Vikan


Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 5
f fullri alvöru; Æð gerft biö illa 09 (jotft hversrfft^slegt Það er vitað mál, að sífelld endur- tekning gerir hlutina hversdagslega. Sjómanninum finnst til dæmis það veður og sjólag hversdagslegt, sem gengur fram af farþega í fyrsta skiptið, sem hann kemst í kynni við eitthvað annað en logn og blíðu i hafi. Lögregluþjónum finnst það framferði ölvaðra manna hversdags- legt, sem reglusömum og heimakær- um manni blöskrar. Þannig mætti lengi telja. Maður, sem gerir sér það að tóm- stundahvild að lesa glæpasögur, finnst minna um þótt hann lesi frétt- ir af glæpum en hinum, sem lítur aldrei í slíkar bókmenntir, jafnvel þótt glæpasögulesandinn kunni að furða sig eitthvað á því, ef fréttin hermir að glæpurinn hafi verið framinn i næsta nágrenni — en þá furðar hann sig eingöngu á því, að þetta og annað eins skuli þá líka „geta gerzt hér“. Sé hann tiltölulega þroskaður, þegar hann tekur til við glæpasögulesturinn, er þó litil liætta á að hann hafi nokkur önnur „deyf- andi“ áhrif gagnvart glæpum á sjálf- an hann. Sama er að segja um þann, sem mikið gerir að því að horfa á slikar kvikmyndir. Glæpirnar, sem hann sér þar framda kvöld eftir kvöld, verða honum að vissu leyti hvers- dagslegir, en sé um þroslcaðan áhorf- anda að ræða, nær sjálf hugsunin, sem liggur að baki glæpnum, aldrei þeim tökum á honum að hún verði honum hversdagsleg. Aftur á móti gegnir allt öðru máli, ef um er að ræða unga og ó- þroskaða lesendur eða áhorfendur. Þá getur sjálf hugsunin, sem á bak við liggur, ekki aðeins orðið þeim hversdagslegt fyrlrbæri, heldur og freistandi, ef svo ber undir. í þéssu er fólgin sú meginhætta, sem stafar af lestri unglinga á glæparitum og sókna þeirra á glæpakvikmyndir. Smámsaman deyfist unglingurinn svo gagnvart giæpnum, að honum finnst hann ekki aðeins hversdags- legur, heldur og að hann gæti ef til Könnuður I. B. 13,8 kg. 31-1-1958. Áætluð virkni 7—10 ár. Fruniherji I. B. 1,7 kg. 17-3-1958. Áætluð virkni 250—1000 ár. Lunik I. Mechta. R. 1401 kg. 2-1- 1959. Talinn á braut umhverfis sólu. Sendir ekki. Frumherji II. B. 9,1 kg. 17-2-1959. Sendir ekki. Brautryðjandi IV. B. 6 kg. 3-3-1959. Á braut umhverfis sótu. Sendir ekki. Könnuður IV. B. 143 kg. 7-8-1959. Braut hans nú ókunn. Frumherji III. B. 45 kg. 13-10-1959. Sendir ekki. Könnuður VII. B. 41,5 kg. 13—10- 1959. Áætluð virkni 30—40 ár. vill sjálfur framið hann, og eigin- lega mundi ekkert sérlega athuga- vert við það. Þannig getur sifeiid endurtekning gert jafnvel hið illa og ljóta hversdagsiegt. Það er og sameiginlegt bæði glæparitum — sem hér á landi hafa hlotið nafnið „sorprit", hvað þau bera og yfirleitt með réttu — að þau leggja megináherzlu á hið æsi- lega við glæpinn, og að sá, sem fremur hann, er yfirleitt gerður úr garði á jiann hátt, að öðru leyti að unglingum er það ekki fjarri skapi að mega likjast honum. Hinsvegar er andstæðu hans — sé hún á annað borð leidd fram á sjónarsviðið — jafnvel lýst sem gauði og hálfgerð- um kjána, sem verður hlægilegur i augum unglinganna og sízt freist- audi eftirdæmi. Sama er að segja um iauslætis- drósirnar í frásögnum þessum og kvikmyndum — þær eru yfirleitt ekki aðeins gerðar hinar glæsileg- ustu, heldur ýmsum þeim kostum búnar, sem afsaka mjög — að þvi er virðist — breylni þeirra, og gerir þær jafnvel freistandi sem fyrir- mynd. Andstæða þeirra, stúlkan, sem kann sér hóf á þessu sviði, er hinsvegar undantekningarlítið gerð að leiðindarolu, sem engri ungri telpu eða stúlku iangar sérlega til að líkjast. En aðalhættan er þó fólgin i hinni sífelldu og sefjandi endurtekningu, sem gerir ekki aðeins brjálæðis- kennda ökuníðslu, hnupl og þjófn- aði, drykkjuskap og lauslæti, heldur og jafnvel morð að hversdagslegu athæfi í vitund lesenda og áhorf- enda af yngri kynslóðinni. Fyrir þessa endurtekningarsefj- un getur farið svo, að þeim finnist það að síðustu svo sem ekkert til- tökumál, þótt einhver af kunningj- um þeirra rati i eitthvað af þessu — heldur og jafnvel að það geti að sjálfsögðu komið fyrir þau sjálf. Þar með er sterlcasta vörnin brostin — og hættunni boðið heim. -fa Drómundur. Braulryðjandi V. B. 43 kg. 11-3- 1960. Sendir ekki. Tiros I. B. 122 kg. 1-4-1960. Sjón- varpar veðurathuganaljósmyndum. Transit IB. B. 120 kg. 13-4-1960. Fyrsta „gervi“-leiðarstjarnan. Sputnik IV. R. 4525 kg. 15-6-1960. Búinn geimhylki, sem mistókst að ná til jarðar. Sendir ekki. Midas II. B. 2258 kg. 24-5-1960. Send- ir ekki. Transit II. A. B. 99,8 kg. 22-6-1960. Áætluð virkni 50—200 ár. NRL. I. B. 18 kg. 22-6-1960. Búinn sólarorku-rafhlöðum. Sendir ekki. Echo 1. B. 59,9 kg. 12-8-1960. Fyrsti Framhald á bls. 28. Úrval í ii.vjnni búningri Tímaritið ÚRVAL flytur ÚRVALS- greinar í samanþjöppuðu formi úr tíma- ritum og blöðum í öllum heimsálfum, þar á meðal íslenzkar greinar - einvörð- ungu ÚRVALS-lestrarefni, fróðleik og skemmtan fyrir alla. í hverjum mánuði er ágrip af ÚRVALS-bók. ORVALSTlMARIT eru um heim allan vin- sælustu tímaritin. T. d. er Reader‘s Digest vinsælasta tímarit heims, selt á hverjum mánuði í 21 milljón eintaka. ÚRVAL verður yfir 200 síður í hverjum einasta mánuði fyrir aðeins 200 krónur á ári. Beztu og ódýrustu bókakaup, sem vol er á hérlendis Til þess að fylgjast með því, sem er að ger- ast í heiminum, verður þú að lesa ÚRVAL. 3500 síðui* fyrip aðeins kr. 300 á ári Ég undirr...... gerist áskrifandi að ÚRVALI og óska eftir að mér verði sent blaðið mánaðarlega. Nafn: .............................. Heimilisfang: ...................... □ Greiðsla fylgir. Q Vinsamlegast sendið póstkröfu sem greidd verður við móttöku. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.