Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 17
sendiferðahjóli, sem hann húkti hjá.
Harry hrifsaði pakkann án þess að segja
orð og hélt áfram eftir Rue Ponthieux.
Þegar hann nálgaðist veitingahús Rouss-
ins hægði hann á sér. Bara að hún sæti
á sínum venjulega stað. Það væri þokka-
legur skratti, ef hún væri nú eitthvað
annað að gera. Hann andaði léttara. Hún
var þarna.
Án þess að hika gekk hann inn. Hann
þekkti hvern krók og kima í þessu litla
hótelanddyri. Það var þröngt og skugga-
legt. Lá að vísu út að , litlum húsagarði,
sem sól skein inn i fyrri hluta dagsins.
f þessum garði voru nokkur smáborð og
þægilegir garðstólar, sem sjaldan voru
notaðir, þvi að gestir komu að jafnaði
fyrst þegar kvöldaði.
Rétt við útihurðina stóð rafmagns-
klukka á hillu, og örlítið til hliðar sat
ung stúlka og hallaði sér makindalega
aftur á bak í stólnum og sneri sólbrenndu
andliti gegn sólinni. Eins og venjulega
hafði þessi stúlka sólgleraugu, sennilega
til þess að engar hrukkur kæmu á henn-
ar sléttu húð.
Hún tók ekki eftir honum, og hvers
vegna skyldi líka ung og falleg stúlka
veita eftirtekt sendli með pinkil á bak-
inu.
En hann varð með einhverjum ráðum
að láta hana sjá sig. Þegar hann hafði
í skyndi rofið strauminn að rafmagns-
klukkunni — hana vantaði réttar 7 mín-
útur í 12 — þá snéri hann sér hæversk-
lega að stúlkunni, en gætti þess jafnframt
að halda sig i skugganum.
Eg er með
sendingu til skrifstofunnar," sagði hann
með einni af þessum margæfðu frönsku-
setningum, „getið þér sagt mér hvar
hún er?“
Hann vissi að hann hafði talað hárrétt
og reiprennandi. Mörg hundruð sinnum
hafði hann æft þessi orð. Það var ekki
hægt að merkja vott erlends málhreims.
Maurice gat verið hreykinn af nemanda
sínum.
Hún hrökk við, virtist trufluð eða
blinduð af sólinni, og horfði á hann gegn-
um sólgleraugun.
„Gangið til hægri,“ svaraði hún vin-
gjarnlega og benti um leið i þá átt með
grannri hvitri hendi.
Hann þakkaði henni hæversklega og
þóttist fara eftir tilvisun hennar. Eins og
hann vissi ekki fyrir iöngu hvar slcrif-
stofa Roussins væri!
SAKAMÁLASAGÁ
EFTIR CARLOTTE MILLER
Um mánaðar-
tíma hafði hann á öllum tímum dags kom-
ið i þetta hótel. Hann vissi nákvæmlega
hvaða gestir komu helzt og hvar þeir
héldu sig, hvort þeir voru á barnum eða
í borðstofunni. Hann vissi hvenær Roussin'
var einn á skrifstofu sinni, hvenær hann
fór sínar óteljandi gönguferðir um hótelið,
og hvenær hann fór í bankann.
Á mánudögum fór Roussin ævinlega rétt
eftir kl. 12 i bankann. Hann notaði sem
sagt þennan rólega dagtima frá hálf tólf
til tólf til þess að reikna saman ágóða
af viðskiptum helgarinnar.
Svona smáatriði þurftu þeir að þekkja,
sem ná vildu árangri í starfsgrein Harry's.
1 dag var mánudagur og klukkuna vant-
aði örfáar mínútur i 12. Harry hraðaði
sér yfir forstofuna. Pierre, barþjónninn,
leit til hans skeytingarlaust og hélt svo
áfram að þurrka glösin.
Roussin leit upp úr bókum sínum þeg-
ar hurðin small aftur og inn kom svart-
hærður maður sem hélt á smápinkli.
„Hvað viljið þér,“ rumdi í honum, „og
hvað hafið þér þarna? Ekki hef ég ...?“
Lengra komst hann ekki. Gúmmikyifan
hitti hann á gagnaugað, og hann hneig
útaf. Höggið átti ekki að valda alvarleg-
um skaða. Trúlega rankaði Roussin við
sér eftir hálftima eða svo og jafnvel fyrr,
ef einhver rækist inn til hans. Harry hafði
aldrei ætlað sér að myrða neinn. Þess
gerðist ekki þörf. Hann kunni sitt verk.
Fram að þessu hafði allt gengið sam-
kvæmt áætlun. Peningaskápurinn stóð
opinn og Roussixi hafði einmitt verið að
telja innihaldið. Risahár seðlabunki lá á
skrifborðinu og eflaust var eitthvað eftir
i skápnum.
