Vikan


Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 11.01.1962, Blaðsíða 15
aC standa, þegar hann sagði að það væri fallegt í sveitinni um þetta leyti ársins. Ef til vill er ég ekki hlutlaus > dómari lengur hvað það snertir, en mér finnst fagurt þar allan ársins hring. Það var haft i flimtingum i kvik- mynöaverinu, að örðugara væri að komast inn á heimili Clark Gable en inn í sjálft Knoxvirkið. Það er hverju ■ orði sannara, að Clark mat alltaf mik- ils að geta átt sitt einkalíf, og þá fyrst og fremst innan vébanda og veggja heimilisins. Um háspennuhliðið mikla á girðingunni, sem umlykur bú- jörð Clarks, höfðu ekki margir farið siðastliðin tuttugu og þrjú ár, og að- eins nánustu vinir hans. Og Clark var ólíkur mörgum öðrum stéttar- bræðrum sínum hvað það snerti, að hann hleypti hvorki blaðamönnum né : ijósmyndurum inn á heimili sitt. Þetta stafaði þó ekki af því að •Clark væri sérgæðingur eða sérvitr- ingur. Það var eingöngu meðfædd hlédrægni hans og sjálfsvirðing sem •olli því að hann taldi ekki sæma að :iáta heimili sitt standa öllum opið. Að sjálfsögðu lék mér forvitni á að kynnast heimili hans, og aldrei mun >ég gleyma þeim áhrifum, sem ég varð fyrir, þegar ég kom fyrsta sinni inn fyrir háspennuhliðið mikla, og þó öllu frekar fyrir það, sem ég skynj- aði en það, sem fyrir augum bar . . . hina djúpu kyrrð og ijúfu friðsæld, :sem þar ríkti. Ólífutrén, þakin hvítu blómskrúði, stóðu í þéttum röðum báðum megin við heimbrautina, en að baki þeim •gat að líta stóra lundi appelsínu- og sítrónutrjáa. Glóandi aldin Þeirra voru sannarlega dýrleg sjón, ekki hvað sízt mér, sem var nýflutt til vesturfylkj- anna. Og loks voru það rósagerðin, sam- tals hálf mila að lengd, „Etoile de Hollande", klifurrósirnar, sem Clark var alltaf svo stoltur af. Hann og Caroline Lombard höfðu gróðursett þær á fyrstu hjúskaparárum sínum, og honum þótti sérstaklega vænt um þær. Og það bykir mér líka Einmitt þetta kvöld samsvöruðu þessi yndislegu blóm sannarlega lýs- ingunni 5 garðyrkjuritunum: „Mjög ilmandi, rökkrauðar, sérlega fagrar". Angan næturjasmínanna blandaðist ilmi rósanna. Var að undra Þótt ég yrði ástfanginn af þessum unaðslega stað þegar við fyrstu kynni? Ibúðarbyggingin, sem gerð var af hvítmáluðum viði og hvítkölkuðum steini, vakti óðar með mér þá þægi- legu tilfinningu, að ég hefði átt Þarna heima um aldur og ævi. Stofurnar voru búnar hinum vönduðustu hús- gögnum, en þó lausar við alla fordild og offágun, og báru ekki heldur þenn- an stranga stílsvip, sem oft ber því vitni, að þar hafi sérfróðir kunnáttu- menn verið kvaddir til ráða. Þarna réði sami heiðarlegi einfaidleikinn, sama virðulega. trausta látleysið, og einkenndi húsbóndann sjálfan í sjón og raun. Heildaráhrifin voru þrungin þeim hversdagslega innileik og eðlilega glæsibrag, sem gerði það að verkum að maður kunni þegar vel við sig — þetta var heimili, sem maður unni ó- sjálfrátt. Þannig höfðu þau búið um sig, Clark og Caroline Lombard, Þegnr þau settust þarna að árið 1939, og ég hef varazt að breyta þar nokkru um svo máli skipti. Clark Gable í sínu fyrsta hlutverki í kvikmyndaleik lífsins, fyrir þrjátíu árum .... En þetta fyrsta kvöld mitt þarna kom mér að sjálfsögðu sízt til hugar að það mundi eiga fyrir mér að liggja, að setjast þar sjálf að, að þrettán ár- um liðnum, og dveljast þar fimm un- aðsríkustu ár ævi minnar. Engu að síður minnist ég þess, að þetta fallega heimili hafði óvenjulega sterk og sér- stæð áhrif á mig um leið og ég steig inn fyrir þröskuld þess. Clark leiddi mig fyrst inn í herberg- ið, þar sem veiðibyssurnar hans héngu þá á vegg. Hann tók upp kampavíns- flösku og bar styrjuhrogn á borð, og á meðan við dreyptum á víninu, ræddum við um daginn og veginn á sama hátt og tvær manneskjur gera yfirleitt, þegar með þeim eru að tak- ast nokkur kynni, Jafnvel þá þegar var ekki um minnsta leik að ræða okkar á milli. Eg hef oft hugleitt það síðar, að ef til vill hafi það verið sterkasti þátturinn í persónutöfrum Clarks Gable, að hann gerði aldrei minnstu tilraun til að vera töfrandi. Ekki heldur að „leika“ kvennagull. Hvað mig sjálfa snertir, þá hefur ást- leitnisleikurinn aldrei verið min sterka hlið, og hafi ég haldið nokkra sérstaka kenningu i heiðri um dag- ana, er það sú, að maður eigi alltaf að koma til dyranna eins og maður er klæddur. Allur framkomuleikur er ekkert annað en blekking, sem fyrr eða síðar hlýtur að verða viðkomandi gagnslaus. Það hefur alltaf verið sannfæring mln, að Það sé einfaldast og heiðarlegast að láta alla uppgerð og sýndarmennsku lönd og leið. Á meðan við drukkum kampavín- ið, skýrði Clark mér frá því, að hann hefði sagt upp öllum hjúum sínum þegar hann fór í styrjöldina. Hinn trausti og trúi ráðsmaður hans, Rufus Martin, sem gegnt hafði starfi sínu i mörg ár, og gegnir þvi enn í dag, vann þá i hergagnaverksmiðju. Clark kvaðst þó geta boðið mér hinn ágæt- asta kvöldverð, því að hann hefði ráð- ið til sín fyrsta flokks matselju, Jessie að nafni, á meðan hann dveldist heima í orlofi sinu. Stundarkorni síðar kom Jessie og tilkynnti okkur að kvöldverðurinn væri framreiddur, og við gengum inn I borðstofuna; ég minnist þess, að borð- stofan var einkar viðkunnanleg, enda þótt þar væri öllu fremur um stóran sal en borðstofu að ræða. Seinna komst ég að raun um, að gömlu stein- oliulamparnir, sem Clark notaði þar alltaf í stað kertaljósa, áttu sinn þátt i að skapa þessi þægilegu áhrif; birtan af þeim er hlý og notaleg. Fyrsti rétturinn, salatið, stóð Þegar á borðum. En það var þó borðskraut- ið, sem fyrst og fremst vakti athygli mína; tvær miklar og fallegar, forn- ar leirskálar, sem glóði á í lampa- ljósinu, fylltar litfögrum aldinum og grænu laufi. Gesgjafinn skýrði mér frá því með nokkru stolti í röddinni, að aldin þessi greru í garði hans. Eg verð að taka það fram, að enda þótt við sætum tvö ein að borðum, vorum við þó ekki tvö ein í borð- stofunni. Clark átti kött síamskan, Framhald á bls. 31. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.