Vikan


Vikan - 15.03.1962, Qupperneq 28

Vikan - 15.03.1962, Qupperneq 28
I fullrf alvöru Höllinn í túninu. Til er frásögn af því, að Jón bisk- up Ögmundsson leitaði tippi Sœ- mund fróða í Paris, í því skyni að fá hann til að hverfa heim aftur. Var Sæmundur þá svo lærður orð- inn í Svartaskóla, að hann mundi hvorki lengur uppruna sinn né móð- urmál og höfðu umtölur Jóns eng- in áhrif — fyrr en hann tók að minnast á æskustöðvar Sæmundar, í Odda. Þá var sem Sæmundur rank- aði við sér — mundi fyrst eftir lág- um hól í túni, þar sem hann hafði leikið sér lítill drengur, og síðan uppruna sinn, og eftir það fýsti hann heim aftur. Þetta er að vísu þjóðsaga og sann- leiksgildi hennar eingöngu fólgið 1 táknmálinu. Og fyrir það er hún merkilegust. — o O o — Svo er nú háttað hjá okkur, að ]>eir ungir menn og stúlkur munu i meirihluta, sem ekki hafa að minnast neins hóls í túni, þar sem þau léku sér á barnsaldri, og verð- ur sá meirihlutj stöðugt meiri eftir því sem árin líða. Þau hafa ekki annarra ieikstaða að minnast en húsagarðs, sandkassa á velli eða hellulagðrar gangstéttar og malbik- aðrar götu, staða, sem þau geta virt fyrir sér í hvaða borg og i hvaða landi sem er. En í Paris sá Sæ- mundur fróði engan hól i túni, eins og þann sem hann mundi, er hann hafði gleymt öllu öðru vegna iær- dóms síns. Samkvæmt þjóðsögunni var það sá hóll, sem gerði gæfu- muninn. Honum á þjóðin að þakka það, að Sæmundur sneri heám aftur og settist að á föðurleifð sinni, Odda á Rangárvöllum, þar sem hann not- færði sér þau fræði, sem hann hafði nuinið í Svartaskóla, ekki eingöngu til þess að hafa Kölska að ginn- ingarfífli, heldur og til að grund- valla það menntasetur, sem frægast hefur orðið og áhrifaríkast á ís- iandi. Mundu fortölur Jóns Ögmunds- sonar hafa borið nokkurn árangur, ef Sæmundur fróði hefði verið al- inn upp í fjölbýlli sambyggingu og leikið sér í sandkassa Títill drcng- ur? Mundi þá nokkuð það hafa verið tekið upp úr djúpi dulvitundar hans, 'er gat orðið honum leiðarsteinn heim, þegar hann hafði týnt tungu sinni, uppruna sínum og ætt i Teit- inni að þeirri þekkingu, sem mikill lærdómur veitir? — o O o — Því fer fjarri, að ungu kynslóð- inni séu gerðar hér þær getsakir, að hún unni ekki ættjörð sinni af sömu einlægni og sú, sem nú nálgast graf- arbakkann eða þær, sem gengnar eru. En mér vitanlega hefur eng- inn tekið sér það verkefni fyrir hendur að alhuga Jivaða áhrif það kunni að hafa á sálarlif manna, og þá sér í lagi tengsl þeirra við Jandið sem sérstakt land, að hafa alizt upp í „alþjóðlegu" borgaruinhverfi — samanborið við ]iað að liafa átt sinn liól í túni i uppvextinum. Hygg ég þó að það væri ekki ómerkilegra rannsóknarefni en margt annað, sem nú er varið tíma og fé i að kryfja til mergjar. Að undanförnu hefur oft verið kvartað yfir því á opinberum vett- vangi, að ungir menntainenn vildu ógjarna snúa heim aftur að loknu námi erlendis, og hafa þá sumir gerzt tiJ að telja eftir þá styrki, sem þeir hafa hlotið til námsins af opin- beru fé. Þær eftirtölur eru lítilmann- legar í sjálfu sér, því þær upphæðir ráða engu um útkomuna á rikisbú- inu, og það peningalega tap er ekki neitt, samanborið við það að tapa starfskröftum þessara ungu og lærðu manna og öllu því, sem þeir gætu Játið af sér Jeiða til heilla fyrir þjóð sína í nútíð og framtíð. í þessú sambandi er þvi oft hald- ið fram, að við getum ekki boðið þessum ungu mönnum þau starfs- ltjör og laun að námi Joknu, sem þeim er boðið erlendis. Það mun satt vera — en þannig var það líka áður fyrr, að margur ungur íslend- ingur, sem menntaðist erlendis, átti kost á betri launum og starfskjörum þar að