Vikan - 05.04.1962, Síða 3
„GEIMNÁLIN“ í
SEATTLE.
Þessi 200 m háa turnbygging úr
stáli og gleri er fyrir skömmu risin
af grunni i nýju úthverfi Seattle-
borgar vestur f Bandarikjum. Nafn
byggingarinnar er ekki síður ein-
kennilegt en hún sjálf — kallast
hún „Geimná in“, en í hinu nýja
hverfi, sem lnin gnæfir yfir ve-rður
opnuð „fyrsta geimaldar-heimssýn-
ingin“ þann 21. apríl og stendur
til 21. október.
Efst uppi á nálinni er kringla
mikil með útsýnissvölum. Þar er og
veitingastofa, sem tekur 200 manns
í sæti — og heitir hún að sjálf-
sögðu „Nálaraugað“. Kringla þessi
snýst einn hring á klukkustund, svo
að þeir, sem gista nálaraugað, þurfa
hvorki að líta til hægri né vinstri
og sjá þó allt í kringum sig, en út-
sýn er þarna hin fegursta. Lyftur
með glerveggjum þjóta leifturhratt
upp og niður innan í nálarleggn-
um, en ef gestirnir kjósa það held-
ur, geta þeir lika farið gangandi
á tveim jafnfljótum upp i „N'álar-
augað“, og eru þangað 832 allbrött
stigaþrep.
Sjálf sýningin verður hin merki-
„Geimnálin“ er ekki nein smánál,
og mundi auðfundin í hverjum með-
alheystakki — 200 m á hæð, gerð
eingöngu úr stáli og gleri.
Einbrautarlestin, sem flytur gestina
á milli borgarinnar og sýningar-
svæðisins, táknar brautarlestir
framtíðarinnar.
Allar byggingarnar verða hinar ný-
tízkulegustu, sumar að vísu reistar
til „einnar nætur“ — en flestar
eiga að standa að sýningu lokinni.
legasta, að þvi er fregnir herma, en
þar fá gestirnir að kynnast ýmsum
þeim tækjum, sem talið er að verða
muni í hvers manns eigu á næstu
áratugum. Meðal þeirra verð-
ur „heimilis-rafeindaheili", mesta
þarfaþing, sem gerir allar mat-
reiðslubækur og matreiðslukunnáttu
húsmóðurinnar yfirleitt, með öllu
næringareiningar, segir til um
óþarfa, þar eð hann reiknar út allar
hvernig hver fæðutegund skuli með-
höndluð og stjórnar loks suðunni
— auk þess sem hann minnir hús-
ráðendur og heimilisfólk á ýmsa
liluti, svarar spurningum um ótal
atriði, segir krökkunum að fara að
hátta þegar tími er til þess kominn,
segir þeim sögur og svæfir þau loks
með róandi hljómstefi. Rafeinda-
tækin setja svip sinn á sýninguna —
til dæmis heimilissími einskonar;
velji maður víst númer, fer i gang
sjálfvirkt kerfi, sem þvær og fágar
giuggana eða vökvar garðinn og
annað þes&háttar, og getur maður
hagnýtt sér þessa heimilisaðstoð,
þótt maður sé á langferðalagi og
heimilið mannlaust — bara að
hringja heim, þá gerist það sem ger-
ast þarf.
Þarna verður og „höll visind-
anna“, þar sem sýnt verður i ýms-
um deildum, og með ýmsu móti,
hvernig visindin hafa þróazt með
m.nningarþjóðum, hvaða hlutverki
þau gegna þar þegar og livaða breyt-
ingum þau muni taka i nálægri fram-
tíð, — en stjórn Bandarikjanna
styrkir þessa sýningardeild með níu
milljón dollara fjárframlagi.
Einbrautarlest, að sjálfsögðu raf-
knúin, verður stöðugt í förum á milli
borgarinnar og sýningarsvæðisins,
og er gert ráð fyrir miklum fjölda
gesta, ekki einungis úr Bandarikjun-
um sjálfum, heldur viðsvegar að .. .
