Vikan - 08.02.1962, Side 24
VERÐLAUNATEIKNING Fnrðudýrið
Hér birtum við skemmtilega mynd, sem þarf dálitla þolinmæði og athugun
til að ljúka við, og við teljum það vel þess virði að veita smávegis viðurkenn-
ingarverðlaun fyrir að gera hana vel úr garði. Við leituðum álits Tómstunda-
búðarinnar i Austurstræti 8, vegna þess að þeir eru sérfræðingar í tómstunda-
vinnu, og þeir sögðu að þetta væri aldeilis fyrirtak, og satt að segja urðu þeir
svo hrifnir af hugmyndinni, að þeir buðust til að leggja fram verðlaunin.
Þau verða tvenn, og fyrstu vcrðlaun verða vörur fyrir 100 krónur, en önnur
verðlaun vörur fyrir 50 krónur. Lausnirnar þarf að senda til Vikan, pósthólf 149.
— í neðra liorn umslagsins, vinstra megin á að skrifa orðið: Teikning.
Það er ekkert skrýtið þótt maðurinn á myndinni sé svo
furðulostinn að hárið rísi á kollinum á honum. Hann hefur
nefnilega séð aldeilis stórfurðulegt skordýr, og það svo stórt
að hann hefur aldrei gert sér slíkt í hugarlund. Þetta sama
getið þið séð, ef þið dragið línur eins og sagt er fyrir hérna
að neðan — en varið ykkur og verið ekki hrædd!
Byrjið við M-12 og dragið strik til P-12, til R-13, S-14 U-15,
U-14 S-ll P-9 0-9, P-ll, R-13. Dragið strik frá 0-12 til P-ll. Svo
frá T-13 til X-13, W-ll, T-8, P-8. Strikið frá W-ll, X-ll, T-7,
K-9, J-8, 1-8, H-9, G-ll, G-13, H-14. Strik frá L-12, L-ll, K-9.
Strik frá U-14, U-7, V-5, W-5. Strik frá S-8, S-6, T-5, U-5. Setjið
sfðan línurnar E-16 til G-13, G-16 til H-14, W-ll til W-10, V-10
til V-9, T-8 til T-7, R-8 til R-7, Q-8 til Q-7, P-9 til P-7. Dragið frá
frá 1-13 til H-13, H-ll, J-ll, J-13. Bætið síðan inn í línuna J-10
til J-8, U-9 til V-8, U-8 til V-7, U-7 til V-6, S-7 til T-6, N-7 til
0-5, N-8 til M-7, M-7 til N-5, L-7 til M-5, L-8 til K-7 til L-5.
NAFN
HEIMILI
ALDUR
Listaverk íyrir lítið fólk
Loks kemur svo hérr.a listaverkið, sem allir hafa beðið eftir
með óþreyju, og ekki sizt yngstu lesendurnir, sem biða með litina
sína tilbúna, að mála ...
Þessi mynd er af honum Snata litla, sem var alveg búinn að
steingleyma hvar hann gróf beinið sitt i jörðu. Hann var búinn
að leita og leita, en hvergi fann hann staðinn. Þess vegna er það
að hann er fullur áhuga að horfa á hvað hann Stjáni vinur hans
er að gera. Hann er nefnilega að . . .
Ja, hvað haidið þið að hann sé að gera?
Það fáið þið að sjá, þegar þið eruð búin að teikna myndina eins
og venjulega, með því að byrja á númer eitt með blýantinn, og
draga strik til númer tvö, þrjú og svo framvegis.
Og svo þegar þið eruð búin að því, þá er náttúrlega að mála
myndina.
UMFERÐAR-
VANDAMÁL
Það var geysileg heræfing.
Allur herstyrkur Putalands var á æfing-
um og mikið gekk á.
Hernum var skipt niður í þrjár herdeildir,
sem voru staðsettar hingað og þangað — að-
allega þangað. Vandræðin voru þau, að hver
herdeild átti að halda þrem stöðum, og milli
þessara þriggja staða þurfti að halda uppi
samgöngum, til að flytja milli vistir og púðurkerlingar.
Umferðamálastjóri Putaríkis mátti ekki heyra á það minnzt að þessar sam-
gönguæðar skærust, eða mættust, þannig að hver herdeild fyrir sig varð að
beina umferðinni milli sinna staða þannig, að þær mættu aldrei umferð hinna
herdeildanna, né skæru þær.
Herdeildirnar báru virðuleg nöfn, og hétu „Hringurinn", „Stjarnan“ og
„Krossinn“.
Nú er að vita hvort þið eruð eins sniðugir herstjórar og yfirhermálaráðherra
Putalands, sem leysti vandann í grænum hvelli, og sýndi herdeildarstjórunum
á blaði hvernig þeir ættu að hafa umferðinni, svo fyrirmælum umferðarmála-
stjórans væri hlýtt í einu og öllu.
Ef þið gefizt upp, hafið þið tapað stríðinu, og þá getið þið tekið það rólega
og fundið lausnina einhvers staðar annars staðar i blaðinu.
24 VIKAN