignaði þær allranáðarsamlegast sjálfum sér. Á óshólmasvæðinu reisti hann risavaxna styttu af sjálfum sér auk nýrrar höfuðborgar, er hóflaust var lofuð af skáldum þess tima. Níl eykur stöðugt við óshólmana með framburði sínum, og hefur mikill hluti fornminjanna frá timum Ramsesar af þeim sökum fyrir löngu sokkið í leðjuna. En í hinu skraufþurra loftslagi í efri hluta Nílardals standast hinir steingerðu minjagripir fornkonungsins tiltölulega vel tímans tönn. Þeir eru að vísu að molna niður, en þó svo hægt, að því verður ekki veitt athygli. Þrjátíu og þriggja feta há stytta hins fræga faraós hefur verið Ramses sveiflar sverðinu og óvinir Hlekkjaðir fangar leiddir fyrir hans hrökkva sem fis. Þetta var Iíamses. Hann virðist hafa haft yndi eftirlætis mótíf faraósins. af þeirri athöfn. flutt til Kairó og reist þar á torgi. í Memfis liggur önnur stytta, jafnvel enn stærri, ennþá þar sem hún er komin. Hún er frábær bæði hvað snertir stærð og glæsileika, en liggur afvelta. Nálægt Lúxor vorra tíma (Þebu hinni fornu) er Karnahofið mikla, er tvær Péturskirkjur gætu komizt fyrir innan í. Sjálfum sér til dýrðar reisti Ramses grafmusteri fyrir vestan Þebu. Er það skreytt stoltasta verki egypzkrar listar: geysistórri lágmynd af orrustunni við Kades, í öllum smáatriðum. Listamenn á tímum Ramses höfðu glatað hinum hreina, kalda stirðleika, er forfeður þeirra bjuggu yfir, en honum tókst engu að síður að fá Þá til að leysa af hendi feykilegt stórvirki. Nálægt mílu vegar að fjallabaki handan musteris hans liggur hin hrjóstuga kvos, er kölluð er Konungadalurinn, öll holgrafin af leyni- legum grafhýsum. Þar bjó Ramses sér einnig hvílustað hinztan. Sjálfur var hann þegar orðinn að lifandi smurningi; hinn hái mjúkvaxni líkami var orðinn boginn, hrörlegur og visinn eins og fornt bókfell. Tólf elztu synir hans voru dauðir, en sjálfur lifði hann enn. Á fárra ára fresti hélt hann fagnaðarhátiðir og reisti óbeliska sjálfum sér til dýrðar. Hann varð nærri níræður að aldri og hafði ríkt í yfir 66 ár, er dauðinn loksins kom með bugti og beygingum til að kveðja hann frá hásætinu. TlMALAUS HEIMUR. Á tímum Ramsesar var egypzka ríkið þegar um 2000 ára gamalt. Saga þess sem þjóðríkis náði allt aftur til þeirra tíma, er Menes, fyrstur hinna miklu faróa, sameinaði Efra- og Neðra-Egyptaland undir eina stjórn. Samt sem áður má örugglega telja, að Ramses hafi aldrei hugsað um land sitt sem aldurhnigið ríki. Hann hefur skoðað það sem eilíft og ungt að eilífu. Egyptaland var alltaf nýtt; það var „gjöf Nílar“, eins og Heródót orðaði það. Um flóðtímann ár hvert dreifði áin fljótandi áburði sínum milli eyði- merkurklappanna, endurnýjaði líf og mold dalsins og flæddi áfram, en að baki hennar skrýddist jörðin vorgrænum lit. Og landið endurfæddist ekki einungis með ný.tum jarðvegi, heldur einnig með hverjum nýjum konungi. Faraóarnir, sem þegar fylltu nítján konungsættir á tímum Ramsesar, voru fremur skoðaðir sem samtaka hópur en drottnarar, er tækju við hver af öðrum, enda allir ódauðlegir synir sama sólguðsins. Hver og einn af þeim miðaði tímatalið við upphaf sinnar eigin stjórnartíðar, í stað ein- hvers fjarlægt atburðar. Hásæti faraós virtist vera hinn óhagganlegi mið- depill að mestu leyti timalausrar veraldrar. „Einu sinni“ táknaði oftast nær sama sem nú“. Ramses var vanur að kalla alla útlendinga einu nafni „aumingja“. Að yfirgefa hinn frjósama Nílardal hét á máli Egypta „að fara frá svarta landinu til rauða landsins". sem samanstóð af eyðimörkum, klettum og fjöllum. Að vísu nærðu útlendu guðirnir rauðu löndin sín öðru hvoru með regni; þeir sólunduðu því meira að segja með því að láta það falla í sjó- inn. Útlendir guðir sköpuðu önnur fljót, en Níl var hin góðgjarna slanga og fjanframt hrygglengja jarðarinnar allrar. 1 jörðu niðri, sögðu Egyptar, undir hinni sýnilegu Níl, flóði önnur á. Þessi á rann eftir neðanjarðar- helli þvert i gegnum jörðina frá vestri til austurs. Á hverri nóttu sigldi sólarskipið, knúið áfram af hamingjusömum dauðingjum, niður og austur eftir þessari á, í áttina til sólaruppkomunnar. Á morgni hverjum skein sólin á hinar ósýnilegu krossgötur ánna tveggja, og Hórus, haukguð sjón- deildarhringsins, dró ljómandi hring sinn umhverfis staðinn. Aðeins í Egyptalandi voru himinn, jörð og undirheimar þannig tengd saman. Þar var hjarta og upphaf alls. Ramses var persónugerður toppsteinn egypska pýramídans. 1 augum hans hafa mannlegar verur að öllum líkindum litið út eins og bjöllur eða hnetur, eins og þær mundu gera i augum okkar, ef við horfðum út um glugga ofarlega í skýjakljúf. Þegar Ramses hefur litið niður eftir þessum þjóðfélagslega pýramída sínum, hefur hann einna helzt orðið var við hina göfugu hirðmenn sína. Þeir voru honum góðir félagar, enda hrifnir af veiðiskap, veizluhöldum, drykkju, ástum og stríði. En aðeins sárafáir þess- ara gæðinga, sem konungur hafði þekkt frá barnæsku, urðu endrum og eins þeirrar náðar aðnjótandi að fá að kyssa inniskó hans í stað duftsins við fætur hans. Næstir í tignarstiganum voru háprestar Ammons, dramb- samir, slægir í orðræðum og haldnir ástríðu til að láta líta svo út sem þeir vissu meira en þeir gerðu. Ramses auðgaði þá stöðugt og leyfði þeim að slá um sig eftir vild, en sjálfur var hann æðsti prestur og raunar guð. Langt þar fyrir neðan var hið ómissandi skrifstofulið, skrifararnir, að öllum líkindum frekur og rángjarn múgur. Ramses hélt þeim í skefjum með hrottalegri „nefstjórn", ef skrifari var staðinn að þjófnaði, var nefnið skorið af honum, Fyrir neðan skrifarana var svo hrafl iðnaðarmanna og Framhald á bls. 39. VIKAN H

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.