Vikan


Vikan - 15.03.1962, Side 9

Vikan - 15.03.1962, Side 9
vegna þess a8 ég var ómáttugur þess að bæta úr því eins og sakir stóðu. Það stytti okkur stundir, að við hðfðum spil og tókum margan slaginn. En svo var farið að spila uppá peninga eða öllu heldur þá fáu skildinga, sem menn höfðu með höndum. Það þótti meira spennandi og „21“ var vinsælasta peningaspilið. En Bretarnir komust að þessu og þá var það bannað. Ég lagði aldrei undir í spil þessa fáu aura sem ég átti. Við vorum nokkrum sinnum fluttir á milli fangabúða á eynni, en þær voru mjög líkar hver annari. Á einum stað voru kvennabúðir. Sumir áttu konur sínar þar. Þeir fengu að heimsækja þær einu sinni í mánuði og heim- sóknartíminn var tvær klukkustundir. Ég man tæpast lengur, hvað við vorum lengi þarna á Mön, því það var hver dagurinn öðrum líkur og lítið til að miða við. En svo vorum við fluttir til Hayton, sem er á meginlandi Englands, skammt frá Liverpool. Þar var gamalt hverfi einbýlishúsa, sem hafði verið breytt í fanga- búðir og girt utan um með gaddavir eins og venjulega. Við vorum látnir 15 í hvert hús, en borðuðum í bragga. Það var um vetur og kol af skornum skammti. Þá var kalt, þvi húsin voru illa einangruð. Samt urðu aldrei nein læti meðal fanganna og engar uppreisnartil- raunir. Þessir sífelldu fiutningar milti fangabúða voru til þess að menn týndu eklci vitinu af -einskæru tilbreytingarleysi. Það lagðist þungt á okkur og þó mjög misjafnlega. Einn ungur maður frá Akureyri var orðinn mjög dapur um þessar mundir og einu sinni, þegar ég var að vinna mér inn nokkra skildinga með því að þrifa þurrkloft, kom ég að honum nærri hengdum í rafmagnssnúru upp við hurðarhún. Hann hafði byrjað á því að reyna að skera sundur púlsinn með rakblaði, en elcki hitt á hann. Það hafði þó blætt eitthvað og hann hafði notað blóðið til þess að mála hakakross á vegginn og „Heil Hitler“. Hann var látinn á spítala en strauk þaðan eftir að búið var að flytja okkur frá Hayton og þá hengdi hann sig í afskekktum bragga og fannst ekki nærri strax. Samt voru Ijósir punktar í tilverunni. Það Konstantín varð innheimtumaður hjá Vikunni fyrir tíu árum og gengur allan liðlangan dag- inn milli útsölustaða. var píanó i húsinu okkar og það var sett sam- an hljómsveit, sem lék mörgum til ánægju. Ekki man ég hvernig önnur hljóðfæri voru útveguð. Carl Billich, sem allir íslendingar þekkja, var einn af oss. Hann stjórnaði hljómsveitinni og spilaði á pianóið. Mér líkaði alltaf einstaklega vel við Billich. Stundum hitti ég hann og þá tölum við þýzku saman. Annars er ég farinn að ryðga i þýzku og vil fullt eins vel tala ís- lenzku. Sums staðar voru bækur og blöð og bíó einu sinni í viku. Ég fór bara einu sinni á bió. Þá stóðu þeir v'íð hliðina á okkur með byssustingi. Ég kunni ekki við það; vildi þá eins vera kyrr og fara hvergi. Aftur á móti færði ég mig uppá skaftið við eldhússtörfin, fór að reyna matar- tilbúning og varð aðstoðarkokkur. Rétt fyrir stríðslokin var ég reyndar orðinn aðalkokkur með heilmikla reynslu í matartilbúningi, sem kemur mér að góðum notum æ siðan. En lítið var upp úr þessari vinnu að hafa, mig minnir 15 shillingar á mánuði. Efnið í matinn var af- skaplega