námi loknu, en hér heima, og 1 þann tíð var sá raunur enn meiri. Þó sneru þeir yfirJeitt allir lieim aftur, enda mundi þjóðin vart eiga jafn margra og glæsilegra sigra að minnast á öllum sviðum og raun ber vitni, ef þeir hefðu ekki gert það. Þarna er því um nokkra breyt- ingu að ræða, ef til vill einmitt á afstöðu ungu kynslóðarinnar til upp- runa síns og þess umliverfis, þar sem liún er borin og barnfædd. Sé svo, verður henni ekki iegið á hálsi fyrir það. Ekki er það hennar sök, þótt þróunin hafi hagað þvi svo, að unga kynslóðin eigi sér eng- an hól i túni ... Drómundur. P§fjaugnabránabtýaniurinn með breiðu og mjóu hlýi og hefur inn- byggðan yddara. Kynnið yður aðrar Kurlass augnsnyrti- vörur og þér munuð sannfærast um ágæti þeirra. Fást í snyrtivöruverzlunum. Umboðsmenn: H. A. TULINIUS v / Bergþóra skrifar um konur og karla: Ósamlyndi milli hjóna Það er allt annað en skemmtilegt að vera boðinn heim til Önnu og Jóns. Þó eru þetta skemmtilegustu manneskjur, hvort í sínu lagi. Ekki vantar gestrisnina og Anna er myndarleg húsmóðir. Engu að síður vill maður losna þaðan sem fyrst. Og orsökin liggur í augum uppi. Samkomulagið með þeim hjónum er elcki sem bezt. Þau um það, manni ber eins og allir vita að forðast að láta einkamál annarra til sín taka. Gallinn er sá, að þau vilja þvinga kunningja sína til að taka afstöðu. Þau þrátta um alls konar smámuni að manni áheyr- andi, snúa sér síðan að gestunum og spyrja: „Þú hlýtur að viðurkenna, að það er ég, sem hef þarna á réttu að standa .. Og gestirnir kunna þessu illa. Það er allt annað en skemmtilegt að sitja þarna milli tveggja elda, og verða að beita allri sinni lægni og hæversku til að komast hjá að taka afstöðu, varðandi mál. sem manni kemur bólcstaflega ekkert við. Það er nógu afleitt að vera til- neyddur að hlusta á þrætur og þras milli lijóna — um málefni, sem manni finnst að viti bornar mann- eskjur ættu að ræða sín á milli bak við lokaðar dyr. Tillitsemin verður að verða gagn- kvæm í hjónabandinu, ef vel á að fara, einlægnin og tillitsemin í smáu og stóru. Þau hjón fyrirfinn- ast, sem er það nautn að reyna að lítillækka hvort annað i áheyrn annarra — slíkt er hjónabandsham- ingjunni hættulegt, auk þess sem það er ókurteisi gagnvart áheyr- endum. Það er allt annað en þægilegt að koma inn á heimili, þar sem and- rúmsloftið er lævi blandið eftir upp- gjör milli hjónanna. Gesturinn eða gestirnir kunna illa við sig, rétt eins og þeir viti ekki almennilega hvernig þeir eiga að haga sér. Ef hjónin geta svo ekki á sér setið að kastast á glósum, verður gestinum heimsóknin óþolandi. Maður ekur sér i sætinu, finnst sem manni sé í senn ofaukið og neyddur til að sýna ókurteisi, og 1 raun réttri ber manni að reiðast þeim, sem koma manni í slíka klípu að ósekju. Tillitsemi er nauðsynleg í allri umgengni — og i hjónabandi er flest undir henni komið. Tvær manneskjur, sem ekki geta sýnt hvor annarri tillitsemi, hreinskilpi og einlægni, geta aldrei orðið kunn- ingjar nema i orði kveðnu, enn sið- ur vinir — og allra sízt ástvinir. Oft er það annar aðilinn, sem þarna brýtur af sér, og má þá sjálfum sér um kenna hvernig fer. En það gerir hann yfirleitt aldrei. Þvi er oft haldið fram, að þessum og þessum sé þetta ósjálfrátt; á stundum er það jafnvel túlkað sem hreinskilni. En klaufaleg, særandi og tillitslaus hreinskilni á aldrei rétt á sér. Hún er fyrst og fremst sprottin af sjálfselsku og eigingirni, sem kemur fram í því, að vitanlega hafi maður alltaf á réttu að standa og að sjálfsögðu beri manni alltaf að segja það og halda því siðan til Framh. á bls. 42. 28 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.