Vikan


Vikan - 05.04.1962, Qupperneq 15

Vikan - 05.04.1962, Qupperneq 15
Þær sungu í útvarpið. Hér eru áhorfendur niðursokknir í anda- gift, og við skulum bara vona að Jónas hafi ekki ætlazt til þess að þær væru hlæjandi, þvi þá hefur hann öruggiega orðið vonsvik- inn. Annars eru stúlkurnar úr Verzlunar- skólanum, eftir því sem við bezt vitum, og eru líklega einmitt að hlusta á samhljómana hjá skólasystrum sínum í kórnum. Þetta er augnabliksmynd, tekin á Nemendamóti Verzlunarskólans. Um kjólinn vitum við ekkert, en sokkarnir eru prima vara. < > Fyrir nokkru var haldið nemenda- mót Verzlunarskólans i Reykjavík, og íór það fram í Sjálfstæðishúsinu með mikilli prýði og var þar margt til skemmtunar. Steinn Lárusson, sá til vinstri á myndinni, mun að mestu hafa séð um undirbúning þessa móts, en við hlið hans stendur ritstjóri skólablaðsins, Friðrik G. Friðriksson. Prima vara. Hann vann skautana. Það hefur löngum viljað brenna við að örlítill rígur sé milli skóla, og þá kannske ekki sízt milli Menntaskól- ans og Verzlunarskólans. Menntskæl- ingar segja stundum að Verzlingar komi akandi í skólann á bílnum hans pabba síns og dömurnar komi á dans- æfingar í módelkjólum frá París. Ekki vitum við hvort þessi kjóll er frá París, en hitt vitum við að fallegur er hann. Ánnars hefur vegur Verzlunarskól- ans farið mjög vaxandi hin síðustu ár og nýtur hann nú mikils og góðs álits. Þeir báru hitann og þungann. VlIvAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.