Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 36
De Luxe
STEREO
Sönn stofuprýði o{< ynciisauki hverjum ])L“im
sem kröfur gerir lil frábœrra tóngæða. Hinar
norsku útvarpsverksmiðjur EDDA RADIO hafa
unnið sér stöðu meðal allra fremstu viðtækja-
smiðja heims. Með þessu nýja viðtæki „Haug-
tússa 4“ hefur náðst nýr áfangi í hljómi og tón-
gæðum. Hinir 8 nýju NOVAT>-lampar eru jafn-
vígir I() venjulegum útvarpslömpum. Kynnið
yður þeita frábæra tæki.
SKEIFUSTILL
SKEIFUGÆÐI
SKEIFUSKILMÁLAR
EDDA RADIO „Haugtussa 4“ í SKEIFU-
KASSA er unnið af framúrskarandi fag-
mönnuin og völdu efni.
Haraldur Örn klæðskeri.
Framhald af bls. 20.
Jú, það var rétt — menn koma
þangað frekar til þess að fá sér föt
en frétta af tlzkunni nema hvort-
tveggja væri, en Haraldur tók því
vel. Hann kvaðst hafa lært hjá Vig-
fúsi Guðbrandssyni; var sniðmeist-
ari lijá þeim í 10 ár.
— Er það ekki sjónarmið ykkar
klæðskera, að stuðla að þvf að sem
örastar breytingar verði á tízkunni?
— Jú, svaraði hann, — en það er
við mjög ramman reip að draga.
Allur fjöldi manna er afskaplega í-
haldssnmur. Ekki sizt, þegar saum-
að er eftir máli. álenn hafa þó nokk-
uð annað sjónarmið gagnvart fatn-
aði, sem keyptur er í búð og kostar
minna. Þegar um málsaum er að
ræða, þá vilja menn hafa sniðið
klassiskt og það er skiljanlegt. Þeir
eru liræddir við að fara eftir tizku,
sem gæti verið stundarfyrirbrigði
og gæti eins verið komin út úr ver-
öldinni eftir ár.
— Gera ekki framleiðendur fata-
efna sitt til þess að skapa nýja
tizku?
— Jú, þeir hafa efnin ólík frá ári
til árs og oft fær maður alls ekki
efni hjá þeim, sem framleitt var 1
fyrra, jafnvel þótt það hafi verið
mjög vinsælt.
— En þið ýtið á eftir breytingun-
um hægt og rólega til þess að mönn-
um finnist, að nú séu fötin þeirra
orðin gamaldags og nú þurfi þeir að
fá sér ný.
— Já, auðvitað, við sýnum þeim
sem hingað koma myndir úr nýjum
blöðum um tízkunýjungar. Þessar
íýjungar. koma mest frá meginland-
nu, einkum þó frá Ítalíu og Frakk-
jandi. ftalir eru nokkuð öfgafullir
cg djarfir með breytingarnar. Það
e" frá þeim runnið, að buxur eru nú
aimennt hafðar þrengri og þeir voru
háfundar að stuttu jakkatízkunni
TIKAN
sem ruddi sér til rúms i Evrópu
fyrir nokkru, en átti aldrei almennu-
fylgi að fagna hér.
— Eru þeir með nokkuð nýtt á
prjónunum núna?
— Nú predika þeir tvihneppta
jakka og um leið síðari.
— Ertu kannski farinn að sauma
tvíhneppt?
— Onei, maður veit ekki hvort
þetta kemst á og ég þori ekki fylli-
lega enn sem komið er að segja
möanum, að tvihnepptir jakkar séu
komandi tízka, því stundum verður
sú raunin á, að svona nýjungar daga
uppí eins og við sjáum til dæmis
með stuttu jakkana.
— Kemur það fyrir, að hingað
komi menn og vilji fá saumuð föt
með algjörlega nýju sniði og ólíku
því sem venjulegt má kallast?
— Það kemur nú eiginlega ekki
fyrir; ekki að um algjörar nýjung-
ar sé að ræða og ég væri kannske
ekki svo hrifinn af þvi að taka slíkt
að mér ef mér þætti það afkáralegt.
Menn færu þá að spyrja, hver hefði
saumað. En ef mér litist á liugmynd-
ina, þá væri auðvitað öðru máli að
gegna.
— Hvers konar menn eru það
einkum, sem þú saumar á. Ég á þá
við efnahag og þjóðfélagsstöðu.
— Það eru mest ungir menn svo
og miðaldra. Margir virðast halda,
að einungis burgeisar láti sauma á
sig föt eftir máli. Slikt er algjör
misskilningur. Það eru menn með
ólíkan efnahag, sumir velstæðir að
sjálfsögðu, en hingað koma líka
skólapiltar og menn úr flestum þrep-
um þjóðfélagsins.
