Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 14
Framhaldssagan:
Það kom mér því ekki í neitt upp-
nám þótt ég kynntist frægum kvik-
myndaleikara. Sem kunn fyrirsæta í
New York hafði ég fengið nokkurn
smekk af hinu svokallaða betristéttar-
lífi og kynnzt ýmsu frægu fólki. Ég
þekkti mig i Storkklúbbnum, „21“,
E1 Morocco og öðrum þeim æðstu
musterum, þar sem samkvæmisaðall-
inn dýrkar sina glyselsku glaumguði.
Þar glitraði allt og glóði, en ég lét
aldrei heillast.
Að sjálfsögðu skemmti ég mér
konunglega í þann tíð. Ég var ung,
lífsglöð og hamingjusöm. Seytján ára,
nýkomin beina leið af baunaekrunum
heim á bújörð móður minnar, var ég
bókstaflega í einni svipan orðin eftir-
sótt fyrirsæta. Þótt líkamsvöxtur
minn, og þó einkum hæðin, samsvar-
aði ekki fyliilega þeim kröfum, sem
þá voru gerðar til tízkusýninga-
kvenna, virtist andlit mitt falla vel
við coldcrémið, morg'unverðar-korn-
flögurnar og sígaretturnar á auglýs-
ingasíðunum, og um það leyti sem ég
lagði leið mína til Hollywood, eða að
nokkrum árum liðnum, þénaði ég allt
að því sjötiu og fimm dollara á
klukkustund.
Hvað atvinnu og efnahag snerti
vegnaði mér því vel í New York, en
í einkalífi mínu steig ég hinsvegar
alvarleg víxlspor. Ég hafði gifzt tví-
vegis; bæði hjónaböndin endað með
skilnaði eftir skamma hríð, og það
var aðalorsök þess að ég lagði leið
mina til Kaliforniu og hugðist hefja
nýtt líf í nýju umhverfi.
Ég hef lesið að minnsta kosti þrjár
ólíkar frásagnir af þvi, er við Clark
Gable hittumst fyrsta sinni — og
allar alrangar. Skemmtilegasti kafli
þeirrar frásagnar, þegar við snæddum
saman kvöldverð í fyrsta skipti, hef-
ur hvergi birzt eða veríö sagður.
1 sannleika sagt hafði ég hafnað
fyrsta tækifærinu til að kynnast hon-
um. Það var árið 1942, eða skömmu
eftir komu mina til Hollywood. Ég
hafði verið ráðin til reynslu hjá
MGM, en Clark Gable var þá aðal-
leikarinn hjá því sama félagi. Ég
bjó þá í lítilli íbúð í Westwood.
Þá gerðist það dag nokkurn, að
Benny Thau, einn af framámönnum
félagsins og húsbóndi minn að vissu
leyti, hringdi til mín.
„Við ætlum að efna til kveðjuhófs
fyrir Clark Gable annað kvöld —
nann er að leggja af stað til Evrópu,
þar sem hann á að gegna styrjaldar-
þjónustu," sagði Thau. „Ég hef hug
á að þú komir í þetta hóf. Þetta verð-
ur síðasta kvöldið hans hérna að
sinni, og ég er viss um að ykkur muni
koma vel ásamt."
Hann hagaði orðum sínum þann-
ig, að mér fannst einhvern veginn
frekar um skipun en boð að ræða og
kunni því ekki sem bezt. Ég hafði
þá ekki heldur enn jafnað mig fylli-
lega eftir hjónabandsvonbrigði mín,
og kærði mig ekkert um að taka
það hiutverk að falla fyrir hinu
•fræga kvennagulli, Clark Gable.
Þess vegna svaraði ég Benny Thau
því til, að mér þætti þetta ákaflega
ieitt, cn ég hefði þegar ráðstafað um-
ræddu kvöldi, þannig að þar yrði ekki
nc^nu um þokað. Andartaki síðar
liringdi annar af framámönnum
MGM, Eddie Mannix. Hann endur-
tók boðið og ég endurtók hið sama
svar, eins hæversklega og mér var
í/nnt. Eftir nokkra stund hringdi
síminn enn, og nú var Benny Thau
aftur á ferðinni. Hann kvað sér hafa
dottið það i hug, að ég kynni að
hafa séð mig um hönd. Bn svo var
ekki. /
Að þvi er helzt virtist, fengu þeir
alls ekki skilið, að ung stúlka, sem
aðeins var á reynslusamningi, þessi
Kathleen Gretchen Williams, sem
enginn kannaðist við, gæti verið svo
skammsýn að hafna öðru eins tæki-
færi og þvi að mega verða sjálfum
Clark Gable til dægrastyttingar. „Mér
þykir mjög fyrir þessu", endurtók ég
ákveðin, „en ég verð að láta þau
kynni bíða betri tíma“.
