Vikan


Vikan - 15.03.1962, Qupperneq 34

Vikan - 15.03.1962, Qupperneq 34
halda sig í brúnni unz yfir lauk — hetjulegt og þrjózkulegt. Og hann lyfti skipstjóranum á öxl sér. Kftir langa niæðu tókst honum að 1 omast niður stigann, niður á aftur- þiljurnar. Þar lagði hann byrði sína frá sér. Skammt frá áttu þrír menn i átök- um. Einum þeirra tókst að rífa sig lausan. Um leið miðaði hann marg- hleypu annari hendi, en i henni héit hann á þrem flotvestum. I>elta var spilavítiseigandinn, A1 Franken. — Haldið ykkur frá mér, annars hleypi ég af, öskraði hann. Flot- vestin skuluð þið aldrei fá . . . Ned sá að brjálæðið logalði í augum hans. — Herra Franken, kall- aði hann til hans. Við vorum að taka á móti skeyti frá spilavítinu. Þér hafið verið rændur hundrað ] úsundtim . . . eigum við að senda svarskeyti . . . Marghleypan titraði í hendi fjár- hæííuspilarans. — Hvað . . . Hikið nægði til þess að Ned kom höggi á úlnlið honum svo hann missti skammbyssuna. Um leið kippti Ned einu flotvestinu úr hendi hans, tók skammbyssuna og kastaði henni fyrir borð. Hann girti skipstjórann björgun- arvestinu, lyfti honum síðan upp fyrir handriðið og lét hann falla fyrir borð. Stökk sjálfur á eftir hon- um . . . Ned rankaði við sér um borð i björgunarbátnum. Ferroni skipstjóri laut að honum. —- Gefið honum siga- rettli, heyrði hann Ferroni segja. Hann getur setið í tvo sólarhringa við senditækin í einni striklotu, bara ef hann fær nóg að reykja . . . — Skipstjóri, mælti Ned þrjózku- lega. Það er eins gott að þér vitið það strax, að ég sendi út neyðar- kall . . . án þess skipun yðar kæmi til . . . — Hvað meinið þér með því? Ég sagði Ellsberg að skila því til Wilks fyrir meira en klukkustundu síð- an . . . — Gerðu þé'r það? — Já, auðvitað, hvæsti Ferroni skipstjóri. Haldið þér að ég hafi ætlað að iáta það henda mig aftur að verða mörgum að bana með þrjózku minni? Ég gerði allt, sem unnt var til að ráða niðuriögum eldsins, en þegar ég sá að það var þýðingarlaus barátta, reyndi ég að ná símasambandi við Wilks, en þá hafði sambandið rofnað. Ég sendi þriðja stýrimann þá tafarlaust af stað með boðin, en nokkru seinna kom EUsberg upp í brúna og hafði ekkert orðið var við hann. Þá bað ég Ellsberg að skila því til Wilks að senda út neyðarkail tafarlaust. — Ellsberg komst aldrei alla leið, sagði Ned. Ég sendi þá Wilks eftir fyrirskipunum, en þegar hann kom ekki heldur til baka, sendi ég neyð- arkallið út á eigin ábyrgð . . . — Og fenguð þér svar? — Já, skipstjóri. „Marianne“ verð- ur komin hingað að stundu liðinni. Ferroni skipstjóri kinkaði kolli þrjózkulega. — Þá er þetta allt i lagi. Ég gaf fyrirskipunina og þér senduð út neyðarkallið. — Ég hef vist haft rangt álit á yður, skipstjóri, mælti Ned lágt. — Ætli við séum þá ekki kvittir, svaraði Ferroni skipstjóri. Svo sátu þeir þegjandi á sömu þóftunni og horfðu á líkbrennuna um borð í „Perito“, sem enn hélzt á floti . . . Kapphlaup um forsíðufrétt Framhald af blaðsiðu 11. verzlunarvöru, svaraði Bella bitur- lega. — Þetta er ekki annað en stað- reynd, að minnsta kosti viðvíkjandi Ga ..... da Ponta. — Hafið þér aldrei verið ástfang- inn? — Jú, og . . . . ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Bella hló háðslega. — Nú, er það ástæðan, sagði hún. — Þér hyggið á liefndir. — Hver skrambinn, nú er benzin- ið alveg á þrotum, sagði Donald í stað þess að svara athugasemdum hehnar. Sem betur fór voru þau að nálgast ströndina, og hún virtist vera bein og ekki mjög mishæðótt, svo það sýndist vera tiltölulega auð- veit að finna lendingarstað. Nú var um að gera fyrir þau að lenda ein- hversstaðar á byggðu bóli, þar sem liægt væri að taka benzin. Þau sáu nú móta fyrir litiu þorpi niðri við liöfnina. Donald iækkaði flugið og flaug einn hring yfir þorpið. íbú- arnir komu þjótandi út og störðu á flugvélina. Hann valdi sér lend- ingarstað, sem honum leizt sæmilega á, og lét hjólin renna gætilega með jörðu. En lendingin tókst ekki eins vel og hann hafði vonað. — Meidduð þér yður? spurði Donald. — Nei, sagði Bella hálfringluð, þar sem hún var að reyna að staul- ast á fætur innan um farangurinn og glerbrotin, sem lágu út um allt aft- ast i klefanum. Það var sannkallað kraftaverk að þau höfðu lifað þetta af. Annað lendingarhjólið hafði allt í einu stungizt niður í holu, en flugvélaskrokkurinn hafði oltið