Vikan


Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 12

Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 12
I STORtS STCCRIHG GCAR r.WTANKt i DECKAT SIDCS_ i »Ti | | , [ fíTT rCAK ! * or rw LM6IHC b BOILCR ROOM BOUSR flAT AU/IUARV /lAT N! 10 TANKS N- 1f TANKS ÍUlRrLOl LUBR. Ol iZtO TANK R TEIKNAÐIATTFAU SHERRA SNP EN TRðUAFOSS EN ER MEINAÐ AÐ NOTA STARFS- HEITI SITT Á ÍSLANDI K/-*7 Nf ð TANKS I3QOQ U°££ 13000 ' 300 í Danmörku er nú verið að smíða stærsta skip, sem nokkurn tíma hefur verið smíðað þar, en það er 50 þúsund lesta olíuskip. Til þess að hægt væri að smíða skip þetta, varð fyrst að byggja sér- staka skipasmíðastöð, Lindö á Fjóni, sem tilheyrir Odense Staalskibsværft. Maðurinn, sem gerði grunnteikningar af þessu skipi er íslendingur, heitir Hörður Þormóðsson, og hefur undanfarin tvö ár unnið hjá þessu danska fyrirtæki, sem skipaverkfræðingur. Hörður Þormóðsson fær ekki atvinau á íslandi, sem slíkur, - vegna þess að samkvæmt íslenzkum lögum er hann ekki viðurkenndur verkfræðingur. Vikan birtir þetta viðtal við Hörð Þormóðsson af tvennum ástæðum: í fyrsta lagi til þess að kynna mann, sem hlotnazt hefur sú við- urkenning erlendis að fá að gera frumteikningu að stærsta skipi, sem smíðað hefur verið á Norður- löndum. í öðru lagi til þess að benda á þau ákvæði, sem gilda hér á íslandi, að þessi maður skuli ekki fá að nota starfsheiti sitt hér. Ég heyrði sögur af því fyrir nokkru síðan, að ísiendingur hefði teiknað 50 þús. lesta skip, sem væri nú í smíðum fyrir bandarískt fyrir- tæki, og væri það langstærsta skip, sem smíð- að hefði verið í Danmörku. Satt að segja man ég ekki í bili hver það var, sem sagði mér þessa furðusögu, enda gleymdi ég henni eins fljótt og ég gat með nokkru móti. Blaðamenn heyra svo mikið af slíkum sögum, að ef þeir ættu að trúa helm- ingnum af þeim, væri hehningurinn af þeim fyrir löngu kominn undir lás og slá. Ég hefi töluverðan áhuga fyrir að ganga laus á meðan hægt er, svo ég sting svona „gróusögum“ venju- lega í rassvasann, en hann er botnlaus. Svo heyrði ég söguna aftur, og ég hef þá reynslu að ef maður heyrir sömu „lygasög- una“ tvisvar sinnum, án breytinga, þá sé 0,001% 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.