Vikan


Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 7
þess af honum í almáttugs nafni, a‘ð hann seddi hungur þeirra, var sú rausn hans mest að hann fleygði í þá mygl- uðum brauðskorpum og léti skammar- yrði fylgja, en flestir nrðu þó að láta sér nægja skammirnar. Sjái hver um sig, ég sé um mig, var eftirlætis orðtak hans. En það er engum manni nóg, hvorki hérna megin né liinum megin. En þannig var Lars gerður, og fyrir hálfu þriðja ári síðan réðist Metta Kristín i visl til hans. Foreldra sína hafði hún misst, og Lars varð að taka hana á sitt heimili, bæði vegna þess að hún átti ekki í önnur hús að venda, og að þvi varð þó ekki neitað, að hún var systurdóttir Andrésínu, eiginkonu hans. Ung var tiún, rjóð í vöngum og þrýstin, það var eins og hún tendraði ljós i myrkum og gleðisnauðum híbýl- unum, og hefði Andrésína mátt nokkru ráða fyrir manni sínum, mundi hún hafa tekið henni tveim höndum sem einskonar langþráða uppbót eftir margra ára barnlaust hjónaband. En Lars unni yfirleitt ekki neinum ónægju eða gleði; hann gerði það, sem í hans valdi stóð til að koma 1 veg fyrir það með ónotum og óþokkaskap. Metta Kristín var talin vinnukona á bænum, enda vann hún öll vinnu- konustörf, en ekki félck hún þó það kaup, sem vinnukonu bar. Það hefði þó ekki gert svo mikið til, ef hún eign- azt þar góðan og öruggan samastað. En það var ekld þvi að heilsa. Lars gaf henni það þegar ótvírætt í skyn, að henni væri ofaukið á heimilinu og lifði þar á náðarbrauði. Andrésina þorði hvorki að segja né aðhafast neitt, sem hún hugði honum á móti skapi, og vistin hjá Lars Jenniksen varð ungu stúlkunni því köld og gleðisnauð um veturinn. Hún þekkti ekki heldur nednn þarna í sveitinni, og þegar hún kom til kirkjunnar um vorið, sá fólk að hún var feimin og framandi og skipti sér ekkert af henni. En stúlka, sem lengi hefur átt við kalt atlæti að búa, er fyrirfram dæmd til þess að falla í faðm þeim fyrsta bezta, sem er staðráðinn i að ylja henni. Og það var Albrecht — það varð hennar ógæfa. Framhald á bls. 35. Það hvessti aftur á meðan við stóðum þarna á stígnum og biðum átekta, og logarnir frá fjósinu læstu sig í bæjarhúsin. Var það heiðarbúans sök, að baarinn brann? Voru það ekki öllu frekar illgerðir Lars jenníksen, sem íoks komu honum sjálfum í koll? Illu sæði hafði hann sáð ... VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.