Vikan - 08.02.1962, Page 8
Framhaldssagan:
Eins og ég gat um áOur, var Clarkskemmtileg borg, og ekki dró þaö úr
góö skytta og fengsæll veiöimaöur,
og það kom varla fyrir aö viö ættum
ekki fasana í kæliskápnum. Stél-
fjöörunum safnaöi hann handa börn-
unum, sem notuðu þær í höfuðskraut
aö hætti Indíána. Spá hans rættist
vonum framar, ég varö sæmileg veiði-
kona með tímanum, og hreint ekki
svo litið upp með mér, þegar hann
hét því að gefa mér nýjan Winchest-
erriffil í viöurkenningarskyni.
Það var í nóvember, 1958, að við
^flugum til New York til þess að
vera viöstödd nokkrar kvikmynda-
sýníngar og heimsækja gamla vini,
og að sjálfsögðu hugðumst við kaupa
ýmislegt til jólanna um leiö. Mér
hefur alltaf fundizt New York
ánægju minni, aö þetta var í fyrsta
^skipti, sem við Clark vorum þar
saman á ferð. Þetta voru sannar-
lega mikil viðbrigði eftir alla kyrrð-
ina heima á búgarðinum; þarna rak
hvað annað, leiksýningar, kvikmynda-
sýningar, kvöldverðarboö og ýmis
samkvæmi, og svo búöaferðirnar.
Eitt sinn fór Clark meö mig til
Cartiers, frægustu gimsteina- og
skartgripaverzlun í New York; kvaö
sig langa til að gefa mér einhverja
fallega og verðmæta gjöf. Sjálfur
forstjórinn, Jules Glaenzer, tók á
móti okkur og sýndi okkur meö mikl-
um virðuleik hin dýrustu djásn. Þaö
var óskaplega heitt þarna inni, mér
leiö illa, og þegar mér varð litiö á
Clark, sá ég að hann var líka miöur
sín sökum hitans.
,,Það er svo heitt hérna, Clark",
sagöi ég formálalaust. „Eigum við
ekki heldur að bregða okkur til Aber-
crombie og athuga nýja riffilinn?"
Svo kvöddum við og fórum, en for-
stjórinn staröi á eftir okkur, eins
og hann vissi ekki hvaðan á sig stóö
veðrið. Seinna lét hann svo um mælt
við mig, og gat þá ekki varizt brosi,
að aldrei heföi sér til hugar komiö
að hann ætti eftir að kynnast konu,
sem tæki skotvopn fram yfir skart-
gripi.
Eg hef alltaf verið stolt af skipu-
lagshæfileikum mínum, og þaö var
því ekki nema eðlilegt aö öll skipu-
lagsatriöi í sambandi við dvöl okkar
I New York hvildu á mér — eins og
til dæmis þaö, að viö kæmum i rétt
samkvæmi á réttum tíma og mættum
stundvíslega til þess aö vera viöstödd
vissar kvikmyndasýningar. Eitt kvöld-
ið vorum við að búa okkur til leik-
húsferðar. Eg vakti athygli Clarks á
því að Tailerhjónin hefðu boöið okk-
ur að köma við heima hjá sér i leið-
inni og þiggja bita og hressingu, svo
bað væri óþarft fyrir okkur að snæða
kvöldverð áður en sýning hæfist.
Þettá kvöld var ofsarok og rign-
ing, en sem betur fór höfðum viö
yfir bæði bil og bílstjóra að ráða.
Við komum til Tailershjónanna á
ákveðnum tíma og hringdum dyra-
bjöilunni. Húsbóndimi kom sjálfur til
dyra. Hanh var snöggklæddur og
ógreiddur, og ég sá ekki betur en
kvenvera á hvitum slopp með lokka-
pinna i hárinu flýði úr anddyrinu
inn í næsta herbergi. Og svipurinn,
sem húsbóndinn setti upp þegar hann
Það var sama hverju Clark klæddist
— hann var alltaf jafn karlmannleg-
ur, og skipti ekki neinu máli þótt
hann væri órakaður. Þessi mynd
var tekin, er hann lék í kvikmynd-
inni: „Across The Wide Missouri".
sá okkur standa fyrir utan þröskuld-
inn, sýndi óvefengjanlega að hann
hafði ekki átt okkar von.
,,Ó, fyrirgefið", stamaði ég. „Kom-
um við kannski of snemma?"
Þá fór húsbóndinn að hlæja. „Jæja",
svaraði hann, „ekki nema viku fyrr
en ráðgert var . . .“ Þá varaðist ég að
mæta augnaráði eiginmanns míns.
Það kom á daginn, að þjónustu-
fólkið hafði fengið frí þetta kvöld,
og að hjónin ætluðu að fara að búa
sig í samkvæmi. Þau máttu þó ekki
heyra annað en við kæmum inn sem
snöggvast og fengjum einhverja
hressingu. Þegar við svo héldum af
stað aftur, hafði Clark drukkiö nokk-
ur glös af kokkteil, en ekki fengið
matarbita, og þegar ég leit á arm-
bandsúrið mitt, sá ég að við höföum
ekki tíma til að fá okkur svo mikiö
sem brauðsneið áður en sýning hæf-
ist. E'kki bætti það heldur úr skák,
að við höfðum snætt hádegisverð í
fyrra lagi og i „léttara" lagi þennan
dag.
Þegar í leikhúsið kom, máttum við
ekki seinni vera. Ég greip tækifæriö
til að kaupa súkkulaði á meðan Clark
var að afhenda yfirhafnir okkar í
fatageymslunni; valdi allstórt stykki,
þar sem ég vissi að við vorum bæði
svöng, en þegar ég opnaði handtösk-
una mína og hugðist borga, komst ég
að raun um að ég var ekki með neina
peninga. Ég sagði stúlkunni í sælgæt-
issölunni, að ég yrði að bíða þang-
að til maðurinn minn kæmi og greiddi
skuld mína, og tók hún því vel; mátti
þó varla vera að hlusta á mig, því
að nú höfðu allir gestir og starfsfólk
i anddyrinu borið kennsl á Clark
Gable ög störðu á hann, og vitanlega
þurfti hún að stara á hann líka. Þeg-
ar hann svo kom til okkar og greiddi
súkkulaðið, var rétt liðið yfir vesa-
lings stúlkuna. „Er Clark Gable eig-
inmaður yðar?" spurði hún. „Ham-
ingjan góða, hvað ég er fegin því
að þér skylduð ekki hafa peninga &
yður . . .“
g VIKAN