Vikan


Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 13

Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 13
sóknarbörn séra Jóns vitnaS glaðlega, að vart myndi /innast hans jafningi í neinu því, sem til mannkosta horfði. Um séra Jakob hafa einnig gengið sögur og þá helzt um einhvers konar ráfuhátt í peningamálum. Að hann neyti skoplegra bragða til að forðast smáútgjöld. Fyrir þetta hefur hann sætt ómaklegu ámæli. Vita menn það gjör, sem nokkuð til hans þekkja, að vandfundin mun grútarlausari sál í prestmynd en séra Jakobs. Er það sannast sagna að liann er fæddur með þeim ágætum að haldast itla á fjármunum. Veldur því algjört ástleysi á slíkum gæðum. En af þcssu leiðir tíðum meinlegan skort á peningum þegar sízt skyldi, ásamt viðeigandi áhyggjum hins góða heimilisföður. Verður Iionum þá gjarnan sú villa, sem góðum mönnum liættir til, að ætla engum svo illt sem háð og spé, en öllum þann sjálfsagða drengskap og þá kurteisi, að túlka glaðbeitta yfirlýsingu um fjarveru buddunnar á þann auðsæja og rétta veg að skjóða sú- muni helzt tit tóm í eldhússhorni. Um það geta þeir borið, sem reynt hafa, að ekki telur séra Jakob kaup sitt til annars nytsamlegra en eyða því og ríður ekki illmælgin þar við ein- teyming ef heimskur lýður trúir nízku á jafn örlátan mann í hjarta sínu. Séra Jakob hefði vafalaust átt greiðfærari leið til hárra embætta í kirkj- unni ef hann hefði kjörið sér einhverja þá slóðina, scm vel er troðin til veraldargengis. Má til sanns vegar færa, að séra Jakobi hafi hætt nokkuð til útúrkróka á þeirri för og suma götuslóðana hafi hann jafnvel skoltkað í hina áttina. Hefur hann til dæmis tíðum gerzt málsvari þeirra stefna, sem öndvert horfa við hagsmunum þeirra valdsmanna, sem miklu ráða um vegs- aukana. En það má vera honum nokkur huggun í raunum sínum, að cnda þótt þeir troðningar, sem hann fylgir tiðum í stólræðum, reynist nokkuð úrleiðis til biskupsstóls og prófessorsembætta, hafa sumir þeirra legið um hlöð gollurshúsa. Kæmi bað mér á óvart ef séra Jakob þykir ekki merki- legur klerkur nær hann er atlur, en það eru þjóðleg fræði á þessum hjara, að sannmælis njóti menn helzt í gegn um moldu. Ekki verður gerð sæmileg grein fyrir séra Jakobi ef niður falla hugleið- ingar um skáldskap hans og víkjum nú enn til æskuslóðanna. Það herma kunnugir að af hlaðinu á Hrauni byrgi klettaþyrping útsýn til fjalla en þeim mun betur sjái til hafs frá Lónsheiði í vestri að Skirúð í austri með Papey fyrir miðju. Á myrkum vetrarkvöldum heyrist þangað glöggt hvar brim mylur grjót af djöfutmóði við þann blindskerjafans, sem einna válegastur finnst við ís- landsströnd. Er liklegt að Jakob frá Hrauni hafi ósjaldan staðið dolfallinn í þeim ógnargný og séð fyrir hugskotssjónum sínum bá feiknlegu skipskaða og þær hörmulegu drukknanir, sem vel gátu átt sér stað þarna úti í myrkrinu. Er sumt í leikritum séra Jakobs og sögum þess háttar, að efniviðurinn hafi liklega orðið til við slík skilyrði. En skip fórust ekki á fyrrgreindum skerjum á uppvaxtarárum Jakobs frá Hrauni og ber allur skáldskapur hans fremur vott um lipurt ímyndunarafl en sterka lífsreynslu. Sumar persónurnar í skáldverkum hans em enda bezt til þess fallnar að bjarga óútskýrðum mönnum úr vafasömum sjávarháska í mjög miklu myrkri. Er það fólk mjög álíka því, er séra Jakob heldur sig umgangast daglega, svipað þvi, sem hann vill að menn séu og bera livorki vott um að skáldið hafi skoðað mannlífið í nokkurri dagsbirtu, né hafi um- burðarlyndi með því eins og vondum mönnum finnst það vera. Séra Jakob hefur hinsvegar sýnt það, með forystu sinni í Prestafélagi íslands, að hann sér stundum allvcl til jarðar. Má til dæmis þakka honum að verulegu leyti þann skilning, sem nú virðist hafa kviknað á nauðsyn þess að gera annað tveggja: liætta að launa presta af rikisfé, eða gera það ella af slíkri rausn að þeir komist húsa milli í embættiserindum án þess að eiga sóma sinn undir hvatvíslegum tilsvörum purkunarlítilla strætó- bítstjóra. Kvæntur er séra Jakob Þóru Einarsdóttur, múrara i Reykjavík, Ólafssonar og er Jökull rithöfundur meðal fjögurra skemmtilegra barna þeirra. ★ w&*. wmmm

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.