Vegna sólarinnar voru gluggatjöldin
dregin fyrir, svo ekki sást inn i skrifstof-
una af götunni.
Hratt en öruggt snaraðist Harry úr leð-
urúlpunni, reif af sér hárkolluna og yfir-
vararskeggið, tók klemmurnar úr bux-
unum og sléttaði þær, og síðast fægði
hann skóna sína með hárkollunni, svo að
þeir gljáðu eins og lakkskór. Síðan vöðl-
aði hann öllu draslinu ásamt seðlahrúg-
unni inn í leðurúlpuna. Og nú var hann
aftur orðinn snyrtilegur lífsglaður ameri-
kani í stifpressuðum buxum og gljáfægð-
um skóm.
Hann beið
nokkrar sekúndur og hélt niðri í sér and-
anum og hlustaði. Ekkert hljóð heyrðist.
Klukkan var rétt yfir 12. Hann hafði ver-
ið heldur lengur en reiknað var með.
Bakdyr lágu úr skrifstofunni. Lykillinn
að þeim hékk á nagla yfir herfilegri mynd,
sem hann og Roussin höfðu nokkrum
kvöldum áður deilt ákaft um yfir nota-
legu viskyglasi. Já, Harry vissi hvcrnig
átti að undirbúa hlutina.
Bakdyrnar lágu út í þröngan dimman
undirgang. Harry lagði pinkilinn fast við
múrvegginn i ganginum, og gekk út í
glansbjart sólskinið.
Nú kora annað hættulegt augnablik.
Skyldi einhver taka eftir honum. Til frek-
ara öryggis bar hann ekki einglyrnið.
Undirleitur blandaðist hann umferðinni
á gangstéttinni.
Rétt þar hjá
húkti Maurice hjá sendiferðahjólinu, og
hálfreykt sígaretta lafði úr munnvikinu.
Þeir skiptust á augnagotum, vart sjáanleg
höfuðbending og Maurcie hvarf inn í und-
irganginn og tók pinkilinn í sina vörzlu.
Harry gat andað léttara. Enginn hafði
tekið eftir honum, — allir höfðu nóg með
sig. Léttur i skapi setti hann á sig ein-
glyrnið og gekk siðan rólegum skrefum
aftur að hótelganginum.
Ennþá sat unga stúlkan þar. Auðvitað.
Hún sat þarna alltaf í sama stólnum þar
til kl. 12%, en þá reis hún á fætur og gekk
inn i borðstofuna. Einstakt að svona snot-
ur stúlka skyldi verja öllum morgninum
til þess að sóla sig. Og jafnvel þótt hún
væri þessi sóldýrkandi, hvers vegna hafði
hún valið þennan leiðinlega húsagarð hjá
Roussin?
Ef til vill var hún feimin. Ef til vill
bjó hún yfir duldum harmi. En hvað um
það. Það var heppilegt fyrir hann að hún
sat þarna. Nú þurfti hann aðeins að sjá til
þess að hún tæki eftir honum.
Klukkan var 8 mínútur yfir 12 þegar
hann kom þarna í annað sinn, sem betur
fór sýndi rafmagnsklukkan enn 7 mín.
fyrir 12. Það hafði sexn sagt enginn tekið
eftir því að hún stóð. Hann setti tengilinn
i samband og beið augnablik til þess að
fullvissa sig um að hún færi af stað. Siðan
þaut hann eins og í óðagoti innfyrir og
var nærri fallinn um granna fótleggi
stúlkunnar.
„Ól fyrirgefið þér, ég var mjög klaufa-
legur,“ hrópaði hann, og hló um leið þess-
um töfrandi æskuhlátri, sem öllum stxilk-
um fannst ómótstæðilegur.
„Ekkert að afsaka,“ sagði stúlkan frem-
ur þurrlega og roðnaði örlitið. Um leið
greip hún umhyggjusamlega um handtösku
sína, eins og hún héldi hann vera vasa-
þjóf, sem notaði gamalt bragð.
„Mér þykir leitt, hafi ég hrætt yður,“
sagði hann og reyndi að láta ekki bera
á neinum óróleika í röddinni. Þetta, hvern-
ig hún greip til töskunnar hafði auðsýni-
lega sett hann úr jafnvægi.
„Ég hafði mælt mér hér mót með manni
kl. 11.45,“ hélt hann talinu áfram. „Þvi
miður kem ég sennilega of seint. Vitið
þér ef til vill hvað klukkan er?“
„Nei,“ svaraði hún gjörsamlega áhuga-
laust, „en rétt þarna bak við hurðina er
klukka.“
,Alveg rétt,“ hrópaði hann og hló við
eins og ringlaður. „Ég virðist vera eitt-
hvað utan við mig, en ...“
Framhald á bls. 30.
VIKAN 17