Vikan


Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 31
og spurði ungfrú Roussin, hvar skrifstofan vœri. Hann var svart- hærður með yfirvararskegg. Ég sá hann ekki fara út aftur, hélt sem sagt að monsieur Roussin hefði hleypt honum út um bakdyrnar. „Allir geta útvegað sér hárkollu og yfirvararskegg,“ sagði lögreglu- foringinn. „Fyrst og fremst verð ég að vita, hvað sérhvert ykkar hafðist að á tilgreindri stundu. Maðurinn getur ekki verið hér með öllu ó- kunnugur. Hann hefur valið til verknaðarins nákvæmlega hið rétta augnablik. Nokkrum mínútum fyrr eða síðar hefði peningaskápurinn verið lokaður eða Roussin ekki lengur einn í skrifstofunni." Snögglega snéri lögregluforinginn sér að Harry og horfði þungbúinn í ljósblá augu hans. „Hvað voruð þér t. d. að gera 5 mín. fyrir 12?“ spurði hann. „Ég?“ Harry lézt verða mjög undrandi. Gagnvart slikum beinum spurningum var hann í essinu sínu. Það var ekki í fyrsta skipti, sem hann var yfirheyrður. Hann hleypti í brýrnar. „Annað hvort var ég á leið hingað eða rétt kominn inn. Ég spjallaði i nokkrar mínútur við ungfrú Roussin og spurði m. a. um klukkuna en i því sló hún 12. Ég ætlaði að hitta hér kunningja, sem reyndar kom ekki. Ég var að vísu sjálfur örlítið of seinn.“ „Ágætt, ágætt,“ sagði lögreglufor- inginn, „látum það gott heita, ég hef aðeins áhuga á þeirri spurningu, hvar þér voruð þegar árásin var framin. Afsakið, en takið þetla ekki svo, að ég áfelli yður. Samskonar spurningu verð ég að leggja fyrir sérhvern viðstaddan.“ Harry hló afsakandi. „Ég vil gajrnan reyna að hjálpa yður, herra lögregluforingi, ég kom hér 2 eða 3 mín. fyrir 12, eða hvað hald- ið þér mademoiselle Roussin?“ „Já,“ sagði hún hikandi, „já, en U „Þarna sjáið þér,“ greip Harry fram í fyrir henni sigri hrósandi. „Ég hefði sem sagt með engu móti getað framið þetta rán. Eða hvernig hefði ég átt að gera það á tveim, þrem eða kannski fjórum mínútum fyrir 12? Og hvernig átti ég svo að koma hingað? Eftir þvi sem mér heyrðist eru bakdyr á skrifstofunni, en það er í hæsta máta ósennilegt að þær hafi verið opnar meðan monsieur Roussin taldi peninga sína.“ „Nei,“ tautaði ungfrú Roussin, „auðvitað voru þær ekki opnar, og lykillinn stendur aldrei í skránni.“ „Auk þess hef ég aðra góða fjar- verusönnun," hélt Harry áfram óða- mála. „Ég kem beint frá „Bjórstofu Henris“. Ég sat þar frá kl. eitthvað rúmlega hálf til 5 mín. fyrir 12.“ »Ég sá þegar monsieur Evans kom inn,“ skaut Pierre inn i. Ég leit að vísu ekki á klukkuna, en rétt eftir að hann kom sló hún 12, og frá þeirri stundu og þar til við fund- um hr. Roussin hefur hann setið á lali við ungfrú Roussin.“ „Þar með eruð þér lausir allra mála,“ sagði lögregluforinginn við Harry. „En hvernig er það með yður, Pierre?“ „En ...“ greip ungfrú Roussin aftur fram i. „Barnið mitt,“ sagði frú Roussin í móðurlegum umhyggjutón, „reyndu að vera róleg, en þetta er alltof æs- andi fyrir þig.“ „Hvað ætluðuð þér að segja, ung- frú Roussin?“ spurði lögreglufor- inginn vingjarnlega. „En ... monsieur Evans kom hér tvisvar,“ sagði hún fljótmælt. „Það getur nú ekki verið,“ sagði Pierre ákveðinn, „að minnsta kosti ekki eftir kl. 11 en þá byrjaði ég vinnu.