Vikan - 08.02.1962, Side 43
KS!S,u
Cl£aUMuí>lnN
Draumspakur maður ræður drauma
fyrir lesendur Yikunnar.
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi að ég og strákurinn,
sem ég er með, vorum trúlofuð og
mér fannst hringurinn minn svo
ægilega fallegur og mér finnst ég
koma til bróður mins en hann verð-
ur mjög undrandi, ]>egar hann sér
mig með hringinn en mér fannst
hann líka vera trúlofaður. Hann
var ekki sérlega hrifinn af trúlofun
minni, svo kynni ég mömmu fyrir
kærastanum, en hún hefur aldrei
séð hann í rauninni og mér finnst
strákurinn vera ægilega feiminn og
roðna mikið. Mér finnst pabbi hvergi
vera nálægt og mamma segir að
hann hafi íengið sér göngutúr. £g
var svo undrandi yfir þessu. Eg
man að ég var mjög ánægð og ham-
ingjusöm en ég var alltaf rauð i
andlitinu. Viljið þér gjöra svo vei að
segja mér livað draumurinn þýðir,
ef þér getið.
Mig langar til að taka fram að
ég og strákurinn ætlum heim í sum-
ar, en við erum ekki búin að opin-
bera og ég hugsa mikið um það
hvernig heimkoman verði, af því að
ég hef aldrei komið heim með strák
fyrr, en svo dreymdi mig þennan
draum og þá datt mér í hug að skrifa
yður.
Með fyrirfram þökk. Erla.
Svar til Erlu.
Talið er, að ef stúlka dreymir sig
trúlofaða þá niuni sá piltur er
hún dreymdi sig trúlofaða
ganga að eiga hana. Já, það er
auðvitað talsvert viðkvæmt mál
þegar unnustinn er kynntur fyr-
ir forcldrunum. En ég geri ráð
fynr að það ætti alls ekki að
þurfa að vera svo erfitt, þegar
tillit er tekið til þess, að þetta er
í fyrsta skiptið og einnig það síð-
asta. Það er auðvitað talsvert
erfiðara þegar kærastarnir eru
margir og það tekur eiginlega
ekki að kynna þá fyrir pabba og
mömmu. En þetta er greinilega
allt í bezta lagi hjá þér.
Kæri draumráðandi.
Fyrir nokkuð löngu síðan dreymdi
mig, að ég stóð uppi á háum hól,
sem var girtur og mér fannst girð-
ingarstaurarnir vera þaktir gull-
steinhringum og mig langaði til að
máta þá svo ég tók trúlofunarhring-
inn rninn af mér, en hann datt ofan
í forarpoll eftir því, sem mér
fannst og mér brá og ég hljóp af stað
til að leita að hringnum en fann
hann ekki. Hins vegar fann ég óekta
liring og mér fannst hann vera í
sundur, svo ég tróð honum undir
gullsteinhring, sem ég ber, svo kær-
astinn minn sæi hann ekki, en hann
tók eftir honum, að mér fannst og
sagði: „Komdu við skulum kaupa
okkur breiðari hringi“, og mér
fannst ég fara með honum. Fyrir
hverju er þetta?
Með fyrirfram þökk.
María Sigurðardóttir,
Langholtsvegi 200, Reylcjavík.
Svar til Maríu Sigurðardóttur.
Að standa upp á hól í þessu tilfelli
er fyrir því, að margir rnunu
verða til að taka eftir fegurð
þinni og yndisleik. Staurarnir
umhverfis þig með gullstein-
hreingunum merkja trúlofunar-
möguleika þína og þeir eru
jafnmargir hringunum, sem á
staurunum voru. Þetta allt
verður sýnilega til að villa
fyrir þér og slá ryki í augu
þín, því þú tekur ofan trúlofunar-
hringinn og kærastanuni þínum
verður svo mikið um þetta að
hann leggst í svall. En tilfiningar
þínar gagnvart honum eru heitar
af þrá, því þú ferð að leita hans,
en í þeirri leit finnurðu hann
ekki heldur annan mann(hring),
seni reynist illa. Kærasti þinn,
skilur þetta og samband ykkar
hefst aftur á ný, betrg en nokkru
sinni fyrr.
Kæri draumráðandi.
Eg ætla að biðja þig að ráða
fyrir mig draum, sem mig dreymdi
fyrir skömmu.
Ég var stödd úti á Sauðárkróki
og mér fannst móðurbróðir minn
og konan hans, sem er dönsk, vera
að fara út til Danmerkur með Gull-
fossi. Gullfoss var á Sauðárkróki
og fannst mér hann eiga að koma
við í Reykjavík. Á leiðinni suður
tók ég eftir því að ég var peninga-
laus. Þegar við komurn til Reykja-
víkur, föruin við til önnnu minnar
og fannst mér pabbi minn koma
þangað rétt á eftir. Þá spurði ég
hann hvort hann gæti látið mig fá
peninga. Lét hann mig fá þá bæði
ávísanir og tékka, en ég vissi aldrei
Iive mikla peninga hann lét mig
l'á, en mér fannst peningaveskið
mitt orðið troðfullt. Sagði ég hon-
um þá, að ég liefði engin föt og lét
hann mig þá fá sparifötin sín, sem
hann hefur fyrir sunnan. Allt í
einu segir pabbi við mig, hvaða
glampi er þetta. Eg sagði að þelta
væri Gullfoss, sem væri að tilkynna
að liann væri að fara. Þá fórum
við að kveðja, en þau fara á undan
mér, svo að ég verð að biðja frænku
mína, að fylgja mér niður að höfn,
því ég hafi gleymt hvar skipið lá.
Þegar ég vaknaði, fannst mér ég
vera að leggja af stað.
Með fyrirfram þökk.
Helga.
Svar til Helgu.
Draumur þinn er fyrir velgengni
í viðfangsefni, sem þú nú hefur
tekið þér fyrir hendur, að
minnsta kosti nærðu þeim ár-
angri, sem til var ætlazt í upp-
hafi. Hins vegar er greinilegt að
þér mun hlekkjast ýmislegt á,
en ekki er við öðru að búast,
hlutirnir koma ekki allir af
sjálfu sér.
Sllll
Nýtt útlit
Ný tækni
luggar fyrir verzlan-
ir og skrifstofubyggingar I
ýmsum litum og formum.
Málmgluggar fyrir verk-
smiðiubyggingar, gróður-
hus, bílskúra o fl.
/ZZ7
^7
Lækjargötu, Hafnarfirði. — Sími 50022.
VIKAN 43