Vikan


Vikan - 15.03.1962, Page 10

Vikan - 15.03.1962, Page 10
Kapphlaup uxn forsidufrétt Smásaga eftir OTTO HOLM Ykkur er alveg óhætt að trúa því, að það fer engin flugvél til Bahia Morenos fyrr en snemma í fyrramálið. — Er ekki hægt að fara auka- ferð ? Maðurinn bak við grindurnar hristi höfuðið með örvæntingar- svip. — Ég hef reynt allt, sem í mínu valdi stendur, sagði hann, en. hvernig í ósköpunum átti mig að gruna, að allt í einu kæmu þrjátíu blaðamenn, sem þyrftu endilega að komast til Bahia Morenos í dag? Bahia Morenos! Þangað fer venjulega ekki nema einn farþegi i viku. Nei, herrar mínir, þið komizt ekki af stað fyrr en snemma í fyrramálið. Blaðamennirnir höfðu sig á brott sáróánægðir. Aðeins einn þeirra stóð kyrr. Hann var ungur og ljóshærður með ísblá augu. Hann hallaði sér að grindunum og tók þéttingsfast um handlegg afgreiðslumannsins. — Ég heiti Donald F. Thompson frá Sunnudagsblaðinu, sagði hann í lágum hljóðum. — Það borgar sig fyrir yður að greiða fyrir mér. Ein- hvers staðar hlýtur að vera hægt að fá leigða flugvél, eða kaupa hana, ef ekki er annars kostur. Maðurinn bak við grindurnar, dró að sér handlegginn, og það fóru kvalakippir um andlit hans. — Já . . . að vísu á ég litla tveggja sæta sportflugvél, en ég get ekki útvegað yður flugmann. — Það gerir ekkert til. Ég flýg sjálfur, og nú skulum við hafa hraðann á. Donald F. Thompson rétti manninum stóran bunka af peningaseðlum, og skotraði augunum varfærnislega fram að útganginum. — Afsakið, en ég heyrði af tilviljun, hvað þér sögðuð. Er yður það nokkuð á móti skapi, að ég komi með yður til Bahia Morcnos? Unga stúlkan birtist svo skyndilega, að það var eins og hún hefði sprottið upp úr gólfiriu. Hún var í látlausu bláu pilsi og hvítri blússu. Liðað hár hennar var dökkt gljáandi, og bros hennar var yndislegt. Hún var með barðastóran stráhatt sem fór henni vel. — Taka yður með til Bahia Morenos? sagði Donald og bar ótt á. — Það kemur ekki til mála! En í sama bili sá hann feitlaginn mann, sem gekk hröðum skrefum í áttina til þeirra. Þetta var Kelly frá Kvöldblaðinu, viðsjárvérður keppinautur, og heimsins mesti kjaftaskur. — Eruð þér blaðamaður? hvíslaði Donald að stúlkunni. Hún hristi höfuðið. — Þá er allt í lagi, sagði Donald. Síðan sneri hann sér að Kelly. — Það eru aðeins tvö sæti í flugvélinni, og þessi unga stúlka er búin að panta far. Donald F. Thompson yppti öxlum eins og í afsökunarskyni um leið og hann sagði þetta. Hin litlu djúpstæðu augu Kellys skutu gneistum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.