“ „Það var ekki fyrir kl. 11,“ hélt hún áfram. „Milli þess að hann var hér voru svona 15—20 mínútur.“ Óstjórnleg reiði tendraðist í Harry. Hvað þessar stelpur geta verið heimskar. Auðvitað vildi hún standa í miðdepli atburðanna og vekja á sér athygli, þótt allar stað- reyndir töluðu gegn henni. Hann varð að slá liana út af laginu áður en þetta fleipur hennar ylli frekari vandræðum. Hann hló glaðlega og sagði vingjarnlega við hana: „Nú fer imyndunaraflið með yð- ur í gönur. Þér hljótið að hafa séð svarthærða manninn, sem kom hér rétt á undan mér og rugla okkur saman. Manninn sem Pierre og fað- ir yðar hafa gefið lýsingu á. Hver, sem hefur augu í höfðinu hlýtur að sjá hve ólíkir við erum.“ Grafarþögn sló á alla. Harry fann að allir störðu á hann, skelfdir og ásakandi. Stúlkan hló, döprum, vandræða- legum hlátri. „Það er einmitt það,“ sagði hún. „Hver sem hefur augu i höfðinu — en þau hef ég ekki.“ Um leið þreif hún af sér sólgler- augun. Fögur en blind augu störðu á hann með slíkum helkulda, að hann hafði nærri æpt upp yfir sig af skelfingu. „Já, ég er blind,“ hélt hún nú ró- lega áfram. „Blindur maður villist ekki á röddinni. Ég var sannarlega verulega undrandi, þegar þér kom- uð svona fljótt aftur og virtust þá öllu kunnugur og ennfremur furð- aði ég mig á að í fyrra skiptið töl- uðuð þér ágæta frönsku en í síðara skiptið með greinilegum erlendum hreim. En að eðlisfari er ég ekki sérlega forvitinn, monsieur Evans.“ Hún sneri sér að lögregluforingj- anum: „Ég hefði auðvitað átt að segja þetta strax, en eitt var mér ekki Ijóst, sem sagt tíminn. Meðan við töluðumst við sló klukkan sann- arlega 12. En svo var hún áður en ég vissi af orðin hálf eitt.“ „Auðvitað,“ sagði lögregluforing- inn og dumpaði með hnúanum í ennið. „Rafmagnsklukkan! Hvert barn getur stöðvað hana, einfald- lega með því að kippa úr sambandi.“ „Þér ætlið þó ekki að trúa þvi, sem þessi ímyndunarveika unga stúlka segir yður,“ æpti Harry í vonzku. Um leið gekk þreklegur lögreglu- þjónn upp að hlið hans. „Þér voruð mjög óheppinn,“ sagði unga stúlkan kuldalega og setti aft- ur á sig sólgleraugun. „Sjónarvottur hefði eflaust látið hárkolluna og yfirvararskeggið gabha sig. En ég gat aðeins áttað mig á því, sem ó- sýnilegt er en þó svo þýðingarmik- ið fyrir þann blinda: Raddblær- inn.“ Clark Gable. Framhald af hls. 15. sem Símon hét, greifingjahund, sem hann kallaði „Commission" og ákaf- lega fallegan veiðihund, Bobby að nafni. Þessi hirð hafði svo fylgt okk- ur inn í borðstofuna. Norður gefur, allir utan hættu. Silodor Á K-7-4 V K-2 4 G-10-7-4 Jf, A-10-9-3 Nail Á D-G-10-9 y A-D-8 ^ 3-2 Jf, K-D-8-5 N V A S Key Kay A 8-5 y G-10-7-6-5 4 K-D Jf, G-7-6-4 jfk A-6-3-2 y 9-4-3 + A-9-8-6-5 Jf. 2 Norður Austur Suður Vestur 1 lauf pass 1 tígull pass 1 spaði pass 2 spaðar pass 2 grönd pass 4 spaðar pass pass pass Útspil: hjartagosi. Spilið að ofan er frá úrtökumóti Bandaríkjamanna, sem haldið var nýlega til þess að ákveða landsliðið. Þrjú efstu pörin í keppninni voru Coon-Murray, Nail-Key og Mathe- von der Porten. Þessir menn munu spila fyrir Bandaríkin í febrúar, en þá hefst heimsmeistarakeppnin