Vikan


Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 34
'sf'- — Ég gerði þetta ekki! — Þetta cr sjálfsmynd. Hafði ekki séð mat í fjórtán daga. — Ég keypti hárbursta handa þér. — Já, ég hélt líka að þetta væri ostur. í leit að lífsförunaut. Framha'd af bls. 19. izt það fyrr en nú. öll trúlofun okkar hefur í rauninni verið min vegna. E'n við skulum þó ekki fara að rifja það allt upp einu sinni enn. Ég hlýt að játa, að mér finnst þetta ekki nein sérstök göfgi af þinni hálfu, enda þótt ég gsti ekki beinlínis haldið því fram, að Þú hafir blekkt mig vísvit- andi, er þú lézt sem Þú ynnir mér. Og þar sem ég þykist hafa loksins skilið, að sú ástúð, sem þú hefur sýnt mér að undanförnu, sé þér ekki ó- sjálfráð, og þvi ekki heldur einlæg, þá geri ég mér það líka ljóst, að ég muni aldrei reynast Þess umkomin að gera þig hamingjusama. Svo þú þurfir ekki að gera það af ráðnum huga að sýna mér ástúð, hef ég á- kveðið að draga mig i hlé. En ég fæ ekki skilið hvers vegna Þú vilt ekki segja mér hvað stúlkan heitir, sem þú ert í raun og veru ástfanginn af? — Ertu þá viss um, að ég sé ást- fanginn af annarri stúlku? — Ég hef spurt þig áður, en þá hefur þú neitað. Það skil ég, mér er ljóst að ég hefi óþægilega hneigð til afbrýðisemi. En nú er ég orðin þess fullviss, að um aðra stúlku er að ræða. Og Það er eingöngu fyrir það, að þú mátt ekki njóta hennar, að þú ert mér svo ástúðlegur að und- anförnu. — Og ef þér svo skjátlaðist? — Það væri að vísu sorglegt, varð henin að orði. Nei, þú mátt ekki halda að ég segi það vegna þess, að ég vilji ekki að þú njótir hamingj- unnar á minn kostnað. Þetta er ein- göngu hugboð mitt, eins og ég hef áður tekið fram. Heyrðu ... leiddu mig yfir götuna, svo ég missi ekki af stuðningi þínum strax. Nei, ég hef komizt að raun um, að það sé hyggi- legast að draga sig í hlé, þegar önnur kona er kominn í leikinn. Þetta er af sjálfu sér eins og hver annar kapp- leikur, þar sem einn sigrar og annar tapar, og þvi verður hver og éinn að sætta sig við ósigur sinn. Hinsvegar væri það með öllu óþolandi tilfinn- ing, að maður hefði orðið að draga sig í hlé, keppnislaust. Hvað heitir hún? — Hún heitir Sonja. — Er hún ástfangin af þér? — Það geri ég ráð fyrir. — Sonja . .. ekki þekki ég neina stúlku með þvi nafni. Rödd hennar titraði lítið eitt, en hún náði þegar valdi á henni aftur. — Jæja, Jan, viltu gera svo vel að láta mig fá hringinn ... þakka Þér fyrir, ég skildi minn hring eftir á stofuborðinu hjá þér um leið og við fórum út. — Maud, spurði hann. Hvers vegna gerirðu þetta eiginlega. Þér er það þvert um geð ... — öldungis eins og Þú baðst mín, enda þótt þér væri það þvert um geð, svaraði hún rólega. Þú hættir á allt, eingöngu i Því skyni að þú mættir verða heill og heilsteyptur að skapgerð, og ég hef áreiðanlega enn meiri þörf fyrir það en þú. En við skulum ekki fara að verða viðkvæm, þess gerist ekki nein þörf. Ég get ekki hugsað mér að lifa lífinu sem einskonar vafningsviður. Það er ein- mitt það, sem mér skilst að hlyti að verða. Eg verð því að leggja þetta á mig til þess að verða sterk og heil- steypt manneskja. Og nú óska ég þér alls hins bezta. Satt bezt að segja, finnst mér ég vera öllu hamingju- samari nú en ég var fyrir stundu síðan. Hann þrýsti hönd hennar til kveðju. Og nú tók hún í hönd honum, án þess þó að líta framan í hann. Svo dró hún að sér höndina. —• Svo lofarðu því að líta ekki um öxl, varð henni að orði. Þú manst kannski hvernig fór fyrir konu Lots. Og nú ferðu beina leið til henn- ar ... Hann gerði eins og hún bað. Taldi skrefin, leit ekki um öxl fyrr en hann hafði gengið tuttugu, og þá var hún horfin sjónum. HANN gat ekki fengið sig til að fara beina leið heim til Sonju. 1 svip- inn var sem öll þrá hans til hennar lægi grafin undir skriðu sjálfsásak- ana vegna Maud. Hvernig sem hann hugleiddi það, sem nú hafði gerzt, hlaut hann að viðurkenna, að það hefði, þegar allt kom til alls verið Maud, en ekki hann, sem reyndist hafa til að bera þann viljastyrk, sem með þurfti. Hann hafði frétt, að Falkskog prófessor ætlaði að halda kyrru fyrir ' í Lundúnum um jólin. Nokkru seinna frétti hann að þær hefðu tekið sér far þangað með flugvél, Maud og móðir hennar. Og það var eins og honum létti við. Það var greinilegt, að nú loksins vissi Maud hvað hún vildi og hagaði sér samkvæmt því. Hún hafði að minnsta kosti ákveðið að lifa lífinu eftir sem áður — og Þó öllu fremur en áður. Enn fann