Vikan


Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 14

Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 14
P & Ó & K Einn - tveir - þrír - íjórir - fimm Ljósmyndari Vikunnar gerði sér ferð einn morguninn um 10-leytið niður á Hótel Borg, því að þar eru oft um það leyti ýmsir virðulegir þorgarar þesSa bæjar að drekka morgunkaffi, ræða landsins gagn og nauðsynjar og annað, sem þeir hafa áhuga á á þeim tima sólarhringsins. Jú, rétt var það og satt, að þarna voru borð þéttsetin ýmsum þekktum borg- urum, flest mönnum sem hafa sina atvinnu i miðbænum, heildsalar, verzlunar- menn, bankastarfsmenn og aðrir. En viti menn, — þegar Ijósmyndarinn bjóst til að taka af þeim myndir við kaffiborðið og fór fram á leyfi viðkomandi til þess, þá varð uppi fótur og fit, menn ruku á fætur í ofboði, sumir földu sig bak við súlur eða sneru sér undan en aðrir ruku hreinlega á dyr. Hver ástæðan var, vitum við ekki, en einhverjum hefði dottið i hug að sam- vizkan væri ekki eins hvit og skyldi, og að i rauninni hefðu þeir átt að vera annars staðar en á Borginni að drekka kaffi á þessum tima. En þessir þrír, sem við sjáum hérna á myndinni voru ófeimnir, enda ráða þeir sínum tíma sjálfir og þurfa ekki að svara til saka við neinn, þótt þeir skreppi í næsta hús til að fá sér kaffisopa. Sá íjórði við borðið hljóp samt út hið skjc.t- asta. Lengst til vinstri er Ketill Axelsson (Verzl. London), síðan Pétur Sigurðsson , og Ólafur Maríusson (P&Ó), og þá komum við loks aftur að fyrirsögninni, því siminn hjá P&Ó er 12345, líklega skemmtilegasta og bezta símanúmerið sem til er. Þeir segja það tilviljun eina, að þeir náðu í þetta númer. Það hafi margir spurt bá hvernig þeir hafi farið að því að næla sér í það, en það hafi bara viljað svo heppilega til að það var laust einmitt þegar þeir sóttu um símann. Við verðum að trúa því. E'n stundum getur verið dálitið kúnstugt að hafa þetta númer, eins og þegar maður nokkur hringdi þangað. Sá sem svaraði, sagði: „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm“ og manngarmurinn sagði „sex, sjö, átta, níu, tíu" — og hringdi’ af. Lifir sig inn í imisíkina m'eðan pabbi stjórnar þættinum. . . . og það geta íleiri sungið en Sigrún Jónsdóttir, er okkur tjáð, (> og þær vilja lika halda því fram, þessar námsmeyjar úr Verzlunar- skólanum, sem Jónas íékk til að aðstoða við hljómlistina í bættin- um. Það er verst að Vikan getur ekki lofað ykkur að heyra .... En það er fieira en branda,rar, sem gestum er boðið upp á í Þessum þáttum. Hér sjáum við t.d. Sigrúnu Jónsdóttur söngkonu við hljóðnemann, en ekki vitum við hvað lagið heitir, sem hún er að syngja. Sigrún O Það er sýnilegt að hún skemmtir sér alveg prýðilega, þessi litla, enda er það engin furða, þvi að bæðl cr það að hún er að horfa á skemmtiþátt, sem kom mörgum til að hreyfa hlátur- vöðvana, og svo hitt að aðalskemmtikrafturinn er hennar eigin pabbi, Jónas Jónasson útvarpsþulur, sem við sjáum á hinni myndinni. I>að er ekkert að marka það, þótt hann sé grafalv- arlegur í framan, það er ekki sízt ])á, sem beztu brandararnir velta. Magnús Steinþórsspn heitir þessi ungi herramaður og [> á heima að Álfhólsvegi 54. Ástæðan fyrir því að hann er með Þessa forláta skauta um öxl er ekki sú, að hann ætli að íara á skauta, og raunar vitum við ekki einu sinni hvort hann kann á skautum, — en skautana vann hann í söluhappdrætti hjá Vikunni. Og ef hann kann ekki á skautum, þá verður hann að fara að læra ... 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.