Vikan


Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 10
íslenzkur búningur og tízkukjóll í búðarglugga. Hjá Regnboganum í Bankastræti og séð niður í Austurstræti. Séð eftir Austurstræti og upp Bankastræti. Myndin [> er tekin með aðdráttarlinsu. hus og hluti, sem eru hversdags- legir fyrir okkur. En þær segja sögu um álit hinna útlendu frétta- manna. Þeir hafa séð hlutina með gests augum og fundizt það mark- vert, sem við virðum tæpast viðlits. Þeim hefur fundizt hnifurinn koma i feitt, þegar þeir fréttu, að forseti íslands færi sér til hressing- ar i Laugarnar á morgni hverjum. Þeim hefur líka orðið starsýnt á Laugarnar, þetta ömurlega hrófa- tiidur, sem lengi hefur verið til 10 VIKAN skammar, svo ágætur hlutur sem úti- íaug getur annars verið. En þetta höfum við búið við og erum hætt að taka eftir því, að umgjörðin er líkari hænsnastiu eða svínabyrgi, sturtuklefarnir á allra frumstæðasta máta og umhverfið eins og gengur og gerist, þar sem nýbyggingar hafa átt sér stað; svað og hrúgur af hvers konar drasli. En við sem byggt höfum þessa borg, höfum farið í Laugarnar og fundið að það var hressandi og liarla gott og við tók- um ekki eftir umhverfinu. Þegar ljósmyndarar Paris Match taka myndir af forseta íslands í Laugunum, þá gæta þeir þess vel, að fúasprekin og bárujárnið fari ekki forgörðum á myndinni. Þeir taka myndir af honum, þegar hann kemur út og verður að þrengja sér 1 gegnum hóp af smástrákum sem standa í þyrpingu í dyrunum og eru ekkert að hafa fyrir þvl að vikja til hliðar. Svo taka þeir mynd af þvi, þegar forsetinn gengur út í gljábóu- aðan embættisbíl með flaggi og skjaldamerki en óhrjálegt umhverfið myndar sterkar andstæður við far- kostinn. Svo eru þeir komnir niður i mið- bæ og þeim hefur líka fundizt hann nokkuð merkilegur frá fótógrafísku sjónarmiði einnar hæðar blikk- skúrar á dýrum hornlóðum og öng- þveiti í umferðinni. Þeir hafa tekið eftir gamalli konu á islenzkum bún- ingi, eða óllu heldur tveim konum. Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.