BÍLBÁTUR - BÁTABÍLL.
Bílar, sem nota má fyrir bát ef
á liggur, hafa yfirleitt ekki verið
frmaleiddir i verksmiðjum hingað
til, þótt ýmsir hagir menn hafi gert
þær breytingar á bílum sinum, sem
Útgefandi: Hilmir h.f.
Kitstjóri:
Gísli SigurSsson (ábm.)
Auglýsingastjóri:
Jóhannes Jörundsson,
.Fratnkvæmdastjóri:
Hilraar A- Kristjánason.
Hitstjórn og auglýsingúr: Skipholti
33. Shnar: 35320, 35321, 35322, 35323.
Pósthólf 149, Afgreiðslá og dreifingN
Blaðadreifing, Laugavegi 133, simi
30720. l)rgifingarstjóri: óskar Karls-
son. Verð í lausasölu kr. 15. Áskrift-
arvtrð er 200 kr. ársþriðjungslega,
greiðist fyrirfram. Prentun: Hilrair
b.f. Myndamót: Raígraf h.f.
í næsta blaði verður m.a.:
• Á íslenzka glíman sér lífsvon? Hvar stendur glíman í dag,
miðað við aðrar íþróttir, hverjar eru vinsældir hennar, hvert
er gildi hennar, hversu góð er hún sem íþrótt og hver er
framtíð hennar. Þessum spurningum og ýmsum öðrum er
leitazt við að svara. Margar myndir úr skjaldarglímu Ár-
manns fylgja með.
• Tebollinn. — Smásaga eftir hinn ágæta höfund, Katerine
Mansfield.
• Góðir grannar. Afburðasnjöll saga um tvo nágranna, sem urðu
leiðir á kerlingunum sínum og hvernig þeir fóru að því að
losna við þær. Sagan er eftir St. 0‘Connel.
• Sérleyfishafar á betri buxunum. — Myndafrásögn frá skemmt-
un sérleyfishafa í Hlégarði.
• Friður og fegurð. — Vikan hefur brugðið sér til fundar við
fólk á efstu hæðum háhýsanna í Reykjavík og það segir álit
sitt á því að eiga heima hátt uppi.
• Greinarflokkurinn Sálkreppur og sálgreining: Segðu mér
draum þinn. Eftir dr. Matthías Jónasson.
• Fegurðarsamkeppnin: Nú er það keppandi nr. átta, sem kem-
ur fram fyrir lesendur Vikunnar. Hún er úr Reykjavík.
• Svavar Gests skrifar um plötur og dansmúsík og aðrir fastir
þættir blaðsins eru í því að venju.
• Forsíðumynd: Strákar að veiða seiði við Ægisíðu.
Bílbáturinn — skrúfurnar tvær
sjást greinilega.
með þurfti til þess að unnt væri að
fieyta sér ó þeim yfir víkur og lygn
fljót, og munu þær breytingar hafa
gefizt misjafnlega eins og við má
búast.
Á þessu er nú orðin sú breyting,
að Karlsruhe-iðjuverin taka að
framleiða bílbáta eða bátbíla á
næstunni, en verkfræðingurinn, sem
teikninguna hefur gert að þeim far-
kosti, nefnist Hans Trippel. Bíl-
bátur þessi er með tveim skrúfum,
vegur 1000 kg, er knúinn 40 hest-
afla hreyfli og fer 120 km á klst. á
landi, en 12 km á vatni. Nokkur hið
mun þó verða á því að bilbátar
þessir verði fáanlegir á Vesturlönd-
um, þar eð samið hefur verið um
sölu á 25.000 slíkum bilbátum til
Bandaríkjanna, og sýnir myndin
þegar þeim fyrsta af þeim er komið
um borð i flutningaskipið. ★
VIKAN ^