Vikan


Vikan - 05.04.1962, Side 7

Vikan - 05.04.1962, Side 7
Ouimet hafði skrifað: „Mánudagur. Yið ungfrú T. snæddum kvöldverð með Alexandre Dumas eldri og bandarísku leikkonunni, Adah Isaacs Menken frá New Orleans. Dumas, sem rótaði í sig matnum, minnti mest á syfj- aðan vatnahest, en það brá fyrir glettni og lymsku í augunum undir hinum þungu brúnum, rétt eins og þar væru strákaprakkarar í felum. Kjóljakkinn hans var alltof þröngur, snjáður og svo alsettur sósublettum, að hann minnti helzt á litspjald listmálara, sem fékkst við að mála landslag að hausti. Engu að síður hafði hin fagra, unga Bandaríkjakona tinnudökk augu sín aldrei af honum. Þegar við settumst að kaffidrykkjunni spurði hún ofur sakleysislega: „Er það satt, meistari, að þér hafið notað frásögnina í endurminningum von der Trecks baróns af flótta Edmonds Dantes, sem fyrirmynd að Greifanum af Monte Cristo?“ Dumas svaraði: „Nei, mín fagra — en ef svo hefði verið? Munduð þér, til dæmis að taka, spyrja matreiðslu- manninn hérna, hvort þessi ljúffenga eggjakaka, sem við vorum að ljúka við að snæða, væri eiginlega ekki sama sem kjúklingur. Nei, mín yndislega . . . mér þykir fyrir því, enda þótt ég geti ekki að því gert, ég er Framhald á bls. 30. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.