á hliðina, og þrýst öðrum vængnum niður í sandinn. Landtökuútbúnað- urinn var gersamlega eyðilagður. Donald þreif upp klefadyrnar og stökk niður, síðan hjálpaði hann Beliu að komast út. — Ekki er það nú glæsilegt! sagði hann og hristi höfuðið, þegar hann leit á flugvél- ina. — Bannsett óheppni! — Getum við þá ekki komizt til Bahia Morenos í dag, spurði Bella. Það var áhyggjuhreimur í röddinni, en samtímis var eins og henni létti — eins og sá, sem hefir tekið mikil- væga ákvörðun, en lætur svo skeika að sköpuðú. — Að minnsta kosti ekki með þessu farartæki, sagði Donald hnugginn. — En kannske eru ein- hver önnur úrræði fyrir hendi . . . Hann tók saman farangurinn, og þati lögðu af stað i áttina til þorps- ins. Nokkrir þeldökkir þorpsbúar komu hlaupandi til þeirra. Donald nam staðar og beið eftir þeim. — Hvað lieitir þetta þorp? spurði hann. — Linares, svaraði einn þeirra. — Ég hef aldrei heyrt þess getið, sagði Donald. — Er ræðismaður hérna? — Já, já, senor. Ameríski ræðis- maðurinn heitir senor Popoudos. — Það er ágætt, sagði Donald. — Viljið þið gera svo vel að fylgja okkur til hans. Donald fékk mörin- unum sinn seðilinn hverjum, og bað þá um að bera farangurinn. Loksins komu þau að allstóru timburhúsi, sem var í nánd við höfnina. Upp ,,Mér gæti ekki liðið betur, enda púðr- aði mamma mig með barnapúðrinu frá PÁG Ll E R 1“ Gerið börn yðar einnig hamingjusöm notið „Felce Azzurra“ barnapúður frá Paglieri. Heildsölubirgðir: SNYRTIVÖRUR H. F. Sími 17177. með þvi óx grænn vafningsviður,, og álengdar leit það út eins og nokk- urs konar paradis, en þegar nær dró, sást að þar var allt í hryggi- legri niðurniðslu. Feitlaginn maður lá í hengirúmi á hinni stóru verönd. — Eruð þér hr. Popoudos, ame- ríski ræðismaðurinn hérna í þorp- inu? spurði Donald. — Já, ég er ameríski ræðismað- urinn, svaraði hann. En skrifstofan er lokuð og verður ekki opnuð fyrr en i kvöld, — Við getum alls ekki beðið svo lengi! andmælti Donald. — Við þurf- um að komast til Bahia Morenos i dag, og þér verðið að hjálpa okk- ur. — Til Bahia Morenos . . . . í dag? Konsúlnum varð svo mikið um þetta að hann blakaði við fiugu, sem hafði setzt á andlit hans. — Það er ómögu- legt, hélt hann áfram. — En ég skal gera það sem ég get til að greiða fyrir ykkur. Ef ég tala við Barney höfuðsmann, er alls ekki útilokað að þið getið íengið far með honum. — Ætlar hann til Bahia Morenos? — Nei, til New Orleans. Donald varð litið á hafnargarð- inn og sá ekki eitt einasta skip. — En hvar er þessi Barney höfuðs- maður? spurði hann. — Hann kemur, hann kemurl Skipið hans heitir Lulubelle, það er alveg fyrsta flokks skip. Það er i eign ávaxtasölusamlagsins. Barney höfuðsmaður kemur hingað til að sækja banana. — Hvenær? Grikkinn horfði annars hugar á fiðrildi sem flögraði innan um vafn- ingsviðinn yfir höfði hans. — Eftir viku, sagði hann að lokum. Þið get- ið ekki komizt héðan fyrr. — Eftir heila viku? Bella og Don- ald litu skelfingu lostin hvort á ann- að. — En þér hljótið þó að hafa sim- ritara? sagði Donald örvæntingar- fullur. — Vissulega, svaraði ræðismaður- inn viðurlega. — Hvernig ætti ég annars . . . — Jæja, það var gott, greip Don- ald fram í. — Viljið þér þá gera svo vel að senda símskeyti til Sunnu- adgsblaðsins í New York, og biðja þá um að senda flugvél til að sækja mig, sjóíiugvél. Hún verður auðvit- að ekki komin hingað fyrr en snemma í fyrramálið, en það er ekk- ert við því að gera. Grikkinn kinkaði kolli. — Ég skal. senda símskeytið í kvöld, þegar skrifstofan verður opnuð . . . það er að segja, ef þér getið borgað . . . — Nei, þér verðið að senda það> strax! æpti Donald og þreif stóran bunka af peningaseðlum upp úr vas- anum. Það lifnaði yfir liinum feita, værukæra ræðismanni við að sjá alla þessa peninga. — Já, auðvitað sendi ég það undir eins, senor, fullyrti hann. Við skul- um koma. Þeir fóru inn í húsið, og Bella sett- ist á svalaþrepin og dáðist að út- sýninu. Eftir hálfa klukkustund: kom Donald aftur. — Jæja, hvernig tókst þetta?' spurði Bella. • — Það gat ekki verið verra! sagði Donald stúrinn. — Þeir sögðu að sjóflugvélar væru svo þungar í vöf- unum, og auk þess væri orðið allt of áliðið. Þeir gáfu mér frí, þangað til ég get fengið far með bananaskipinu, og svo ætla þeir að láta Jeffersort 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.