Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 32
leiftursnöggt i sína sterku skolta og
var horfinn út úr borSstofunni áður
en nokkrum hafði veitzt ráðrúm til
að átta sig, en litli greifingjahundur-
inn varð hins vegar að láta sér nægja
nokkrar sneiðar, sem bersýnilega
höfðu verið skornar á diska okkar.
Simaski kötturinn náði sér í væna
sneið af Jórvíkurbúðingnum og forð-
aði sér með hann í skyndi; stökk eins
og kólfi væri skotið upp á standklukk-
una fyrir stofugafli, þar sem hann
svo stóð og starði mikillátur niður á
alla þessa viðurstyggð eyðilegging-
arinnar.
Og Jessie? Hún lá endilöng á gólf-
ábreiðunni með skutulbrotin umhverf-
is sig og undir sér, og æpti á almáttug-
an svo hátt, að hann hlýtur að hafa
heyrt það.
Við störðum hvort á annað, ég og
gestgjafi minn, og vissum fyrst í stað
ekki okkar rjúkandi ráð. En svo
brosti Clark og um leið var eins og
af okkur féllu fjötrar. Við fórum bæði
að hlæja. Við komum matseljunni til
hjálpar, reyndum að reisa hana á fæt-
ur, en hún var ekki nein léttavara og
utan við sig af skelfingu, svo það ætl-
aði ekki að ganga greiðlega, enda
virtist hún ekki bera fullt traust til
okkar, því að enn kallaði hún jafn-
ákaft og hátt á almáttugan sér til
aðstoðar.
Við hlógum og hlógum.Bæði vorum
við kámug í framan aí sósuslettun-
um, og ég, sem var í mínum bezta
skrúða, var bókstaflega holdvot af
sósu.
Clark virti mig fyrir sér stundar-
korn. „Jæja“, sagði hann loksins og
brosti til min sínu ómótstæðilegasta
brosi. „Það má segja að fyrsta stefnu-
mót okkar hafi farið i hund og kött.
Ég geri ráð fyrir að þú munir það
lengi. Kannski hef ég þegar haft ó-
gleymanleg áhrif á þig“.
Jessie var nú tekin að róast, og
Clark hringdi til einkaritara síns, sem
átti heima þarna í nágrenninu. Hún
kom von bráðar og ók matseljunni til
sjúkrahússins, og kom í ljós að hún
hafði brákazt am öklalið í fallinu. Ég
skrapp fram í eldhúsið og brá mér í
hlífðarslopp.
Þegar okkur hafði tekizt í sam-
einingu að hreinsa nokkurnveginn af
gólfinu, spurði Clark mig hvort ég
kynni nokkuð til matreiðslu. Ég sagði
sem satt var, að lítið færi fyrir því,
en kvaðst Þó treysta mér til að
steikja egg og flesk, hvað ég svo gerði.
Þannig lauk svo veizlunni, að við
settumst að borðum frammi í eldhús-
inu, þar sem við snæddum þessa ein-
földu máltíð, mösuðum og hlógum og
— Bankaðu bara á dyrnar, Halli
minn. Mamma opnar ...
32 VIKAN
varð ekki annað sagt en allt færi eins
og bezt varð á kosið. Og Clark hafði
lög að mæia — þetta fyrsta stefnumót
okkar varð mér ógleymanlegt. Það
er ekki heldur svo auðvelt fyrir mig,
þvi að enn ber ég ör á öðru hnénu
eftir glerbrot, sem stakkst þar i gegn-
um sokk og hörund, þegar við vorum
að brauka við að reisa vesalings mat-
seljuna á fætur aftur.
Eftir þetta fyrsta stefnumót okk-
ar, vorum við Clark saman öllum
stundum meðan orlof hans stóð. Við
lékum saman tennis og golf, riðum út
sarnan eða rerum út á vötnin til fiski-
veiða og nu.tum lífsins á allan hátt.
Við snæddum saman á kyrrlátum og
góðum veiíingastöðum, dönsuðum
saman langt fram á nótt eða sóttum
gleðihóf sameiginlegra vina og kunn-
ingja. Clark var ekki eins heimakær
þá og eft.ir að við kynntumst fyrir
alvöru öðru sinni. Ég man að eitt sinn
bauð hann mér til kvöldverðar og á
dansleik i samkvæmissal flugforingja,
þar sem við skemmtum okkur dásam-
lega.
Ég býst við að það hafi legið í hlut-
arins eðli að dálkasnápar dagblaðanna
í Hollywood gerðu sér tiðrætt um vin-
áttu okkar. Sérhver maður skildi að
sjálísögðu sorg Clarks og einmanaleik
eftir að hann missti eiginkonu sína,
Caroline Lombard, með svo sviplegum
hætti, og vitanlega var það einlægust
ósk allra vina hans, að nýjar ástir
yrðu honum upphaf nýs lífs. Það
lá þó í augum uppi að ég var ekki
sambærileg við Caroline Lombard,
enda þótt sumir af þessum blaðasnáp-
um héldu því fram, að ég væri að
mörgu leyti harla lík henni — sem
var alls ekki satt — og kát og lifs-
glöð, eins og hún hafði jafnan verið.