vont, oftast þriðja flokks saltfiskur, en stundum einhvers konar kjöt. Ég gat líka fengið vinnu á bóndabæjum i nágrenninu, en það var nálega kauplaust og ég kærði mig ekki um það. ' Ég vissi það af bréfum að heiman, að konan mín hafði verið mjög heilsutæp og þess vegna hafði ég margoft sótt um að vera látinn laus. En því var alltaf svarað neitandi. Svo var það eitt sinn, að háttsettur Breti kallaði á mig á skrifstofu sfna, bauð mér að reykja og var allt öðruvisi en þeir voru vanir að vera. Mér bauð strax i grun, hvað um væri að vera og það kom mér ekkert á óvart, þegar hann dró upp símskeyti og upplýsti, að konan min væri dáin. Ég sótti þá enn um leyfi til heimferðar, en jafn árangurslaust. Þetta var seint i stríðinu og bandamenn voru búnir að gera innrás á meginlandið. Þeir sögðu mér, að ef ég væri leiður á fangabúðalífinu, þá gæti ég fengið vinnu i verksmiðjum í Frakklandi eða Belgiu. Þótt ég væri ópólitiskur, þá kærði ég mig ekki um það. Þjóðverjar voru þó landar mínir þrátt fyrir allt. Á jólunum fengum við alltaf pakka að heim- an og þá voru haldnar veizlur i „Islandshaus“ eins og við félagar nefndum samastað okkar. Sumir fengu hangikjöt að heiman og þá var glatt á hjalla. Þá komu officerarnir til okkar og drukku með okkur bjór. Það var enginn fjandskapur á milli þeirra og okkar, síður en svo. Margir úr okkar hópi töluðu ensku, en ég gerði það ekki og kærði mig ekki um að læra það mál, úr því sem komið var. Undir stríðslokin vorum við settir i fanga- búðir nálægt London og ég þarf ekki að taka það fram, að þær voru alveg eins og hinar. Við vissum ekki mikið um gang stríðsins; frétt- um aðeins lauslega stórtíðindi og þeir voru ekk- ert að segja okluir frá gangi mála fremur en okkur kæmi það ekki við. Við höfðum ekki útvarp og dagblöð sáum við heldur aldrei. Það var svipað i stríðslokin og í fyrra stríð- inu, þegar ég barðist i Frakklandi og við gleymdumst þar. Við vissum ekki að stríðið væri búið fyrr en nokkru eftir vopnahléið og okkur var haldið i fangabúðunum í fjóra mán- uði eftir striðslok. Þýzkir fangar í Englandi voru allir saman sendir beint til Þýzkalands i eymdina og volæðið. Við höfðum allir sent skeyti til islenzkra stjórnarvalda, þess efnis, að okkur yrði leyft að koma beint heim til Is- lands. En þá var kommastjórn á íslandi og hún kærði sig ekkert um Þjóðverja til íslands, svo við fórum sömu leið og hinir. Leiðin lá yfir Ermarsundið milli Dover og Calais og landleið áfram til Þýzkalands. Þá skiptu sumir félaga minna um skoðun og ákváðu að verða áfram í Þýzkalandi, en ég var alveg gallharður i því að komast til íslands við fyrstu hentugleika. Það átti eftir að taka sinn tíma. Við vorum sendir til Ham í Þýzkalandi og þar gerðist sá merkisatburður, að ég var látinn laus eftir hálft sjötta ár í ófrelsi. En ástandið var óumræðilega dökkt og vonleysislegt. Ég átti ekki neina peninga og ég held, að það hafi verið öllu verra sem við tók eftir fangabúða- vistina. Fólk stal, því sem það náði í og ég tapaði mínum fátæklega farangri. Samt komst ég heim á fornar slóðir í Norður- Þýzkalandi og á jólunum heimsótti ég systur Framhald á bls. 36. VIKAN 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.