Vikan


Vikan - 08.02.1962, Síða 11

Vikan - 08.02.1962, Síða 11
I ekki fundió að síagæðin bærðist. ftann bar lófann að vitum mannsins, en gat ekki held- ur fundið að hann drægi andann. Joe rétti úr sér, strauk höndunum við buxnaskálmarnar, svipaðist enn um, en sá ekki nokkurn mann á ferli. Þá datt honum í hug að réttast væri að athuga hvort náunginn bæri ekki á sér einhver persónu- skilríki. Hann þreifaði eftir brjóstvasanum inn- an á jakka hans, dró upp troðfullt seðla- veski, sem opnaðist sjálfkrafa, svo að minnsta kosti tuttugu samanlagðir peninga- seðlar komu í ljós. Ekki gat Joe að Því gert þótt hann virti þá fyrir sér. Kannski voru þeir þrjátíu — fimm, tiu og tuttugu dollaraseðlar og nokkr- ir fimmtíu dollara. Álitleg fjárfúlga saman- lagt. Þvi varð ekki neitað. Hann starði svo ákaft á seðlana, að hann gleymdi því gersamlega, sem hann hafði ætlað að gera. Hugsun hans snerist öll um það eitt, að nú yrði hann að taka ákvörðun — á stundinni. Joe Helmer virti hrúgaldið enn fyrir sér. Fötin voru hin vönduðustu, allt að því skartklæði. Litið yfirvaraskegg. Lokaðir hvarmar. Svipurinn þrunginn annarlegum friði. Það var augljóst mál, að náunginn hafði ekki þörf fyrir peninga héðan af. Hikandi og titrandi höndum stakk Joe Helmer seðlaveskinu ofan i sinn eigin rass- vasa. Svo gekk hann nokkur skref aftur á bak frá hrúgaldinu. Því næst tók hann á rás. Þegar hann hafði gengið drjúgan spöl hröðum skrefum, fór hann að hlaupa við fót. Hann linnti ekki sprettinum fyrr en hann kom i fátæklega og lágkúrulega hverf- ið, þar sem hann bjó, og þar sem Irena beið hans og hafði búið sig undir það að endurtaka allar sinar fyrri ásakanir einu sinni enn í aukinni og endurbættri útgáfu. i . •:• •' '•: Hann gekk hægum skrefum upp stiganrl, opnaði dyrnar og gekk inn. Irena stóð við eldhúsborðið og þvoði sokka. Hann brosti um leið og hann steig inn yfir þröskuldinn. — Nú, sagði hún stutt í spuna og leit til hans um öxl. Ekkert að frétta frekar en vant er? Hann gekk að kæliskápnum og ætlaði að ná sér í bjórflösku, en mundi það um leið, að lokað hafði verið fyrir rafmagnið. Hann hleypti brúnum, sótti sér flösku fram í búrið og settist með hana í höndunum við eldhúsborðið. Svo tók hann hettuna af flöskustútnum og mælti. — Það er sama deyfðin í borginni. Það er kreppan, sem lamar allt og alla. En ég geri nú samt ráð fyrir þvi, að ég fái eitt- hvað að gera í næstu viku. Hún gekk til hans. Hún var enn dásam- lega falleg, þrátt fyrir öll vonbrigðin, sem hún hafði mátt Þola. Það var hún. — Hvaða kvikmynd sástu? — Byrjaðu nú ekki einu sinni enn, Irena. Ég hef verið á þönum um borgina allan lið- langan daginn i leit að atvinnu eins og endranær. — Ég trúi þvi nú mátulega vel. — Já, en þetta er satt. Ég hef leitað fyrir mér og reynt. Og eiginlega varð sú leit ekki að öllu leyti til einskis. Ég rakst á gamlan kunningja úr hernum. Og hvað heldurðu — jú, hann mundi allt í einu eftir því, að hann skuldaði mér nokkra peningaupphæð. Ég hafði hjálpað honum smávegis einu sinni, þegar hann var í klípu og hann hafði ekki gleymt því. Jú, það eru til heiðarlegir náungar enn í dag, þótt þeir mættu gjarna vera fleiri. Hún leit á hann með tortryggni í svip. — Ertu að gabba mig, eða hvað? — Að þér skuli koma slíkt til hugar! Nei, ég held nú síður. Ég get nú sýnt þér það, svart á hvitu. Viltu fá að sjá peningana? — Já, svaraði hún. Ég er raunar ekki viss um, að ég þekki lengur að það séu peningaseðlar; en ég kemst að raun um það þegar ég sé þá . . . Hann hló. Dró seðlaknippið upp úr rass- vasanum, taldi úr Því á borðið eins og hann gæfi spil. Og hann hafði gaman af því að sjá hve sjáöldur hennar eins og þöndust út. —• Hamingjan sanna . . . Hvað er þetta há upphæð, Joe? —- Reyndu að telja. Hún taldi seðlana i skyndi. Augu hennar ljómuðu. —■ Nákvæmlega sú upphæð, sem ég lán- aði honum forðum, svaraði Joe og lét sér hvergi bregða. — Þrjú hundruð sjötíu og fimin dollarar . Framhald á bls. 30. Smásaga eftir Henry Slesar VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.