hann sér til hverja afsök- unina af annarri til þess að skjóta því á frest að heimsækja Sonju. Og sennilega dvaldist Sonja ekki held- ur i borginni um jólin. Hann bauðst til Þess ótilkvaddur að taka að sér vörzlu í sjúkrahúsinu. á jólakvöldið. Það var venjulega ó- sköp rólegt það kvöld, þeir maga- veiku komu ekki fyrr en upp úr há- tíðinni. Það var komið með litinn dreng, sem brennzt hafði á höndum — hafði farið ógætilega með kerta- Ijós. Lögreglan kom með tvo náunga,. sem ekið höfðu undir áhrifum víns. Blandaður kór heimsótti sjúkrahús- ið og söng fyrir sjúklingana klukkan fjögur til hálffimm. Sjúklingur einn. hafði fengið áfengisflösku í jólapakka og gerðist ölvaður. Loks varð hann: svo hnugginn, að Jan varð að svæfa. hann með lyfjum. Jan Stenlund varð síðan gengið- upp í skrifstofuherbergið sitt, þar semi hann fór að grúska i skjölum sinum. Svo hallaði hann sér fram á skrif- borðið og fól andlitið í höndum sér. Honum varð litið upp eftir andartak — hinum meginn við borðið stóð' stóllinn, þar sem hún hafði eitt sinn setið gegnt honum. Og þá hafði þetta í rauninni byrjað . .. Síðan voru nú sjö mánuðir. Jú, að sjálfsögðu mátti skýra Þetta allt vísindalega, til dæmis með hormónaviðbrögðum. E’n hann hafði tekið það sem tilfinningastarfsemi þá, og hann gerði það í rauninni enn. Ósjálfrátt tók hann talnemann og hringdi. Það var í rauninni hjákát- legt, þar sem hann gerði ráð fyrir að hún hefði farið úr borginni um jólin. Rödd hennar var lág og þýð. Hann heyrði atriði úr jóladagskránni dauft og í fjarska. — Það er ég ... Jan ... Nokkurt andartak varð þögn. Og’ rödd henanr titraði, þegar hún tók aftur til máls. — Veiztu það, að ég var einmitt að hugsa um þig, sagði hún. Hvort ég ætti að hringja til Þín og óska þér gleðilegra jóla. Þá var sem af honum brystu fjötr- ar. Ekkert skipti hann máli ... ekk- ert, nema hún. — Sonja . . . ég hef vörzlu til klukk- an átta. Má ég koma heim til Þín á eftir . . . —■ En ... —■ Já ... eða nei . .. — Já, svaraði hún. Komdu. Eg ber á borð fyrir okkur bæði . . . Þetta var í fyrsta skiptið, sem hann fann að hann var gersamlega frjáls, Þegar hún opnaði dyrnar, frjáls og öruggur að hverju sem var. Jafnvel undrunin og spurningin í augnatilliti hennar olli honum hvorki óþægindum né óvissu framar. — Við erum ekki nauðbeygð að gera á hlut neinnar manneskju fram- ar, þó við njótum ástar okkar, mælti hann rólega. Þvi er öllu lokið, og ég' er frjáls. Það er þó í sjálfu sér ekki mér að þakka. Hún kaus sjálf frelsið, og þess njótum við nú. Hún tyllti sér á tá, og strauk vör- um sinum mjúklega við hans. — Jan, þú hefur ekki hugmynd um hve heitt ég ann þér, sagði hún lágt. — Nei, og það er ekki heldur von, svaraði hann, því að ég get ekki einu sinni gert mér i hugarlund hve heitt ég ann þér. — Mér finnst ég vera svo ósköp hversdagsleg — eins og þetta er þýð- ingarmikil stund fyrir okkur bæði Ég vildi gjarna vera hátíðleg, segja einhver djúphugsuð spakmæli, en mér er það um megn. Mér er það nóg, að þú ert kominn ... að þú ert hjá mér og verður hjá mér. Hún leiddi hanj\ inn ) herbergið. Hún hafði borið á borð fyrir þau bæði. Ljósin loguðu á kertunum og fölvum gljáa sló á hördúkinn. ?Iún leiddi hann að stólnum. — Nú er þetta Þitt sæti, sagði: hún. Hún gat varla að sér gert að brosa,. þegar hún sá að það var ekki laust. við að hann færi hjá sér. Og svo reis: han.n úr sæti sinu, tók skálina með' hrísgrjónagrautnum og gekk frar.i í eldhúsið. — Á þriðju hillu til vinstri, sagði hún. Eitt andartak var hljótt í eldhús-. inu, en svo heyrði hún að það skrjáf- aði í pappír. Og hann kom inn aftur með grautinn. — Nú getum við byrjað, sagði hann' ■og kyssti hana aftan á hálsinn. Og: hvort okkar sem hreppir svo möndl- una ... Hún hrærði i skálinni með sleifinni unz mandlan kom í Ijós Þá lagði hún hana á diskinn hans og jós síðan upp grautnum. Svo stóðu þau bæði á. fætur og gengu hvort til annars og þegar þau svo loks mundu eftir' grautnum, var hann oröinn svo kald- ur, að hún bar hann aftur fram í eldhúsið. Nú skiptu smámunir ekki neinu ■rráli framar. Nú hafði hún fundið lifsförunaut. Paris Match. Framhald af bls. 19. Onnur stendur við glugga og ]jað: er nýtizku kjóll í glugganum. En það þarf góðan ljósmyndara til að finna augnablik eins og þetta. Svo er að lokum þetta sígilda: Ellin og æskan, framrás lífsins sem heizt í hendur. Gömul kona með fléttur nið- 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.