Vikan - 05.04.1962, Qupperneq 20
fþróttir
Því ekki að reyna við
HEIMSMETIÐ
Stangarstökkskeppninni var að Ijúka. í
rauninni var varla hægt að kalla það keppni.
„Langi“ George Davies bar svo af öðrum
þátttakendum, að einsýnt var um úrslitin.
Hann sveif yfir 4,67. Kom ekki við þver-
slána —- en enginn hinna komst yfir.
„Langi“ Davies var í essinu sínu. Hann
hafði að vísu áður stokkið yfir 4,67. Hann
hafði meira að segja einu sinni stokkið 4,72.
Og nú var hann svo prýðilega fyrirkaliaður,
að hann var ei ki í minnsta vafa um að hann
gæti unnið meiri afrek.
— Hækkið slána í 4,82, sagði hann, —
Manni er leyfilegt að reyna.
Sumir af dómurunum brostu að þessari
ofdirfsku hans. Að vísu hafði George Davies
hinn ungi stokkið léttilega yfir 4,67. Samt
sem áður vantaði mikið á að heimsmet Don
Braggs, 4,81, væri í nokkurri hættu.
En það var sjálfsagt að þessi ungi stúdent
fengi vilja sínum framgengt. Hann hafði
ekki nema gott af að komast að raun um
að það er talsverður munur á góðu íþrótta-
afreki og heimsmeti.
Sláin var því hækkuð í 4,82. Davies horfði
á hana um hríð. Það var hátt upp í heims-
metið, þótti honum.
En þetta var það sem hann hafði sjálfur
óskað eftir. Hann komst því ekki hjá að
reyna.
Hann stóð kyrr um hríð og einbeitti iiugs-
un sinni að stökkinu. Honum reið á að fá
sem mestan hraða í atrennuna, svo hann
næði þeirri sveiflu sem með þurfti, úsamt
kröftugri fráspyrnu, til þess að lyfta honum
yfir slána.
Svo hóf hann atrennuna, jók hraðann sem
mest hann mátti. Hann stakk niður stangar-
broddinum og sparn sér upp á við.
Spyrnan var hin kröftugasta og lyfti hon-
um langleiðina upp að slánni. Svo sveiflaði
hann fótunum beint upp á við. Um leið og
hann hafði komið þeim yfir slána, hratt
hann sér af handafli sem hann mátti frá
stönginni.
En hann hafði ekki náð hæð sem dugði.
Hann fann að hann skall með lærið að slánni
Framhald á blas. 28.
HVAÐ
BIÐUR
OKKAR
HANDAN
GRAFAR
Eftir Þór Baldurs
FYRIR NOKKRU komu út þrjár bækur eftir skáldið og lieimspekinginn
Gunnar Dal. Þessar bækur hafa orðið mér ærið umhugsunarefni, því efni
þeirra fjallar um gátur og svör við tilgangi ti'verunnar hér í mannhednú
og næstu tilverusviðum eða næstu heimum. Margar frásagnir iiefur Gunnar
Dal af dvöl sinni meðal indverskra kennimanna og birtir hann nú í fyrsta
skipti frásögn af hinni síðustu spurningu, sem hann iagði fyrir mann, sem talinn
var vera andlegt yfirhöfuð Norður-Indlands. Það er margt undarlegt við þann ná-
unga, hann hefur það til dæmis til siðs að heimsækja borg eina í Norður-Indland'i,
sem svo vildi til að Gunnar Dal var staddur í um þær mundir. Þessi indverski
vitringur hefur komið þarna á nokkurra ára fresti, virðist vera um þrítugt, er ljós-
hærður og friður sínum. Mér hefur verið tjáð að þessi umræddi vitringur hafi
staðið að útgáfu bókar fyrir um áttatiu árum og hafi mynd hans ekki breytzjt
siðan. Hið merkilega við kennsluaðferðir hans er, að hann kennir venjulega ekki
með orðum, heldur með liugsanaflutningi. Nemendur hans sitja umhverfis hann i
samkomuhúsum, sem réttilega mætti nefna musteri þagnarinnar. Þeir þurfa ekki
annað eai hugsa spurninguna, þá birtist þeim skýrt svar við henni í hugskoti sínu.
