Vikan - 05.04.1962, Síða 19
LÓÐBYSSUR
Sölustaðir:
SlS Austurstræti og kaupfélögin um land allt.
II
4
'bLiPnar
m
Hrútsmerkiö 21. marz—20. aprj: Þú munt eiga
afar annríkt í vikunni, og ekki gefast Þér margar
stundir til tómstundaiðju eða skemmtana. Þó verð-
ur vikan í flesta staði hin ánægjulegasta. Kona,
sem þú kannast aðeins lítillega við, mun koma
talsvert við sögu Þína í vikunni, og munt þú ekki hljóta nema
gott af því. Laugardagurin er dálítið varasamur peningalega.
NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þú verður víst
ekki í sem beztu skapi i vikunni, og er það svo
sem ekki af þvi að þú verðir fyrir miklu mótlæti,
heldur vegna þess að þig skortir viljastyrk. Þú átt
ekki að láta Það eftir þér að vera önugur, þegar
sizt gefst tilefni til. Þó er eins og glaðni eitthvað yfir þér
um helgina. Kannski þú sért að taka Þig á. Heillatala 7.
Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Það er einkum
tvennt, sem á hug þinn í vikunni. Þó væri þér
hyggilegast að sinna þvi meir, sem snertir vinnu
þína. Það liggur beinlinis á því, en hitt má gjarnan
biða, þótt freistandi sé að sinna Þvi strax. Vinur
þinn verður til þess að þér býðst einstakt tækifæri. Ekki get-
ur þú samt notað þér það, eins og á stendur. Amor verður
talsvert á ferðinni.
Krabbamerkiö (22. jilní—23. júlí): Þetta verður
óvenjuleg vika í aiía staði og mjög frábrugðin
undanförnum vikum. Stafar það af því að þú leitar
í nýtt umhverfi og er það vel, þvi að þér hefði hætt
til að forpokast í þessu gamla umhverfi. Þú ert að
glíma við eitthvert verkefni, sem er talsvert erfitt viður-
eignar. Vertu alls ekki að flýta Þér neitt. Ekkert liggur á.
Ljónsmerkiö (2lf. júlí—23. ágúst): Þú munt verða
fyrir einhverjum vonbrigðum út af einhverjum í
fjölskyldunni, en varastu samt að dæma hann of
fljótt, því að þú kemst ekki að hinu sanna, fyrr en
eftir svo sem viku. Þú lendir í skemmtilegu ævin-
týri um heigina, og líklega á þetta ævintýri eftir að draga
einhvern dilk á eftir sér, þótt síðar verði.
MeyjarmerkiÖ (21/. ágúst—23. sept.) : Það bíður þín
margt óvænt í vikunni, og ekki er víst að þú kunn-
ir fyllilega að bregðast við öllu þessu. Þó munt Þú
lifa góðu lífi. Þú skalt gæta mjög tungu þinnar,
einkum ef þú kemur í margmenni. Þú virðist vera
allt of þröngsýnn þessa dagana, og yfirleitt getur þú ekki
sætt þig við skoðanir annarra. Þú verður að láta af þessu.
VogarmerkiÖ (21f. sept.—23. okt.): Þú munt eiga
mjög annrikt i vikunni, en þó er eins og þér
gefist tími til þess að sinna eigin málefnum, jafn-
vel þótt á vinnustað sé. Skapið verður ekki gott
fram að helgi, og kann að vera að því valdi þessi
stöðuga óvissa. Það fæst úr þessu skorið um eða eftir helg-
ina, og þá mun skapið sannarlega batna. Heillalitur rautt.
Drekamerkiö (21/. okt.—22. nóv.): — Þú lætur
smámuni angra þig allt of mikið þessa dagana, og
gengur það jafnvel svo langt, að það bitnar á því
góða. Þú verður að venja þig af þessum ára. Vinur
þinn stingur upp á einhverju við þig, og það sktil-
uð þið gera saman hið fyrsta, ef það krefst ekki svo mikils
tíma að það bitni á vinnu þinni. Laugardagur er heilladagur.
Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þessi vika
verður i alla staði allt öðruvísi en þig hafði órað
fyrir, og á ókunnur maður ekki hvað sízt þátt í
því. Þessi ókunni maður kemur nú mikið við sögu
þína, og er þér ráðlegt að kynnast honum betur.
Þið virðist eiga vel saman. Þú færð skemmtilega sendingu
um helgina. Einhver lasieiki er í kringum þig.
GeitarmerJíiÖ (22. des.—20. jan.): Þú virðist allt
of óþolinmóður þessa dagana, og verður það til
þess að þér verður ekkert úr verki, ert alltaf að
bíða. Þú ferð i skemmtilegt samkvæmi í vikunni,
þar sem margt verður um manninn, yfirleitt fólk,
sem þú kannast lítið við. Þú verður hrókur alls fagnaðar
í þessu samkvæmi. Líkur á stuttu en skemmtilegu ferðalagi.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.): Þú hefur
einstakt lag á Því að gera þér mat úr smáatvikum,
og verður þessi vika í alla staði hin ánægjulegasta
bæði fyrir þig og fjölskyldu þína, því að þú munt
umgangast fjölskylduna óvenjumikið í þessari
viku. Miðvikudagurinn er sá dagur, sem skiptir þig mestu.
Þann dag gerist eitthvað, sem hefur áhrif á framtíð þína.
FiskamerkiÖ (20. febr.—20. marz): Þetta verður
vika mjög svipuð fyrri viku, og þarftu því sann-
arlega ekki að kvarta. Þó virðist vera farið að bera
eitthvað á afbrýðisemi i fari þínu, en sannarlega
er engin ástæða til þess. Þú lofaðir einhverju i vik-
unni sem leið, en nú getur þii ekki uppfyllt þetta loforð, og
er þér réttast að gera grein fyrir því, áður en það er of seint.
Stjörnuspáin gildir frá fiinmtudegi til fimmtudags.