Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 24
sleppti honum svo. Strákurinn tlýtti
sér yfir giröinguna, en þá snéri hann
sér við og sagði: Þú mátt koma’með
á fimmtudaginn, ef þú villt. Þá fer
ég með rakettuskipi til tunglsins.
,— Láttu þvottabalann minn verá,
strákur, hrópaði mamma og þreif í
strákinn. En Palli gerði sig Ijúfan á
svipinn og brosti. — Má ég ekki fá
hann lánaðan aðeins smástund? —
Hvaða prakkarastrik ertu að gera
núna? stundi móðir hans og lét hann
fá balann. Þetta var nú einasti strák-
urinn hennar. Anna var nefnilega
stelpa. Stelpur eru skemmtilegar og
þægar. Þær eru ekki að klifra upp um
allt, eða mála sig í framan með varalit
eins og indiánar, eins og Palli. Þetta
fannst ömmu hans líka, þegar hann
fór til hennar og fékk lánaða sólhlíf-
ina hennar. — En elskan mín, hvað
ætlarðu að gera við hana á þessum
tíma árs? spurði hún undrandi. —
Ég þarf að hafa hana til öryggis. Það
er vissara að hafa fallhlíf með sér,
þegar maður ætlar til tunglsins, sagði
Palli. — Nei, nei, hrópaði amma hissa
— þú verður að vera varkár þegar
þú ert að leika þér. Hún trúði ekki
öðru en að Palli hefði bara fundið
upp einhvern nýjan leik. Þannig var
það líka með Jennu frænku, þegar
hann fékk hjá henni gamla vekjara-
klukku og Þóri frænda, sem lánaði
honum kíki. Þau hlógu bæði og ósk-
uðu honum góðrar ferðar til tungls-
ins. Verst var að fá hjálm, eins og
geimfarar nota, en að lokum fann
hann hann — undir rúminu. Þetta
áhald hafði hann notað þegar hann
var lítill. Það var búið til úr gegn-
sæju plasti, og það gerði ekkert til
þótt hanki væri á því ....
Anna vildi endilega fá að fara með.
— Ég skal fara í fína kjólinn minn,
sagði hún. — Af hverju? spurði Palli.
Jú, veiztu ekki hvað er fínt á tungl-
inu? spurði hún. Hún hafði einhvern-
tíma lesið ævintýri um tunglið. —
Það er silfurfjall á tunglinu. Þess
vegna lýsir þáð svona vel, sagði hún.
—• Er það satt? spurði Palli. — Já,
sagði Anna og kinkaði kolli. Og allar
stúlkurnar þar eru með voða fin.-f:
hálsfestar. Palli gapti af undrun. •—
Hugsaðu þér bara, ef við fengjum dá-
lítið af mánasteinum! sagði hún.
Það var ákafiega gaman um kvöld-
ið, þegar þau voru tilbúin til tungl-
fararinnar. Þvottabalinn stóð á fjór-
um rakettufótum, en fyrir ofan hann
var sólhlifin breidd út Það var
dimmt og Önnu var orðið kalt i bal-
anum. Palli náði í eldspýturnar og
beið nú spenntur eftir því að tungl-
ið kæmi í ljós. Eftir dálitla stund fór
að birta, og stórt og gult tunglið
gægðist yfir bakkann. Palli skalf af
taugaæsing. — Haltu þér fast, hvíslaði
hann og kveikti í einni rakettunni.
,^Fuuuuuuiiisjt!“ heyrðist í henni óg
neistarnir flugu allt i kring um Þau.
Palli flýtti sér og kveikti líka I hin-
um þremur . . . og svo . . . „Fuuuuu-
iiistj" . . . Bang! Allt í einu lýstist
allt umhverfið upp af gulum, rauðum
og grænum ljósum. Neistarnir fuku
og hitinn jókst, og Anna æpti hástöf-
um. —• Haltu þér fast! hrópaði Palli.
Þá . . . lyftist balinn upp. —- Við för-
um upp! hrópaði Palli. Anna hélt
höndunum fyrir augum og gargaði
eins og hún gat . . . svo heyrðist brak.