En svo við vikjum okkur að frásögn Gunnars Dal af samskiptum sínum við þennan
indverska kennimann, þá lagði Gunnar nokkrar spurningar fyrir hann, sem honum
lá þungt á hjarta að fá útskýringu við. Þeim fyrstu svaraði kennimaðurinn munn-
lega en við síðustu spurningunni kvaðst hann vilja gefa honum svar þá nóttina.
Spurning þessi var á þá leið hvað gerðist raunverulega, þegar menn snúa aftur til
jarðarinnar, til að fæðast aftur af holdi og blóði, frá því að þeir dvelja á þeim
sviðum, sem á ensku heita „the astral worIds“ eða beint þýtt „stjarnheimar“.
Þessi tilverusvið ganga undir nafninu „geðheimar“ hér á íslandi, og einnig hafa
þau verið nefnd „biðstofa lífsins". Þessi tilverusvið birtast mönnum oft undir
vissum skilyrðum, sem stjörnur. Af þeim sökum er mín skoðun sú á kenningum
dr. Helga Pjeturss, að hann hafi ekki áttað sig, að hér var fremur um breytingar á
sveiflutíðni að ræða, heldur en það að við flyttumst beinlínis til annarra stjarna.
Breytingin var aðeins ástandsbreyting en ekki staðbreyting. Þannig að við flytjum
ekki til annarrar stjörnu, heldur breytist líkamstíðni okkar við dauðann, við fáum
líkama, sem samsvarar öðru umhverfi forms og skynjunar. í svari kennimannsins
við spurningu Gunnars Dal, segir eftirfarandi í bókinni Lif og Dauði:
„Ég fór að sofa um tólfleytið um kvöldið vantrúaður á þá vitrun, sem mér liafði
verið heitin. En ég hafði ekki fyrr fest blund, en ég varð fyrir reynslu, sem ekki
líkist draumi. Þótti mér ég vera staddur í geðheimum á stað, sem dulfróðir menn
hafa nefnt biðstofu lífsins. Mér fannst ég liggja á bekk líkt og ég væri i sjúkrahúsi,
þótt ekki væri um neina sýnilega byggingu að ræða. Aðrir menn lágu í kringum
mig á sams konar bekkjum. Mér leið illa. Loftið var svarblátt og blandið þjáningu
og kvíða. Ég var í geðlikama og vitund mín var geðheimavitund. Ég vissi, að ég
var að skilja við, en gerði mér ekki ljósa grein fyrir ástandi mínu né fyrir því,
hvað við tæki. Loks fannst mér ég missa vald yfir líkamanum og líða upp í loftið.
Ónotatilfinningin hvarf og ég missti meðvitund um stund. Á næsta stigi i þessari
undarlegu reynslu var mín fyrri vitund horfin. Líkami minn virtist bjartari, hreinni
og léttari og hin nýja vitund mín var krystalskýr og máttug. Ég var staddur i
„röstinni" á landamærum geðheima og efnisheimsins. Hún er ekki landamæri í rúmi
heldur ástandi. Ég skynjaði óravíddir geimsins en gagnvart skynjun minni var
allur þessi mikli stjarnheimur fyrir neðan mig. Ég vissi hvert ég var að fara,
sá og fann þá stjörnu er ég átti að hverfa til. í þessu ástandi fannst mér vitund mfn
fær um að leysa úr hverri spurningu, sem hún beindist að. Ég hugsaði. Hvað þekkja
ibúar minnar fyrirheitnu stjörnu mikinn hluta þessa stjarnheims? Og um leið
skynjaði ég hinn þekkta alheim jarðarbúa. — Örlítinn hring í stjarnhafinu. Á vinstri
Framh. á bls. 34.
20 VIKAN