Vikan - 15.03.1962, Qupperneq 6
SNÖRP morgungola lék um báta-
pallinn, þegar Ned Bradford gekk
þar um á leiðinni í loftskeytaklef-
ann. Hann sveið enn undan á-
drepunni, sem hann hafði fengið
hjá Ferroni skipstjóra.
— Tókuð þér ekki á móti sím-
skeyti til frú Robert St. John um
tólfleytið í nótt, þar sem henni var
tilkynnt að faðir hennar væri lát-
inn, hafði Ferroni skipstjóri spurt
kaldranalega.
— Jú, skipstjóri.
— Og samt sem áður komuð þér
því þannig fyrir, að skeytið barst
henni ekki í hendur fyrr en klukk-
an tiu í morgun?
— Það er skoðun mín að slæmar
fréttir þoli alltaf nokkra bið, skip-
stjóri. Og eins og þér eflaust mun-
ið var mjög slæmt í sjó í kvöld
er leið, og frúin varð að standa
upp frá borðum vegna sjóveiki. Mér
fannst ekki nærgætnislegt að færa
henni skeytið fyrr en hún hefði
jafnað sig nokkuð. Ég áleit . . .
— Þér álituð . . . greip Ferroni
skipstjóri fram í fyrir honum. Nú
skal ég segja yður mitt álit, ungi
maður: Það gæti orðið óþægilegt
fyrir yður, ef þér takið á móti áríð-
ándi tilkynningu til mín, en dragið
að afhenda mér hana þangað til
þér álítið að ég sé sæmilega út-
sofinn, eða ©itthvað þess háttar.
Það leyfi ég mér að fullyrða.
FJöldi fólk§ var
I bráðri lífshættu
og §amt hikaði §kip§-
ist|örinn viö að g:efa þá
fyrir§kipun, §em g-at
hjargað öllnm. Og
vilji §kip§tjwran§
jafngilti laga-
ákvæði.
ELDUR
LAUS
UMBORD
Smásaga ef tir R. Raymond
6 VIKAN