Vikan - 08.02.1962, Qupperneq 4
Ahlmann eldavélasamstæðan hefur náð
miklum vinsældum vegna þess, að hún:
1. Uppfyllir ströngustu kröfur yðar,
því nú er klukkurofinn bæði á
bökunarofni og eldunarplötum.
2. Hefur sjálfvirkan hitastilli á hrað-
suöuplötum, sem dregur úr hit-
anum við suðumark niður í hæfi-
legt hitunarstig.
3. Er úrvals Vestur-þýzk framlciðsla.
Sighvatur Einarsson &^Co
»S?l©Skipholti 15 — Sími 24133.
liökunarofn
nieð (írilli
með Klukkurofa
og einnig
með glerhurð
llraðsuðuplötur
með klukkurofa
AULMANN
Móti bjór . . . .
Kæri Póstur!
Ég rakst á grein lijá þér, sem
„Bjórvinur" skrifar, þar sem hann
var að skora á samherja sína að
láta til sín heyra. Þá fékk ég löng-
un til að leggja orð í belg; þótt
ég sé ekki i þeim flokknuin, sem
hann vill heyra í. — Þó mikið sé
búið að skrifa og tala um þennan
drykk, þá verður þó aldrei hrýnt
of mikið fyrir fólki að hugsa vel
um, hvað það er að gera, ef hjórinn
yrði leyfður hér.
Ég get ekki skilið, hvað fullorðið
fólk getur verið blint. Hver hugs-
andi móðir, sem verður að láta
börnin sín fara að heiman, er kvíð-
in fyrir því, að þau lendi í siæm-
um félagsskap, því svo sannarlega
sjáum við daglega svo sorglega
mirg dæmi þess, hve unglingar eru
til.eiðanlegir til að reyna það, sem
nýit er fyrir þeim, og fæstir sleppa
að skaðlausu frá siíku fikti.
Ég hef átt tal við vel hugsandi
mann (sem er ekki bindindismað-
ur). Hann er vel kunnugur bjór-
sjoppum erlendis, og liann segist
ckki óska þess, að slikt sæist hér.
Ég tel alveg nógu margar gildrur
lagðar fyrir okkar litlu þjóð, þótt
bjórnum yrði sleppt. — Móðir.
Svar til XXx: Ef þú segir satt og
rétt frá, finnst mér maðurinn
þinn eiga alla sökina, og þú get-
ur alls ekki látið við svo búið
sitja, einkum þar sem önuglynd'í
mannsins þíns er farið að bitna
á barninu frá fyrra hjónabandi.
Hugsaðu þig samt vel um, áður
en þú leggur út í skilnað. Mér
finnst þú ættir að ympra á því
við manninn þinn — helzt þeg-
ar honum er vel til þín — að lík-
lega væri skilnaður eina lausn-
in, ef þetta breyttist ekki þegar
til batnaðar. Ef hann er fús til
þess, finnst mér sízt ástæða til
þess að halda í hann.
Svar til Einnar, sem elskar: Ég
hélt það væri löngu úr móð að
foreldrar réðu ráðahag dóttur
sinnar. Þótt honum pabba þínum
'ítist vel á einhvern og einhvern
skaltu alls ekki láta það verða
til þess að þú gangir í það heil-
aga með þessum einhverjum og
einhverjum, nema þú beinlínis
elskir hann. Ég skil satt að segja
ekkert í honum pabba þínum.
Ætli foreldrar hans hafi valið
hana mömmu þína handa hon-
um?
„Komum í lyftuleik . . .“
Kæra Vika mín!
Ég bý í stóru fjölbýflishúsi á
sjöttu hæð. Það eru tvær lyftur
í jiessu húsi — en önnur er að
vísli svo til alltaf biluð. Nú er þáð
svo í þessu húsi, að mikið álag er
eðlilega á lyftunum — eða lyft-
unni — á vissum tímum dagsins,
og líklega myndi ein lyfta nægja,
ef hún væri einungis notuð af nauð-
syn. En þessi blessuð Iyfta virð-
isl vera orðin eftirlætisleikfang
barnanna í húsinu — og ég hef
jafnvel orðið vör við, að það dríf-
ur að krakka úr nærliggjandi hús-
um, til þess að fara i „lyftuleik".
Ég hef talað um þetta við hús-
vörðinn, og hann lofar svo sem
öllu góðu, en það verður yfirleitt
lítið úr efndum. Við liöfum talað
um þetta okkar á milli, nokkrir
íbúar í húsinu, en við vitum ekkert
hvert við eigum að snúa okkur í j
vandræðum okkar. Er það ekki
skylda húsvarðarins að sjá umi
þetta? — Iíatrín.
— — — Auðvitað verður hús-
vörðurinn að sjá um þetta, en
ég er hræddur um að hann hafi
nóg að gera, ef hann fær ekki
foreldrana í húsinu í lið með sér.
Það verður auðvitað að taka hart
á því, ef börnin halda upptekn-
um hætti. En ef húsvörðurinn
stendur engan veginn í sínu;
stykki, finnst mér rétt, að íbú-
arnir skjóti á fund og nái sér í
nýjan og dugandi húsvörð.
Ung í annað sinn . . .
Kæri Póstur!
Hvað á ég að gera við hana
mömmu. Hún er farin að iita á sér
hárið og mála sig eins og smástelpa,
þótt hún sé komin á fimmtugsaldur.
Mér finnst þetta svo asnalegt, en ég
veit ekkert hvað ég á að gera. Ég
þori varla að tala um þetta við hana.
Ég er viss um, að það eru allir farn-
ir að gera grín að henni. Svo reynir
hún að haga sér alveg eins og skóla-
stelpa, en það fer henni bara svo
asnalega. Hvað á ég að gera, Vika
mín? — Dóttir í öngum sínum.
— — — Þú átt hreint ekki að
gera neitt. Mömmu þinni líður
vei, og það er fyrir mestu — það
eru ekki allir, sem geta verið
svona ungir á fimmtugsaldri. Ef
þú heldur áfram að gera þér
grillur út af þessu, líður ekki
á löngu, áður en þú verður orðin
eldri en hún móðir þín.
Ólíkur smekkur ...
Kæri Póstur!
Hvernig á ég að tjónka við mann- f
inn minn, hann er svo afskaplega
gamaldags. Hann hefur eitthvað
svi]iaðan smekk og ömmur okkar
höfðu i dentíð. Sjálfur segir hann
að ég sé snobb og vilji ekkert í
kringum mig nema móderne hluti,
þótt ég hafi ekkert vit á þvi, segir
hann. Um daginn kom hann með
hryllilegt málverk — eina af þess-
um voðalegu glansmyndum — og
hann vill endilega hengja hana
upp, I stofunni hjá okkur. Stofan
okkar er mjög nýtizkuleg (svo að
þú sérð, að ég hef einhverju feng-
ið að ráða), og þessi óskapnaður
slcer sig svo úr, að það er eins
og hann æpi á þá, sem i stofunni
sitja. Hvernig í ósköpunum á ég
að þroska með manninum minum
svolítinn smekk, þetta málverk er
farið að fara svo í taugarnar á
4 VIKAN