Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 6
JSmásagn cftir Q. HERjSH
Þegar svo ber undir að umferð á þjóðveginum í grennd við
Hetheringham er stöðvuð vegna viðgerðar, verður ferðamaður-
inn að aka eftir troðningum nokkrum, ef hann er á leiðinni
til Bunterton. Þá er Ciuccia gamli vanur að grípa tækifærið.
Hann slær upp borði við troðningana og býður vegfarendum við
vægu verði blóm, ávexti og annað, sem honum tekst að fá garð-
spilduna til að gefa af sér. Fyrir þá peninga kaupir hann sér svo
Toscani vindla — ekki vegna þess, að honum þyki gott að reykja
þá, heldur af þeim sökum að reykurinn drepur blaðlúsina. Hann
er stoltur af blómunum sínum; „mig elskar þau, þau elska mig“,
sagði hann um leið og hann rétti mér pott með páskaliljum, sem
ég hafði fengið ágirnd á, og það mátti sjá það á honum og heyra
að hann sá eftir þeim.
Ég greiddi honum andvirðið og mælti: „Potturinn er svo mold-
ugur að utan, að þú ættir að gefa mér blað utanum hann“.
Hann tuldraði gremjulega. „Þú ætlast kannski til að ég smyrji
pottana hunangi, eða hvað?“ Svo reif hann nokkur blöð úr ein-
hverri gamalli og rytjulegri skræðu, sem lá á borðinu innan um
biómin og ávextina, vafði þeim utan um pottinn og bað mig vel
að lifa.
Ég hafði blómið heim með mér — ég hafði boðið gesti
til kvöldverðar — fletti blöðunum utan af pottinum og sagði ó-
sjálfrátt: „Merkilega falleg rithönd . . . .“
„Um hvað ertu að tala?“ spurði gestur minn.
Þetta var sérlega vandaður, handunninn pappír, óstrikaður en
hver síða þakin beinum, reglubundnum línum, skráðum form-
fagurri drátthönd með oddhvössum, íjaðurmögnuðum penna;
blekið svart.
Efst í hægra horni þeirrar arkarinnar, sem fyrst varð fyrir
mér stóð skrifað: „Charlés Oumiet. Journal, Paris, 1863-1865“
og síðan blaðsíðutalið, „142“. Hinar síðurnar voru merktar og
tölusettar á sama hátt. Það var svo að sjá, sem Charles Ouimet,
hver svo sem hann hefur verið, hafi skrifað með tilliti
til eftirkomendanna. Jæja, hvað um það, hugsaði ég; meiri verk
en þetta handrit hans hefur lent í óhreinni höndum en Ciuccias
— handrit Bachs enduðu í slátrarabúð.
Ég tók að lesa. Ouimet ritaði stílfærða frönsku.
„Hvað er þetta eiginlega?“ spurði kvöldverðargestur minn.
Ég svaraði: „Það lítur út fyrir að einhverjum hafi verið boðið
til kvöldverðar með frægu fólki“. 1 '
6 VIKAN