Balinn valt um koll og Anna valt í
burtu og staðnæmdist við þúfu, þar
sem hún lá kyrr . . . á næsta augna-
bliki opnuðust dyrnar á húsinu og
pabbi Þeirra og mamma komu hlaup-
andi út. — Hvað gengur á? hrópaði
pabbi og fór að slökkva neista, sem
ennþá loguðu í þurru grasinu. —
Hvar er æringinn hann Palli? Anna
hljóp í fang móður sinnar og grét.
— Hann . . . hann er farinn til . . .
tungl . . . tunglsins! snökkti hún.
—• Til tunglsins! hrópaði pabbi og leit
upp. Þá sáu þau stjörnuhrap. —- Þarna
er hann! hrópaði Anna og benti.
Pabbi hristi höfuðið og leit í kring
um sig. En hann sá hvorki strákinn
né balann. Ég var svo aldeilis hissa
. . . sagði hann og leit á mömmu.
— Heldurðu . . . að hann sé . . .
farinn til . . . tunglsins? spurði
mamma. Hann hljóp til að ná í hjálp,
en mamma fór inn með önnu. Svo
kom pabbi aftur með Þór frænda og
ömmu, og þau fóru öll að leita, en
hvergi fundu þau Palla né balann.
Palli var aldeilis hissa. Það suðaði
fyrir eyrunum á honum og svo heyrði
harfn dimmt og draugalegt hljóð.
Það var kolniðamyrkur þar sem hann
lá flatur í balanum á leiðinni til
qaman
g)ARN^iir
— Ratsh . . . Bang!!! Eitthvert stórt
og grátt ferlíki hentist á eplatréð
bak við girðinguna svo að greinarn-
ar brustu og hundurinn gólaði hástöf-
um. Borgarstjórinn gamli þaut út úr
húsinu og upp garðstíginn. — Ætli
það sé ekki strákurinn hann Palli,
sem er aftur kominn á kreik, þusaði
hann. — Hverju ætli hann hafi núna
fundið uppá?
Lítill og snöggur strákur var að
reyna að komast yfir girðinguna þeg-
ar borgarstjórinn greip hann i rass-
inn. •— Jæja, hvað ertu að gera í
garðinum mínum? Strákurinn reyndi
24 VIKAN
að losna. — Ég . . • ég ætlaði að reyna
að íljúga . . . til tunglsins, stamaði
hann. — Hvað segirðu . . . til tungls-
ins? Og svo lendir allt þetta drasl
á eplatrénu minu! Borgarstjórinn
horfði á ruslið, sem hékk í trénu,
gamall umbúðapappir og brotnar
veiðistengur. — Heldurðu virkilega að
þú gætir flogið til tunglsins, kjáninn
þinn. Ég vildi bara óska að Þú gerðir
það. Þangað ættu allir prakkarar að
fara, svo við fengjum frið og ró.
Komdu þér nú burt, piltur minn, og
hjálpi þér ef ég grip Þig hérna aft-
ur. Hann hrissti Palla duglega og
Palli stökk á fætur — þá getum við
keypt gjafir handa öllum, sem við
þekkjum, sagði hann. Já, það væri
gaman, sagði Anna. Þá gæti mamma
kannske fengið þvottavél í staðinn
fyrir gamla balann. .Tá, það skulum
við gera, sagði Palli, en þá verðum
við líka að komast alla leið. Við
þurfum að ná okkur í fjórar stórar
rakettur. — 1 alvöru? spurði Anna.
— Já, auðvitað. Og svo verðum við
að skjóta okkur uppí loftið þegar
tunglið kemur hér upp fyrir bakk-
ann. — Uppí loftið? spurði Anna.
Já, auðvitað, sagði Palli.
tunglsins .... Hvar var Anna ann-
ars? Líklega hafði hún stokkið út
um leið og þau lögðu af stað. Off,
hvað það var mikið myrkur . . . og
svo þröngt. Og svo þetta einkennilega
suðandi hljóð. En skyndilega fann
hann högg. Það var alveg eins og
einhver hefði sparkað i balann. Hvað
var nú þetta? Hann var þó vist ekki
kominn til tunglsins? Nú . . . Nú
var balanum skyndilega lyft upp og
sterkt ljós skein í augu hans. Tungls-
Ijós?
— Svo þú gazt ekki setið á þér,