Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 29
ekki úthýsa henni algerlega, svo
hann studdi hana út í fjósið, bjó
þar um hana í bás eins og bezt hann
kunni, lét ljós loga hjá henni og
fötu með vatni skildi hann eftir í
básnum. T>ar með hafði hann gert
það sem hann gat.
Metta Kristfn ól barn sitt þarna
í básnum um nóttina og varð sjálf
að skilja á milli.
Og daginn eftir lagði hún af stað
með nýfædda drenginn sinn i poka
á baki sér. í marga daga eigraði
hún um eins og i leiðslu, máttfarin
og utan við sig. Hungur leið hún
ekki, því að kvenfólkið aumkaðist
yfir hana, hvar sem hana har að
garði og gaf henni að borða. Sjálf
hafði hún ekki hugmynd um hvert
hún var að fara; leitaði ósjálfrátt
heim, eins og helsært dýr leitar
grenis sins.
Dag nokkurn náði hún á þann á-
kvörðunarstað. Þann dag var aust-
anhryssingur með éljagarra, og það
var í rökkurbyrjun, sem hún barði
að dyrum hjá Lars Jenniksen bónda.
Það var Lars sjálfur, sem lauk
upp. „Ert þú á ferðinni‘?“ mælti
hann harðneskjulega. „Ég var þó að
vona að manni yrði hlíft við þeirri
raun að líta þig aftur.“ Drengurinn
grét í pokanum á haki hennar.
„Það er svei mér ánægjulegt, að
þú skulir dragnast hingað með af-
kvæmi þitt,“ mælti Lars bóndi enn.
„Snautaðu á brott héðan og þangað,
sem þú átt heima. Hér færðu ekki
húsaskjól.“
Stormurinn næddi um hana og
hún var að lotum komin af þreytu.
„Kófið er svo myrkt, að maður sér
hvergi til vegar,“ varð henni að
orði.
„Ekki kemur mér það við,“ svar-
aði Lars Jenniksen.
Þá bað hún þess, að sér yrði veitt
húsaskjól þangað til eitthvað rof-
aði élið. Sagði að litli drengurinn
væri bæði svangur og kaldur.
„Ertu kannski að sníkja mjólk?“
spurði bóndi. „Við ölum ekki tatara-
hvolpa hérna.“ Og hann spýtti fyrir
fætur henni. „Farðu út í kotið til
heiðarbúans. Þar áttu bezt heima.“
Svo skellti hann aftur hurðinni.
Og Metta Kristín átti ekki annarra
kosta völ en að reika út í myrkrið,
storminn og hríðina með barnið sitt
grátandi i pokanum á baki sér. Slfk
var nú framkoma Lars Jenniksen.
Þótt hún væri orðin örmagna af
þreytu og kulda, reikaði hún út á
stíginn. Það var svolítið skjól á
milli hólanna og þar settist hún og
gaf barninu brjóst. Það sofnaði inn-
an skamms við barm henni og svo
hneig hún sjálf í svefn í skaflinum.
Þau hefðu hvorugt vaknað aftur
til þessa lífs, ef þennan náunga, sem
sumir kalla Niels veiðiþjóf, hefði
ekki borið þarna að í sömu svifum,
eða svo að segja. í myrkrinu grillti
ég i einhverja þústu þarna við veg-
inn, sem ég þóttist ekki kannast við,
og þegar ég ýtti við henni með
byssuskeftinu, komst ég að raun
um, að þarna hafði skeflt yfir mann-
eskju. Þau voru orðin helköld, bæði
tvö.
„En sú heppni, að þig skyldi bera
að, Niels,“ sagði hún.
„Einhvern hlaut að bera að,“
svaraði ég, og það er sannleikurinn,
þegar maður athugar gang lífsins.
Það er bara þetta, að ekki ber allt-
af að réttan mann á réttri stundu.
Heima í kotinu brann eldur á
hlóðum, og þegar ég hafði komið
svolitlu brennivínstárí ofan i stúlku-
kindina, fór hún að hressast. Og svo
sagði hún mér upp alla söguha um
sina löngu göngu, og þótt ég sé
annars rólegur maður að eðlisfari,
gat ég ekki stillt skap mitt i þetta
skiptið, en bölvaði og formælti þeim
báðum, bróðursyni mínum og Lars
Jenniksen. En þá reis hún á fætur
og lézt þurfa að huga að drengnum.
En um leið og lnin gekk framhjá
borðinu, lagði hún höndina á arm
mér og mælti: „Lars hafði þó að
einu leyti rétt fyrir sér. Hjá þér
finn ég að ég á heima.“
Þetta eru þau fallegustu orð, sem
nokkur hefur til mín talað. Ég varð
hljóður við, og við urðum bæði dá-
litið vandræðaleg, þangað til hún
laut niður að drengnum og mælti:
„Hann sefur, þvi að hann er úr-
vinda af þreytu. Annars mundi
hungrið vekja hann.“
„Mjólkarðu honum ekki nóg?“
spurði ég.
„Nei,“ svaraði hún. „Það má heita
að öll mjólk sé þorrin úr brjóstun-
um.“
Þá reis ég á fætur, því að þarna
sá ég mér tækifæri til að gera henni
greiða þótt litill væri. „Hvert ætl-
arðu að fara?“ spurði hún.
„Ég ætla að skreppa eftir mjólk-
ursopanum, sem Lars Jenniksen
hæddi þig fyrir að biðja um,“ svar-
aði ég. „Það er eins gott að hjálpa
honum við mjaltirnar.“
„Það gengur ekki,“ sagði hún.