Eins og að líkindum lætur hafði
Clark nána vináttu við fleiri stúlk-
ur en mig um Þessar mundir — Virg-
iniu Gray og Anitu Colby, svo tvær
séu tilnefndar sem dæmi — en dálka-
snáparnir héldu þvi engu að síður fast
fram, að ég væri líklegust til að
hreppa hið auða sæti hinnar nýlátnu
eiginkonu hans, enda gáfu þeir ótví-
rætt í skyn, að það væri það, sem ég
væri að keppa að.
Mig rekur sérstaklega minni til
einnar slíkrar klausu, þar sem fullyrt
var að ég hefði orðið yfir mig ást-
fangin af Clark við fyrstu sýn, og
gerði nú allt sem ég mætti til þess
að smeygja á hann fjötrinum, en hann
hefði gripið til þeirra þjálfuðu varn-
araðgerða, sem jafnan hefðu einkennt
hann í þessum málum. Þegar við
hættum að sjást saman, um það bil
ári eftir að við hittumst fyrst, var
svo vitanlega fullyrt að ég hefði
reynzt ágeng um of og skelft Clark
Gable; þess vegna væri ég nú föl
hverjum þeim, er hafa vildi.
Mér verður þessi klausa einkum
miinnistæð sökurn þess að mér gramd-
ist hún mjög, þegar ég las hana.
Annars lét ég mér slíkar sögur yfir-
leitt sem vind um eyrun þjóta. Ég
veitti þeim að sjálfsögðu mjög litla
athygli, enda hef ég aldrei sótzt eftir
að sjá mín getið í blöðum. Auk þess
vissi ég sjálf bezt hvernig í öllu lá.
Skýringin var ofureinföld — við
Clark vorum ekki alvarlega ástfang-
in hvort af öðru eftir þessi fyrstu
kynni. Hvorugt okkar var þá enn
nægilega lífsreynt og þroskað fyrir þá
sterku, djúpu og einlægu ást, sem
varð svo hlutskipti okkar meir en
áratug síðar. Og einhvern veginn var
eins og við vissum þetta, án þess að
við ræddum það nokkurn tíma.
Engu að síður var vinátta okkar
eins náin og hugsazt getur milli karls
og konu. Við vorum — spænskan á
orð, sem nær því gersamlega — sim-
patico. Við nutum allrar gleði sem
einlægir og samstilltir féiagar. En
við gættum þess jafnframt alltaf, að
fara ekki út í alvöruna. Þarna var
ekki um neina blinda, ástríðuþrungna
ást að ræða, heldur aðeins gleði og
gaman. Þegar við hættum um skeið
að umgangast jafn náið að staðaldri,
var það okkur því báðum sársauka-
laust.
Svona var það. Clark hringdi til mín
eitt kvöldið til að kveðja mig, en hann
var þá að leggja af stað til New
York, þar sem hann átti að fara að
leika í einhverri kvikmynd — ég
man ekki einu sinni lengur hvað hún
hét.
Og í lok samtalsins, sem var sam-
kvæmt venju í alla staði hið skemmti-
legasla, mælti Clark léttum rómi:
„Fyrir alla muni, Kathleen, taktu nú
ekki upp á því að fara að gifta Þig
einu sinni enn“. Og ég svaraði sama
rómi: „Má ég fara fram á það sama
við þig — og góða ferð, vinur minn“.
Þannig urðu þau þáttaskil. Clark
skrifaði mér ekki og hringdi ekki til
mín, ég hafði Það eins, og samt héld-
um við tryggð hvort við annað í
meir en tíu ár. Hvers vegna? Eílaust
geta sálfræðingar skýrt Það á fleiri
en einn veg, en ég hef aðeins eina
skýringu —- okkur var báðum stjórn-
að af valdi íorlaganna. Og það vald sá,
að við þurftum nokkurn tíma til að
átta okkur.
Eftir að við höfðum gengið í hjóna-
band, varð einum nánum kunningja
okkar, sem vissi hve hamingjusöm
við vorum, þetta að orði: „Það var
ykkur báðum óbætanlegt tjón, að þið
skylduð ekki gera alvöru úr þessu
þegar þið kynntust fyrst“.
Og ég svaraði: „Getur verið — og
getur verið ekki“.
Satt er Það, að enginn megnar að
endurheimta liðna tíð. E'n þegar mér
verður það nú að hugleiða árið 1942
til 1943, þykist ég skilja að Clark
hafi verið mjög óráðinn þá. Harm-
leikurinn í sambandi við dauða Caro-
line Lombard, sem hann hafði unnað
hugástum, olli honum enn óslökkv-
andi nautnaþorsta og eirðarleysi.
