Vikan


Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 33

Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 33
liil mmm '■&&M HART ES í HEIMI Tvær andstæður úr ríki náttúrunnar: risastórir flóöhestar, þungir eins og jarðföst björg, svifaseinir og veraldarvanir, hins vegar ungi, liðlega skriðinn úr egginu, léttur eins og fis og' nægilega reyslu- laus til þess að óttast ekki ferlíkin, sem gætu feykt lionum með þvi einu að blása úr nös. Hann veit hvorki í þennan heim né annan, svona nýkominn úr egginu og er mjög tómur á svipinn. Flóðhestarnir hafa sennilega ekki mikinn hug á því að granda honum, það tekur því varla og þeir meinleysis- skepnur að jafnaði. En þeir horfa á furðuverkið með heimspekilegri ró og finnst líklega, að svona skepna hafi lítið í heiminn að gera. Og þegar betur er að gáð: Minnir ekki þessi ungi óhugnanlega mikið á einstaklinginn, sem borinn er í heim aðsteðjandi ógna af völdum náttúrunnar og mannanna sjálfra? Vofir ekki hættan yfir hverjum einstaklingi eins og tveir feiknlegir flóðhestar? Sem betur fer, er flestum álika farið og unganum: Þeir forðast að huga að hættunum og láta sér liða vel, meðan kost- ur er. Og kannski er það þrátt fyrir allt heilmikil lifsspeki. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.