Vikan


Vikan - 05.04.1962, Page 28

Vikan - 05.04.1962, Page 28
Hárið verður fyrst fallegt með A)m %í/ý SHAMPOO WHITE RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hmn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð—laðar fram hinn dulda endisþokka. Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir — ein þeirra er einmitt fyrir yður. Perluhvítt fyrir venjulegt hár Fölblátt fyrir juirrí hár Bleikfiilt fyrir feitt hár Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið eigin augum". Hann leit út fyrir að vera i sæmilegu skapi þennan dag- inn. „En nú mun ég láta setja þig ofan í gryfju svo djúpa, að jafnvel hlébarði kæmist ekki upp úr henni. Við skulum svo komast að raun uta hvers þessi djúki þinn er megnugur". Þeir létu Juan síga allsnakinn nið- ur í steinþró, sem einhvern tíma í íyrndinni hafði verið notuð til að geyma í korn. Þró þessi var víðust neðst og meir en fjórar mannhæðir á dýpt. „Reyndu að fijúga upp úr henni þessari“, kallaði sá hinn illi sjeik niður til hans. „Þér verður færð- ur matur og drykkur á hverju kvöldi í hundrað daga, en ekki heldur leng- ur — eftir það verður djúki þinn að sjá fyrir þörfum þínum. Satt bezt að segja, held ég að það hefði verið 32 VIKAN meira miskunnarverk við þig að grafa þig lifandi i sandinn . . . “ Að svo rnæltu hvarf sjeikinn á brott, en vörð- urinn, sem stóð við steinþróna að hans boði, felldi yfir hana þar til gerðan tréhlera. Juan sat nú þarna í myrkrinu og hugsaði sitt ráð. Eins og allir far- menn, tók hann ærðulaust því sem að höndum bar. Svo reis hann á fæt- ur og tók að rnæla vídd þróarinnar við gólf, og komst að raun um að hún mundi vera þar um tuttugu fet að þvermáli. Hann athugaði síðan halla þróarveggjanna gaumgæfilega, og þótt í myrkri væri, þóttist hann sjá að þeir gengu svo saman, að átta fetum ofar mundi þróin vart víðari en átta fet, og þvi kleif honum þar, ef hann spyrnti tám í annan vegg- inn en hefði hendur á hinum. En hvernig átti hann að ná taki á veggnum svo hátt uppi? Hann þreif- aði og þreifaði fyrir sér uppteygðum höndum, en fann hvergi stall né sprungu. Hann settist enn á þróargólfið og þótti nú vonlítið um undankomu. Sóttu þá að honum ýmsar hugsanir . . . hann minntist Þess til dæmis, að hann hafði keypt eyrnamen úr jaðe- steini, sem hann hugðist gefa Merce- des, en men þau lágu nú á hafsbotni. Og þá mundi hann það, að einhver hafði sagt honum að Kínverjar skæru þennan tinnuharða stein með því að núa hann sandi, og væri það hið mesta Þolinmæðiverk. Nóg var af sandinum þarna á gryfjubotninum, og hann eitilharður meira að segja. En með hverju átti hann að núa honum við steininn? Hann var allsnakinn sjálfur og bar því ekkert á sér, er að gagni mætti koma. Hjann þuklaði fingrum um þróargólíið og fann að þar lágu nokkur bein. Juan tók tafarlaust til starfa. Hann dreif beinendanum ofan i krúsina með drykkjarvatninu, síðan í sand- inn og neri svo steipinn, sífellt í sama farið og eins hátt uppi og hann náði. Þótt ekki væri um jaðestein að ræða, var hann harður fyrir engu að siður — en Juan var lika harður fyrir með það, sem hann ætlaði sér. „Mercedes, Mercedes", hvislaði hann lágt og neri steininn sandinum án afláts, dag eftir dag, nótt eftir nótt .... Á fertugasta degi kom sá hinn illi sjeik sjálfur að þrónni. „Það lítur ekki út fyrir að djúkinn ætli að duga þér, karl minn“, kallaði hann niður til fangans, sem hann hugði nú kjarki þrotinn. En Juan svaraði og var hinn hressasti. „Það er svo margt og merkilegt, sem við þurfum að ræða saman, djúkinn minn og ég, að timinn er ekki lengi að líða. Ann- ars kem ég upp úr þrónni áður en langt um liður". „Hvort sem þú átt Þér nokkurn djúka eða engan“, svaraði sá hinn illi sjeik, „Þá ertu merkilegur náungi. Og gaman hef ég af að vita hvernig þetta fer“. Að þessu sinni var kvöldverðurinn, sem vörðurinn lét, venju samkvæmt, síga niður til hans, öllu ríflegri en áður og kom það sér vel. Röstin, sem honum haíði tekizt að sverfa inn i steininn, var nú orðin sex þumlung- ar á lengd og tveir þumlungar á dýpt; það átti að duga honum til handfestu og hann hafði einmitt á- kveðið að gera tilraun þessa sömu nótt. Hann varð því að vera vel mettur undir slik átök. Þegar hann hafði etið allan matinn drukkið allt vatnið, fékk hann sér góðan blund, svaf allt til miðnættis. Þegar hann var vel vaknaður, reis hann á fætur, teygði úr sér og greip fingurgómunum í röstina, sem hann hafði gert í steininn. Áður er frá þvl sagt að hann var bæði rammur að afli og harðfylginn sér, og nú jók vonin honum þrek og þrótt um allan helming. Hann sveiflaði sér upp í axlarhæð eða vel það, rétti úr sér og fann tám sinum festu á veggnum hinum megin. Og nú mjakaði hann sér upp á við, fyrst örhægt, en sóttist að sama skapi betur og þróin þrengdist. Nú mátti hann þakka það, að sjómennskan hafði ekki einungis stælt vöðva hans, heldur og hörundið á gómum hans. Loks snart hann hlerann með höfð- inu. Hann var einungis lagður yfir þróaropið, svo honum veittist auðvelt að lyfta honum. Svo skreið hann upp á barminn og lagði hlerann aftur yfir opið. Vörðurinn svaf, sitjandi á hækjum sér að hætti Bedúina. Juan kom fyrst til hugar að slá hann í rot, stela klæðum hans og leggja á flótta. E'n hann hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur eða í hvaða átt hann skyldi flýja, svo hann tók þann kostinn að vekja náungann. Svo hverft varð varðmanninum við, þegar hann sá hann standa þarna frammi fyrir sér, að hann rak upp öskur mikið, sem vakti alla í tjaldbúðinni af værum svefni. „Hvernig gerðist þetta?" spurði sá hinn illi sjeik og ætlaði ekki að trúa sinum eigin augum. Og varðmaður- inn sór og sárt við lagði, að hann

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.