Hann þurfti frest og tíma til að koma
aftur jafnvægi á tilfinningalíf sitt.
Ég geri ráð fyrir að hann hefði áttað
sig fyrr, ef hann hefði getað farið i
ferðalög, laus við allar kvaðir og ann-
ríki. Þess ber að gæta, að hann hafði
lagt mjög hart að sér við vinnu ár-
um saman. Og svo var það herþjón-
ustan, sem mjög hafði tekið á taugar
hans.
Ég hafði ekki síður þörf fyrir að
átta mig á hlutunum. Ég var tuttugu
og fimm ára þegar við kyjnntumst
fyrst, og enda þótt ég mundi ekki
hafa gert mér grein fyrir því þá,
veitti mér ekki af nokkrum íresti til
þess að kynnast sjálfri mér betur.
Nei, ég þykist vita Það nú, að við
höfðum hvorugt verið búin að ná
nægilegum þroska þá til Þess að sam-
búð okkar hefði orðið affarasælt, ef
við hefðum gengið i hjónaband. Ég
hef alltaf haft hugboð um að það
hefði ekki enzt lengi eða farið vel.
En Clark var mér aldrei sammála
um þetta; hann var alltaf þeirrar
skoðunar að hjónaband okkar mundi
hafa orðiö hamingjuríkt, þótt við
hefðum gifzt þá þegar.
Því var Það, að oft þegar við sát-
um og nutum kvöldkyrrðarinnar úti
á veröndinni, að hann sagði upp úr
þurru: „Við hefðum átt að gera
— Við höfum ákveðið að draga
úr ferðakostnaði.
alvöru úr þessu fyrir mörgum árum
síðan . . . “
En nú, þegar ég sit Þar ein og
legg fyrir mig þessa sömu spurningu,
er ég enn ekki viss um svarið. Satt
er það, að forlögin veittu okkur að-
eins fimm ár til að njóta hjónabands-
hamingju okkar. En þá vorum við
líka orðin nógu þroskuð til að njóta
hennar til hlitar. Fyrir einlæga og
djúplæga ást okkar finnst mér, að
þessi fimm ára sæla okkar hafi jafn-
gilt fimmtíu ára hamingju. Að
minnsta kosti þykir mér sem ég hafi
fimmtíu ára hamingju að þakka.
Þessi tíu ár, sem áður er á minnzt,
skildu leiðir okkar að vissu leyti,
og bæði áttum við okkar sigrum að
fagna og erfiðleika við að striða. Þeg-
ar Clark var skráður úr herþjónustu
sem majór i flughernum, réðist hann
aftur til starfa hjá MGM. 1 herþjón-
ustunni hafði hann ekki einungis á-
unnið sér virðingu allra félaga sinna
og samstarfsmanna í kvikmyndaver-
inu, heldur og allrar þjóðarinnar. 1
stað þess að hagnýta sér aðstöðu sína
og sækja um eitthvert áhættulaust
og auðvelt starf í herskrifstofu, hafði
hann gengið í flugherinn sem óbreytt-
ur liðsmaður og hækkað stöðugt að
tign fyrir dugnað sinn og hugrekki.
Mörg innilegustu samúðarbréfin,
sem mér bárust við andlát hans, voru
einmitt frá gömlum námsbræðrum
hans við flugforingjaskólann í Miami,
þar sem Ciark hafði notið hinnar erf-
iðustu þjálfunar í þrjá mánuði og lagt
sig allan fram, eins og hans var vandi.
Ekki alls fyrir löngu var ég að líta
á úrklippubók, sem einhver af aðdá-
endum Clarks hafði sent honum. Þar
rakst ég á klausu, sem klippt hafði
verið úr brezku dagblaði á styrjald-
arárunum, og við lestur hennar varð
ég enn stoltari af eiginmanni mínum
en nokkru sinni fyrr. Blaðamaður
einn hafði lagt þá spurningu fyrir
einn af flugforingjunum sem verið
höfðu í flugstöðinni, þar sem banda-
rísku sprengjuflugvélarnar voru þá
staðsettar, hvernig honum hefði fallið
það, að hafa Clark Gable, hinn fræga
kvikmyndaleikara í sveit sinni.
„Clark var áreiðanlega staðráðinn
í að leysa starf sitt vel af hendi, og
honum tókst það,“ svaraði flugfor-
inginn. „Hann var fyrst og fremsjt
dugandi hermaður, sem lét sig frægð
sína á öðru sviði engu skipta, og
reyndi hvorki að komast hjá erfiðleik-
um eða hættum. Hann tók þótt í
fjölmörgum örðugum og áhættusöm-
um árásarferðum með okkur, og
reyndist ósvikið karlmenni".
Framhald í næsta blaði.