Vikan


Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 2
1 u c z G < G i? </> S < 90 watta ljos af 60 watta peru ^ OHfflHRYPTON Þér stórsparið rafmagn með þvf að nota eingöngu hinar nýju OREOL-KRYPTON ljósaperur. Þær brenna 30 % skærar en eldri gerðir, vegna þess að þær eru fylltar með KRYPTON efni. MINNIÐ KAUPMANN YÐAR EÐA KAUPFÉLAG A TIL HANDA betri 1 selia j dee»uMureinM Draumspakur maður ræður drauma Kæri DraumráðningamaSur, Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, en fyrst yerð ég að koma með svolítinn formála. Þannig er að fyrrverandi unnusti minn er nú trúlofaður annarri stúlku. En eitthvert klandur hefur verið í þeirri trúlofun og stundum legið nærri að upp úr slitnaði. Nú dreymdi mig að ég er stödd heima hjá mágkonu minni. Dreymdi mig þá að mér þótti að ég og kærastan hans höfum fengið í jólagjöf frá honum eyrnalokka, sem eru eins, nema mínir eru brúnleitir, en henn- ar rauðir. Við stöndum báðar fyrir framan sama spegilinn og erum að mála þá, þegar ég vakna. Fyrirfram þakklæti fyrir ráðn- inguna. H.R. Svar til H.R. í draumnum er ýmislegt sem bendir til að svo muni fara fyrir núverandi kærustu piltsins eins og fyrir þér, sem sagt að upp úr slitni. Eini munurinn á jólagjöf- unum er litamismunurinn, og er sá rauði gamalt tákn ástarinnar, en brúnleiti liturinn er í raun- inni rauður litur, sem dekktur hefur verið. Af því mætti ætla að ást hans til þín væri fölnuð, en að pilturinn elskaði núverandi kærustu sína enn. Samt sem áð- ur, þar sem þið speglið ykkur í saina speglinum mætti ætla að örlög ykkar yrðu eins. Kæri Vika. Mér þætti mjög vænt um ef þú vildir ráða þennan draum fyrir mig. Mig dreymdi að feðgar, sem ég hef aldrei áður séð gáfu mér lampa með tveim álmum. Á annarri álm- unni var blár skermur en hinni appelsínugulur. Fannst mér ég hrópa upp yfir mig: En hvað Iiann er fallegur, þetta eru uppáhalds lit- irnir minar. Eins fannst mér þeir hefðu áður gefið mér citthvað, sem ég ekkert man hvað var. Þegar þeir afhentu lampann fannst mér faðir- inn segja við soninn: „ditlarðu ekki að fara að taka utan af þessu og gefa henni. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna. F. Þ. Svar til F. Þ. Það er sérstaklega athyglisvert með litina að þeir standa báðir næst endalitunum eða gulur því hvíta og blár hinu svarta í lit- rófinu. Mætti þvi segja að þeir væru tákn hinna tveggja skauta, eða með öðrum orðum tákn karls og konu. Þar sem þessi tákn birt- ast á lampaskermum verður ekki annað séð en að hjónaband það sem þeir tákna verði talsvert áberandi og full ástæða er til að ætla að það verði mjög ham- ingjusamt. Endirinn á draumnum þar sem faðirinn spyr soninn hvort hann ætli ekki að fara að taka utan af einhverju, sem ætla mætti að væru trúlofunarhringir, bendir einmitt einnig í þá átt að hér sé um hjúskapardraum að ræða. Framhald á bls. 43. — Nú datí mér gott ráð í hug. Lán- aðu mér hnífinn þinn. — Já, en Albert, — bú getur þó alltaf sagt annaðhvort já eða nei . .. — Ég lokaði mig bara úti og ætla inn til að ná í lyklana. — Það er pabbi. Hann er að for- vitnast um hvort Ella frænka sé farin. 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.