Vikan - 15.03.1962, Blaðsíða 39
FERÐAÁÆTLUN
16., 17., 18., 19., og 20. april verður svo dvalið
í góðu yfirlæti á Capri. Verður búið á ágætu
hóteli í samnefndum höfuðstað eyjarinnar.
21. april verður farið frá Capri um Sorino og
Napoli til Rómar, á sama hátt og áður. Þó verður
ekki farin sama leið, heldur önnur, sem liggur
lengra inni í landinu.
22. april er páskadagur og verður þá dvalizt um
kyrrt í Róm og verið við messu í Péturskirkjunni.
23. apríl verður enn dvalizt í Róm.
24. apríl verður síðan flogið aftur heim með við-
komu á sömu stöðum og á útleiðinni, og komið
til Reykjavíkur um kvöldið.
Jóhannes páfi ku vera ljúfmenni og löngu búinn
að gleyma átökum við Sturlunga. Hann mun
blessa mannskapinn þarna á torginu. — Mynd-
in að neðan er frá-Capri.
Nú er mánuður til páska og ekki seinna vænna að fara að ákveða páska-
ferðina. Á þessum síðum bjóðum við ykkur að fylgjast með í ferð til borg-
arinnar eilífu og eyjarinnar Capri, en Ferðaskrifstofan Lönd og leiðir mun
einmitt gangast fyrir páskaferð þangað, sem óhætt er að mæla með.
meir, að á báðum þessum stöðum opnaðist eins
konar kjallaragangur til Helvítis . . .
ALLAR GÖTUR ENDA í RÓM.
„Að fljúga er ekki að ferðast, heldur að skipta
um dvalarstað“, sagði Poul Reumert, sá frægi
leikari, einhverntíma í blaðaviðtali. Þar sem
þátttakendurnir í þessari páskareisu fara flug-
leiðis héðan til Rórnar og loks þaðan hingað, má
því með nokkrum rökum segja að reisan hefjist
og endi þar.
Þann 13. apríl verður lagt af stað frá Reykja-
vík með áætlunarflugvél um Glasgow og Lund-
únir, lent í Róm að kvöldi og gist þar. Daginn
eftir verður haldið þar kyrru fyrir og geta menn
þá hvílt sig eða skoðað sig um að vild, og munu
flestir taka síðari kostinn, því að flugferðin
mun vart þreyta neinn að ráða, en svo margt
er að sjá í „borginni eilífu“ að einn dagur endist
skammt til þess. Þann 15. apríl verður ekið í
þægilegri langferðabifreið suður Ítalíuströnd,
urn Napoli til Sorento, sem er hin fegursta leið.
I Sorento verður svo stigið á skipsfjöl og siglt
til Capri, dvalizt þar 16., 17., 18., 19. og 20. apríl,
haldið síðan aftur til Rómar, en aðra leið og ver-
ið þar á páskadag og annan í páskum — 22. og
23. apríl — sótt messa í Péturskirkjunni og síðan
svipazt um í borginni. Þess skal getið, þótt það
sé alkunna, að dýrlegasta og fagnaðarríkasta
kirkjuhátíð kaþólskra er á páskuin, og þó hvergi
dýrlegri og áhrifameiri en í Róm, enda streyma
þangað jafnan pílagrímar hvaðanæva svo tug-
þúsundum skiptir til þátttöku í þeim hátíðar-
höldum.
Vagga vestrænnar menningar stóð við Mið-
jarðarhaf, ítalia er að öllum líkindum sögurík-
asta land í heimi og Róm óumdeilanlega sögurík-
asta borg á Ítalíu. Sökurn þess hve veðrátta er til-
tölulega mild og umhleypingalaus suður þar, og
eins vegna þess hve meðfærilegt og um leið var-
anlegt byggingarefni er þar nærtækt, hafa forn-
ar byggingar, minnismerki og fornminjar all-
ar, varðveitzt þar svo vel að furðu gegnir. Þess
vegna er þar svo ótrúlega rnargt merkilegt að
sjá, og ekki eingöngu í Róm, heldur og yfirleitt
hvar sem farið er urn borgir og byggðir landsins.
. .Og loks er það náttúrufegurðin og veðurblíð-
an; þjóðin sjálf, hin suðræna skapgerð í sínu
upprunalega umhverfi . . . lífsgleðin, tilfinn-
ingahitinn, söngurinn, vínið, dansinn . . .
Og sólskinið á heitum sandinum á Capriströnd
í skjóli hinna björtu kletta — að geta látið
sig einu gilda þótt hann verði napur í Naut-
hólsvíkinni um bænadagana.
VIKAN 39