Vikan


Vikan - 08.02.1962, Side 35

Vikan - 08.02.1962, Side 35
langt frá þvi allt og væri hægt að skrifa endalaust um það. Gísli virð- ist alltaf hafa tima til alls. Hann virðist aldrei vera önnum kafinn. Hann hefur aldrei bragðað áfengi og aldrei neytt tóbaks. Hann hefur því ekki eytt tíma sínum í siíkt. Hann er mjög snoturlega klæddur, aldrei neitt fis á honum, alltaf vel klipptur og eins og nýkominn frá rakara og hárskera, og hann er klipptur að þýzkum sið. í skrifstofu hans er allt eins, allt i röð og reglu, engin laus blöð á skrifborðinu og þó fara þiis- undir skjala um hendur hans. Hann hefur svo mörg áhugamál að ómögu- legt er að fylgjast með þeim öllum, eða telja þau upp hér. Hann stundar fjármál af kappi. Er umboðsmaður erlendra fjármálamanna, útvegar lán, útvegar tilboð um stórfram- kvæmdir. Hann dreymir glæsta drauma um Hveragerði. Þar segir hann að hægur vandi sé að koma upp heilsuverndarstöð sem eigi engan sinn líka i Evrópu og jafnvel í öllum heiminum. Það er hægur vandi að fá fólk til að dveljast mán- uðum saman við hverina í Hvera- gerði. Hann hefur boðið hingað fjöl- mörgum visindamönnum og á vegum hans hér hafa verið: heilsufræðing- ar, doktorar í læknisfræði, jarð- fræðingar, landbúnaðarfræðingar, náttúrufræðingar, bakteriufræðing- ar og m. fl. Allir hafa þeir fallizt á drauma Gísla, staðfest skoðanirhans á möguleikum fslands. Hann hefur ekki mætt andstöðu frá erlendum sérfróðum mönnum, en hann hefur stundum rekið sig á islenzka vantrú. Hann er svo hugmyndarfkur oghann er svo framkvæmdasamur, og hann getur svo margt, að menn verða ó- sjálfrátt svolítið bræddir við hann. Hann hefur einna mest barizt fyrir höfn í Þorlákshöfn og brú á ölfusá i óseyrarnesi, og þó að honum hafi ef til vill ekki orðið að öllu leyti að trú sinni, eða ekki verið farið eftir áætlunum hans, þá virðast nú bæði málin vera komin á þann rek- spöl, sem hann hefur predikað að ætti að fara árum saman. Og þá er enn ótalið það, sem und- anfarið hefur verið, auk fram- kvæmda f Hveragerði, mesta áhuga- mál hans, islenzkur landbimaður. Hann sagði einu sinni i ræðu: „Það eru tæplega sex þúsund bændur i landinu. Þar af eiga fimm lnindruð enga belju, og fimm hundruð eiga eina, en sextán hundruð tvær til þrjár. Þessu er hægt að gjörbreyta, en aðeins með þvi að koma á fyrir- myndarbúskap. Sérfræðingar i land- búnaðarmálum, sem hingað hafa komið, hafa allir lokið upp einnm munni um það, að hér sé hægt að rækta betra gras en gert er. Rækt- unin er gamaldags. Þetta kostar ekki mikið fé, en það krefst áræðis og hugmynda. Við getum, ef við vilj- um, margfaldað grassprettuna og fengið miklu betra gras. Það er und- irstaða. Ef við gerum þetta þá get- um við framleitt mjólkurduft til súkkulaðigerðar i tonnatali til út- flutnings. Vitið þið, að það er alveg sérstakt bragð að islenzkri mjólk, sem útlendingum likar vel?“ Og þannig hefur Gísli Sigurbjörns- son talað svo árum skiptir — og þannig talar hann enn. Hann fer gandreið i huganum, ákafi hans er einsdæmi, möguleikar hans ótrúleg- ir. Hann sannfærir menn, jafnvel þó að erfitt sé að fylgjast með hug- myndafluginu. í dag vill hann koma upp elliheimili i Kaupmannahðfn, vinnuheimili á Kolviðarhóli á morg- un, glerhöll i Hveragerði, höfn á Akranesi, nýjum veiðivötnum i Breiðumýri. Byggja stórhýsi i Reykjavík sem hann selur og leigir um leið öldruðum hjónum. Hann hefur vald á peningum, hann nýtur trausts erlendis. Hann gæti valið úr forstjórastöðum. Gisli virðist aldrei vera þreyttur. Hann blótar aldrei. Kann ekki að blóta. Hann notar önnur orð i stað- inn. Þegar hann mætir vantrú, is- köldum vegg skilningsleysis á hann til að segja: „Andstyggðar skarf- arnir“. Þetta eru blótsyrði hans, og hann er jafnvel feiminn er hann sleppir þeim af vörunum. Smástrák- ar eru alltaf á hælunum á honum á lóð Elliheimilisins. Hann ræður bá til að tina bréfarusl, flöskuhettur. snærisspotta og þess háttar af lóð- inni ef þetta fýkur inn á hana. Kajl- ar þá svo upp á skrifstofu til sín og borgar þeim fimm krónur eða tiu krónur, allt eftir því sem við á. Og allir smástrákar í nágrenninu eru hrifnir af honum. En hann lætur Iivorki smástráka, né hákarla snúa á sig. Hann er séður og út undir sig. Hann geysist áfram, en er samt alltaf var um sig. V. Gisli Sigurbjörnsson varð fyrir þungu áfalli þegar móðir hans og systur létust með svo sviplegum hætti. Áður hafði hann ekki kennt sér neins meins. Nokkru sfðar varð hann mjög sjúkur. Hann fékk asma, hvimleiða og erfiða veiki, sem stundum fer illa með hann. Hann hefur barizt við þessa veiki i ára- tugi og leitað sér lækninga austan hafs og vestan, en fær ekki bót. Hann sagði einu sinni i áheyrn þess, sem þetta ritar: ,,Það er ekki aðalatriðið að lifa lengi heldur að gera eitthvað, að skilja eftir sig varanlegt starf, eitt- hvað það sem hefur gildi fyrir fram- tíðina. f raun og veru höfum við ekki öðru hlutverki að gegna i þessu lifi.“ „Það er ekki aðalatriði hver hrindir góðu máli af stað eða hver framkvæmir það, það er aðalatriðið, að afrekið sé unnið.“ — „Ég verð að vinna verkið í dag. Ég veit aldrei nema ég verði veikur á morgun. Ég hef grætt á „andstyggðar asm- anum“. Já, hann geysist áfram. Sér svo miklar sýnir, að menn verða næstum þvi hræddir. „Andstyggðar skarfarnir“ eiga svo erfitt með að fylgjast með i loft- ferðinni. Þegar Frímann B. Arngrimsson kom hingað fyrir aldamót og flutti erindi um rafmagnið og vildi láta virkja Elliðaárnar, gátu „skarfarnir" ekki fylgzt með. Þeir lilustuðu á hann, en hrukku svo frá af einskær- um ótta við það, að ef joeir slægj- ust i förina myndu þeir kannski detta af baki. Svona er það oft með þá sem lengst sjá og hraðast vilja fara. Gisli Sigurbjörnsson sér skáldleg- ar sýnir móður sinnar. Hann reikn- ar köld reikningsdæmi eins og fað- irinn. Það er erfitt að fullnægja hvorutveggja, en honum hefur tek- izt það. Hann hefur rutt brautir — og aldrei tapað. Gisli Sigurbjörnsson er kvæntur Helgu Björnsdóttur og eiga þau fjórar dætur. Stahir joklmr Terylene- buxur VIKAN gg

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.