— Ég sé, að það er mikið úrval
efna hjá þér. Hvaðan eru þessi efni
einkum?
— Þetta eru eingöngu ensk efni.
Mér líkar þau bezt og sauma ekki
úr öðru. Ég hef hér milli 60 og 70
tegundir af fataefnum, jakka- og
frakkaefnum. Þessi efni eru mjög
mismunandi til dærais hef ég hér
afskaplega vandað, fínröndótt efni,
sem er einna dýrast. Föt úr því
mundu kosta hátt í 5000 kr. Annars
mundu föt úr meðalgóðu efni kosta
3.500—3.800 kr. fullfrágengin.
— Hvað viltu segja um liti og
mynztur á karlmannafatnaði um
þessi áramót?
— Algjörlega einlit efni sjást hér
varla, nema svart í kjólföt og smó-
king. Flest eru efnin gráleit með
mildum tón út í brúnt eða mosa-
grænt og oft eru nokkuð marglitir
þræðir i efninu, þegar maður fer
að athuga það. Smámynztruð efni
og fínröndótt eru mest í tízku og
svo hef ég hérna mynzlur, sem voru
vinsæl fyrir mörgum árum, til dæm-
is hérna eitt efni sem ég bendi eink-
um eldri mönnum á.
— Finnst þér erfitt að fullnægja
óskum viðskiptamanna þinna.
— Nei, það gengur yfirleitt mjög
vel.
— Eru menn alltaf ákveðnir með
efni, þegar þeir koma til þess að
láta sauma á sig föt?
— Nei, það er alltof algengt, að
menn hafi enga skoðun og mjög
óákveðinn smekk. Þeiin finnst ekki
nóg að sjá efnið í stranganum; geta
ekki skapað sér skoðun um það
hvernig það fari í fötum og biðja
mig þá að ráða.
— Svo þetta er heilmikið ábyrgð-
arstarf. Hverju myndirðu spá um
breytingar á karlmannafatnaði á
næstunni?
— Að jakkar yrðu tvíhnepptir,
jafnvel þótt það komi ekki strax.
Mér finnst alltaf eitlhvað glæsilegt
við tvlhneppt föt og það er nú einu
sinni svo að manni finnst það
fallegt, sem komið er i tízku.
— En heldurðu, að það gæti kom-
ið fyrir, að buxur yrðu hafðar hólk-
viðar, jafnvel svo skálmin sé jöfn
tánni eins og einu sinn var?
— Ekki kæmi mér það á óvart,
að svo gæti farið. Ég er með nýlegt
blað, þar sem mynd er af slíku
sniði á buxum, en ég þori tæplega
að sýna neinum það. Ég veit, hvaða
álit menn hafa á víðum skálmum
núna. En reynslan sýnir að það
gengur aftur, sem mann sízt grun-
ar og i þessum efnum skyldi maður
aldrei segja aldrei.
G.
Með á nótunum.
Framhald af bls. 25.
ægilega músikalskir og klárir að þeir
þurfa bara engar nótur. Annars kunna
sumir alveg nóturnar eins og t.d.
Gvendur Ingólfs sem fór að spila opin-
berlega þegar hann var tólf ára en
datt svo í jazzinn þegar hann fór til
Kaupmannahafnar að læra meira, eða
t.d. Bjössi bassi, sem var í fleiri ár í
Þýzkalandi á ægilega fínum skóla hjá
einhverjum prófessor sem hét Nelle-
sen og var prófessor og kenndi honum
að spila svo hann gæti fengið stúdíen-
ásvæs.
En það er ekki bara nóg að hafa
mikinn hávaða eins og alkíinn, sem
fór að lemja á pianóið þegar jammið
var allt búið. Hann fór að berja lag
á bassann sem heitir kirkjan á hafs-
botni eða eitthvað svoleiðis eftir Göte
og hann var svo djúpur og agalega
harmþrunginn að strengirnir hrundu
aí hljóðfærinu eins og grýlukerti af
fjósþaki í júní.
Annars er ég í alvöru talað alveg
viss um það að krakkar hafa voða
gaman af þvi að fara á jamsessíón í
Tjarnarcafé og það er alveg saklaust
og gott fyrir móralinn í þeim sem er
stundum ekki uppá marga fiska, og
ég skal alveg mæla með því, en það er
víst lika alveg sama því það er alltaf
fullt þar á jamsessiónum og enginn
sjens að ná í borð nema maður geti
dobblað þjónana, sem eru ágætis kall-
ar og koma stundum aiveg strax þeg-
ar maður hæar í þá svona:
„Hæ, þú þarna!“
Hæ!
Karleacm.