Tækifærið bauðst aftur að sex
mánuðum liðnum. I það skiptið var
ekki um neina miðlara að ræða. Radd-
hreimurinn var slikur, að ekki var um
að villast.
„Ungfrú Williams, þetta er Clark
Gable. Ég er kominn heim í stuttu
orlofi“, sagði hann. „Mér þykir fyrir
því, að við skyldum ekki geta hitzt
áður en ég fór. Og nú vildi ég spyrja
hvort þér gætuð snætt kvöldverð með
mér annað kvöld?"
„Ég er hrædd um að ég hafi öðrum
hnöppum að hneppa annað kvöld“,
svaraði ég,og að þessu sinni var það
satt.
„Hvaða kvöld hafið þér þá ekki öðr-
um hnöppum að hneppa?“ spurði
hann, og það brá fyrir nokkurri
glettni í röddinni. Ég tilkynnti honum
Þá að miðvikudagskvöldið væri laust,
og hann svaraði því til að miðviku-
dagskvöldið mundi einmitt henta sér
ágætlega. Svo spurði hann hvar ég
vildi helzt borða, og ég kvaðst ekki
kjósa neinn stað öðrum fremur.
„Hvernig lízt yður þá á það að
snæða heima hjá mér?“ spurði Clark,
en bætti svo við: „Það er yndislegt
úti i sveitinni um þetta leyti ársins“.
Ég kvaðst þiggja það boð hans með
glöðu geði.
„Ég ætla að reyna komast yfir
nokkra auka-skömmtunarmiða handa
matseljunni minni“, sagði Clark þá.
„Svo sæki ég yður klukkan hálf-átta“.
Þetta var allt og sumt. Það var
enginn, sem kynnti okkur að sam-
kvæmissið. Clark hringdi bara.
Miðvikudagskvöldið reyndist valda
straumhvörfum 1 lífi mínu. Ekki svo
að skilja, að við Clark yrðu ástfangin
hvort af öðru þegar í stað. Þar var
ekki þessari alkunnu ást við fyrstu
sýn til að dreifa. 1 raun og veru liðu
þrettán ár frá því er við áttum þetta
fyrsta stefnumót okkar, og þangað
til ég gerðist eiginkona hans að guðs
og manna lögum. Og á því tímabili
gengum við meira að segja enn einu
sinni í hjónaband, hvort í sínu lagi.
En ég tel samt að þetta kvöld hafi:
valdið straumhvörf um, því að þá
tengdumst við þeim böndum, sem
aldrei brustu, öll þessi ár og þrátt fyr-
ir allt. Qg vist er um það, að þessi
kvöldverður varð sá furðulegasti og
um leið sá skemmtilegasti, sem við
áttum að minnast.
Fyrst í stað gekk allt að vísu skap-
lega og samkvæmt áætlun. Clark kom.
og sótti mig klukkan hálf átta á
stundinni. Ég komst því brátt að raum
um hve hann mat stundvísi mikils.
Ég geri ráð fyrir að hann hafi sjálfur
aldrei komið mínútu seinna en ákveð-
ið var.
Ég man enn fyrstu orðin, sem okk-
ur íóru á milli. Clark var klæddur
einkennisbúningi og óaðfinnanlega
snyrtur og tilhafður. Hann brosti og
ég hugsaði með mér: „Heillandi er
hann, satt er það“. En upphátt sagði
ég einungis: „Góða kvöldið. Loks hitt-
umst við þá“.
Hann svaraði: „Já, en það hefur
ekki reynzt auðvelt viðfangs. Þér
hljótið að vera ákaflega umsetin
kona“.
Ósköp hversdagslegt kynningarupp-
haf. Enda var hvorugt okkar að
hugsa um að skáka persónum Noels
Cowards.
Við ókum síðan sem leið lá til San
Fernando-dalsins, þar sem Clark bjó
búi sínu. Hann reyndist hafa á réttu
14 VIKAN