Vikan


Vikan - 08.02.1962, Qupperneq 21

Vikan - 08.02.1962, Qupperneq 21
Islenzk skáld eru fremur hikandi við leikritun, en nú hefur eitt úr þeirra hópi, Sigurður A. Magnússon, hrist af sér slenið og komið saman nýju leikriti sem verður sýnt í Þjóðleikhúsinu eftir rúmaviku. Það heitir: GESIAGANGUR 4 5 íslenzkir rithöfundar hafa verið dálítið feimnir við leikritun fram til þessa og er ástæðan ef til vill sú, að þeir þykjast ekki þekkja skilyrði leiksviðsins nægilega vel. Það er vel, að sjá fótum sínum forráð, en gætnin getur líka orðið um of; enginn verður óbarinn biskup, og enginn getur liúizt við þvi, að gallalaus verk komi frá honum í fyrsta sinn. Það er æfingin, sem skapar meistarann; liæfnin þroskast við árekstra og mistök og það er tilvinnandi að einn maður láti frá sér fara nokkur misheppnuð stykki í von um það, að eitt- hvað gott kunni að koma frá honum siðar. Önnur ástæða kann að vera sú, að leik- mennt okkar er ung; það er ekki fyrr en á þessari öld, að menn leika listir sínar á leiksviði að einhverju ráði, enda þótt Skugga-Sveinn hafi öld að baki sér. Og úr þvi minnzt er á Skugga-Svein; ekki hafði iMatthías leikhúsmenntun, en hann lagði samt í það að skrifa þetta leikrit til allrar blessunar, því margir liafa hafl ánægju af þvi um dagana. Frh. á bls. 27. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.