Vikan


Vikan - 08.02.1962, Qupperneq 10

Vikan - 08.02.1962, Qupperneq 10
Seðlaveskið var troðfullt af peningaseðlum, sem náunginn hafði bersýni- lega ekki framar þörf fyrir. En þar var líka spjald með áletrun, og þegar Joe las hana, varð hann miður sín af ógn og skelfingu. JOE HELME'R var í svo slæmu skapi, að hann hafði ekki hemil á hugsunum sínum. Hann hafði ekið með strætisvagninum í fullar tíu mínútur, þegar hann varð þess visari að hann hafði farið inn í allt annan vagn en hann ætlaði, var því á allt annarri leið en hann hugðist fara, og þar sem hann hafði eytt sínum síðasta skildingi fyrir farmiðanum, mundi honum nauðugur einn kostur að fara fótgangandi langan veg. Hann bölvaði sjálf- um sér hátt og í hljóði fyrir heimskuna og fljótfærnina, en samferðamenn hans, sem voru eins og uppmálað sinnuleysið og sofandihátt- urinn, störðu á hann sljóum augum; hann skyldi ekki halda að þeim kæmi óheppni hans við. Að sjálfsögðu var þetta allt Irenu að kenna. Hann hafði hringt heim til hennar úr kvik- myndahúsinu, þar sem hann hafði annars setið af sér rigninguna allan seinnihluta dags- ins. Það eina, sem hann hafði upp úr því, var að heyra hana endurtaka allar ásakan- irnar, sem hún hfði dembt yfir hann sem aukagetu með morgunmatnum; hún gat aldrei látið sér skiljast hvaða augum hann leit þessa dreplúnu stritþræla, sem puðuðu og púluðu langan dag fyrir naumu lífsviðurværi; eða skrifstofurolurnar, sem sátu kengbognar og nærsýnar við borð sín og litu ekki upp frá tilgangslausu dundinu, og það eina sem hélt f þeim liftórunni var vonin um vikulaunin á hverjum föstudegi. Hann gat aldrei orðið einn af þeim; nei, það gat hann, Joe Helmer, aldrei sætt sig við. Þá var það ólíkt betra að ganga atvinnulaus nokkra hríð og bíða hins gullna tækifæris. Hann var þess fullviss, að sú bið mundi ekki reynast árangurslaus; hann var þess fullviss að hið gullna tækifæri beið hvers einstaks manns, og það sem allt valt á, var að hafa nokkra þolinmæði og láta ekki freistast af einhverju smáræði, en ganga svo á lagiö og hika ekki við, þegar þar að kom. Eh svo voru það áhyggjurnar og erfiðleik- arnir. Hann hafði talið að þetta mundi allt slampast af einhvern veginn þangað til honum byðist vinna við sitt hæfi. En nú var búið að loka fyrir rafmagnið og simann, og Irena ætlaði af göflunum að ganga. Og ekki nóg með það, heldur hafði þeim borizt bréf frá umboðsmanni húseigandans, þar sem þeim var hótað útburði. Og Joe Helmer var stöðugt að leita atvinnu, sem sér væri samboðin, en vildi ekki líta við láglaunastöðum eða því, að ger- ast undirtylla hrokafullra deildarstjóra. Ef til vill var það vegna þess, að náunginn sem næst honum stóð í farþegaþrönginni, minnti hann á þá herra, að hann gerði Joe Helmer svo gramt i geði. Strætisvagninn stanzaði í 24. götu þar va endastöð hans. Joe Helmer fór út eins og hinir farþegarnir, hann hafði ekki aura á sér fyrir farmiða til baka og varð því að ganga alla leiðina heim. Hann bölvaði óheppni sinni og klaufaskap enn einu sinni, en það breytti ekki neinu. Honum varð litið upp, og sá þá hvar sá deildarstjóralegi gekk nokkrum skrefum á und- an á sömu stéttinni. Joe Helmer hafði megn- ustu andúð á allri þeirri klæðskerafullkomnun, sem náunginn bar með sér. Þetta var feitlaginn, klofstuttur karl, kominn um sextugt, en hann gekk hröðum skrefum og var einkennilega léttur í spori. Þarna sér maður hvað þeir endast betur, sem eru í góðri stöðu og hafa há laun, hugsaði Joe Helmer með sér. Þeir voru nú tveir einir á ferli þarna á götunni. Náunginn á undan hélt fyrir hornið á 21. götu, og Joe, sem átti enn langa leið fyrir höndum, hélt líka fyrir hornið. Fótatak þeirra bergmálaði annarlega í næturkyrrðinni. Allt í einu nam náunginn staðar. Joe Helmer nam einnig staðar. Náunginn hagaði sér harla einkennilega. Það voru ekki nema nokkur skref á milli þeirra, svo Joe sá greinilega aðfarir hans, þegar hann greip báðum höndum að hálsi og reyndi að hneppa frá sér skyrtunni, svo h-ann gæti náð and- anum. Joe gekk skrefi nær og maðurinn sneri sér að honum. Stutt andartak starði hann bænaraugum á Joe Helmer, án þess að koma upp orði eða stunu. Joe sá að hann gat ekki orðið honum að neinu liði þó hann feginn vildi; hann gekk að visu skrefi nær honum enn, en í sömu svifum hneig náunginn niður á gangstéttina; lá þar eins og ókennilegt hrúgald og hreyfði hvorki legg né lið. Joe starði á hann, skelfingu lostinn. Það leyndi sér ekki að maðurinn var hættulega veikur, kannski var hann dauður. Joe vildi ekki láta blanda sér í þann sviplega atburð síðar meir, hann átti við nóga örðugleika að stríða samt. Hann gekk hægum skrefum að hrúgaldinu, skimaði í kringum sig og athug- aði myrkar hliðar húsanna, sem að götunni sneru, ef hann sæi einhvern, sem hann gæti kallað til aðstoðar. En hvergi sást nokkur sála. Hann laut niður að hrúgaldinu. — Hvernig líður yður, herra minn? Er ekki allt í lagi . . . Hann skammaðist sín fyrir hve kjánalega hann spurði. Það var bersýnilegt, að það var ekki allt í lagi. Ef svo hefði verið, mundi náunginn ekki hafa legið þarna, þegjandi og hreyfingarlaus eins og steindautt hrúgald. Joe laut enn að honum, lyfti máttvana hendi hans, þreifaði eftir slagæðinni á úlnliðnum. Hann -var að vísu hikandi og skelfdur, en hann gat 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.