í hridge. Spilað verður i Barbison Plaza hótelinu i New York. Aðrir keppendur eru ítalir, núverandi heimsmedstarar, Englendingar, nú- verandi Evrópumeistarar og Argen- tinumenn, núverandi Suður-Ame- ríkum.eistarar. Nail og Key voru eina parið í úr- tökukeppninni, sem náði úttektar- sögn á spilin. Samningurinn er ó- neitanlega í harðasta lagi, en þar eð enginn svikkur var í úrspilinu, kom j)að ekki að sök. Nail átti fyrsta slaginn á hjartadrottningu. Hann spilaði tigli, drap á ásinn og spilaði út laufatvisti. Silodor gaf réttilega (að drepa er að taka einn slag í skiptum fyrir tvo) og Nail átti slag- inn á kónginn. Þá kom lágtígull og Kay átti slaginn. Hann lrom])aði út, Nail drap á ásinn i blindum og trompaði tígul heim. Nú var lauf trompað, tígull trompaður og Kay gaf af sér bæði laufin. Þá spilaði sagnhafi laufi, Kay trompaði með áttunni og blindur kastaði hjarta. Þá kom hjarta, trompað i borði og nú spilaði blindur tígli og tryggði sagnhafa slag á spaðadrottningu með framhjáhlaupi. Bobby tók sér tafarlaust stöðu hjá sæti mínu og starði á mig sínum stóru og einlægu hundsaugum án afláts. Litli greifingjahundurinn hringaði sig á gólfinu við fætur húsbónda sins, en Símon gekk mikillátur um gólf og kraíðist þess, að sér væri veitt til- hlýðileg athygli með Því að gera ým- ist að nudda sér við skálmar húsbónd- ans eða pæionsokkana mína. Ég var í þann veginn að hefja máls á þvi, að hann virtist ekki hafa mikla hugmynd um að nælonsokkar væru dýrmæt skömmtunarvara, þegar mér varð lit- ið upp og sá hvar Jessie kom inn úr dyrunum. Jessie var kona tröllaukin að vexti og bar nú inn skutul mikinn hlaðinn girnilegri steik. og Jórvíkurbúðingi. Það sem fyrst og fremst vakti þó undrun mína var það hvernig hún bar þennan mikla skutul — hélt honum annarri hendi hátt yfir höfði sér, líkt og þjónar gera, þegar þeir skáskjóta sér borða á milli. Clark sagði mér frá því seinna, að þegar honum hafði loksins tekizt að komast yfir skömmtunarmiða fyrir kjötinu í þessa miklu steik, hefði hann látið svo ummælt við hina nýju matselju: „Ég þekki þessa stúlku ekki neitt, en ég vil að henni verði bor- inn sá bezti kvöldverður, sem völ er á. Og ég vil að það sé allt með glæsi- brag gert“. Og sem sagt — þarna kom Jessie inn með steikarskutulinn á uppréttum armi og brosandi út undir bæði eyru. Ég gleymi því aldrei — þarna sátum við, hundar og manneskjur, glorsolt- in og mændum vonaraugum á steik- ina góðu og fylgdumst af áhuga með hinni glæsilegu siglingu matseljunn- ar inn gólfið. Þá gerðist það. Á sama vetfangi og Jessie hugðist skila farminum dýr- mæta i höfn, hrasaði hún um fald gólfábreiðunnar og féll kylliflöt á gólfið með hlunkum og dynkjum. Farmurinn dýrmæti fór sömu leið. Jórvíkurbúðingurinn slettist að visu um allt borðið og heit sósan skvettist á allt og alla, en steikin mikla hafn- aði á gólfinu við hlið Jessie — en hafði þar þó ekki langa viðdvöl. Bobby, sá hinn mikli veiðihundur, setti þarna hið frægasta heimsmet. Aldrei hefur nokkur af þeirri stétt verið svo skjótur að bráð eða brott- námi hennar. Hann greip steikina VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.