„Drenginn skal ekki skorta
mjólk,“ sagði ég, en þá gekk hún
að hurðinni og varnaði mér út-
göngu.
„Þú ert ekki svo kunnugur i fjós-
inu, að þú getir athafnað þig þar
í myrkrinu. Og livað heldurðu að
verði, ef hann heyrir til þín?“
spurði hún.
Ég neyddist þvi til að segja henni,
að þetta væri þá elcki í fyrsta skiptið,
sem ég færi þar i fjós.
„Ég kem með þér samt,“ sagði
hún. „Ég ætti að vera þar öilum
liúsum kunnug.“
Við þrösuðum dálítið um þetta.
En endirinn varð sá, að við fórum
bæði.
Rokið hafði lægt, að minnsta kosti
í bili, þegar við komum úl.
Það hrikti i dyrunum að fjósinu
þegar við opnuðum þær. Ög Lars
Jenniksen heyrði það inn til sin,
þar sem hann lá í rekkju. Þá hofur
hann vafalaust lagt við eyrun og
heyrt það, að kýrnar bröltu á lappir
á básum sínum.
Við vorum einmitt að Ijúka við
mjallirnar, þegar hann birtist i dyr-
unum milli hlöðunnar og fjóssins.
Svo huglaus var hann, að ljóstýran
tilraði i höndum hans; þurfti ekki
annað en eitthvert þrusk í fjósinu
til þess að skjóta honum skelk í
bringu. Við sáum það, þar sem við
stóðum og létum myrkrið skýla okk-
ur, að hann krossaði sig meira að
segja, og mun hann þó ekki hafa
verið því vanastur, hann Lars
Jenniksen. „Heldurðu að hann komi
hingað?“ hvislaði Metta Kristin.
„Nei,“ hvislaði ég til svars. „En
það mætti segja mér, að hann haldi
að það sé Kölski gamli sjálfur, og
þá sennilega þeirra erinda að sækja
hann.“
Hún snart arm minn, og ég fann
að hönd hennar titraði. „Við skulum
laumast á brott héðan,“ hvislaði
hún.
En þá gerðist það að skrjáfaði í
mjóikurfötunni, og Lars tók til máls,
því að honum var það víst ofraun
að þegja lengur eins hræddur og
hann var. „Er einhver þarna?“
spurði hann skrækri, titrandi röddu.
„Hver er þar?“
Og ég, sem annars er maður
reyndur og gætinn, gat ekki stillt
mig um að svara honuin. Mér fannst
það sannarlega ekki nema mátulegt
á hann, að hann yrði einu sinni
hræddur svo um munaði. „Hver
heldurðu að það sé?“ spurði ég, en
þegar ég heyrði mina eigin rödd,
har ég alls ekki kennsl á hana og
varð sjálfur óttasleginn.
Lars Jenniksen rak upp skelfing-
aróp og missti ljóstýruna niður í
heyið, liegar hann tók til fótanna
og skellti hurðinni að stöfum á hæla
sér.
Við þorðum ekki að líta um öxl
fyrr en við vorum komin út á stíg-
inn, og þá sáum við að logaði upp
úr lygþekjunni á hlöðunni og fjós-
inu. „Guð sé oss næstur!“ hrópaði
Metta Kristín. „Er þetta okkur að
kenna?“
„Nei,“ svaraði ég. „Það er hans
eigin sök. Þarna eru örlög hans að
verki. Það voru hans eigin illgerðir,
sem slógu ljóstýruna úr höndum
hans. Eins og maðurinn sáir, mun
hann og uppskera“.
Og á meðan við stóðum þarna á
stígnum og virtum brunann fyrir
okkur, tók skyndilega aftur að
hvessa og logarnir frá hlöðunni og
fjósinu læstu sig i bæjarhúsin.
„Guð hjálpi okkur,“ sagði Metta
Kristín. „Hvað verður eftir?“
„Ekkert,“ svaraði ég, því að eng-
in veit þess dæmi að eldur i lyng-
þekju hafi verið slökktur, ef ein-
hver vindur var á. „Það verður ekk-
ert eftir nema þessi mjólkursopi,
sem hann tímdi ekki að gefa litla
drengnum þínum. Þannig jafnast
reikningarnir alltaf áður en lýkur.“
Og stúlkukindin varð svo miður
sín, að hún gat naumast staðið á
fótunum. Fyrir stundu síðan hafði
ég orðið að bera hana heim í kotið,
nú varð ég að leiða hana og styðja
eftir stignum á milli tjarnanna.
Þegar við vorum komin langleiðina
að kotinu, varð mér litið til baka
og sá þá ekkert hús uppistandandi
heima á býlinu, en það var eins
og himinninn yfir stignum væri all-
ur citt roðahaf. Stúlkan grét.
„Nú verður þú um kyrrt þar, sem
þú átt heima“, varð mér að orði, og
þótt ég sé að visu kominn hátt á
fertugsaldurinn, var ég aftur ungur
maður, þegar ég mælti þessi orð.
Við gáfum litla drengnum mjólk-
ursopann sinn. Við lieyrðum hróp
og köll frá býlinu. Seinna fréttum
við að nágrönnunum hefði tekizt
I eru ódýrustu bátavélarnar á mark-
aðnum og bera af í gæðum
og öryggi í gangi.
4 OG 6 STROKKA 42 HÖ 56 HÖ 86 HÖ 100 HÖ
SVEIIMIM EGILSSOIMp
VIKAN 29