Vikan - 05.04.1962, Qupperneq 36
Mosagrænar — Brúnar — Koksgráar.
G. Berg:mann
Laufásveg 16. — Sími 18970.
West Side Story
Framhald af bls. 17.
„Ef maður vill hræða þá til hlýðni,
jú“, greip Aníta fram í fyrir honum
um leið og hún tók sér stöðu við hlið
Maríu ,og lagði höndina blíðlega á
öxl henni.
„Þegið þið, þetta kemur ykkur ekki
við“, mælti Bernardo til þeirra hinna.
„Chino, farðu heim með hana tafar-
laust . . .“
María tók vasaklútinn frá augun-
um. „Bernardo", mælti hún bænar-
rómi. „Þetta er fyrsti dansleikur-
inn . . .“
„Þú nýtur þess að þú ert systir
min“, svaraði Bernardo. „Farðu heim
með hana, Chino . . .“
Þar með var þetta útrætt mál.
Hann gekk á brott, þungum skref-
um og fékk sér svaladrykk. Vitanlega
var hann systur sinni harður, en hún
hafði líka unnið til refsingar.
Hann dró djúpt andann, nasvæng-
ir hans titruðu og hann spýtti um
tönn þangað sem Þoturnar stóðu, í
því skyni að sýna þeim hve innilega
hann fyrirleit þá. Þeir tróðu allt nið-
ur i svaðið, sem Þeir snertu . . . og
þó sér í lagi stúlkur. Og ef þeir dirfð-
ust svo mikið sem snerta fingri portí-
kanska stúlku, skyldi þess grimmilega
hefnt; það var eins gott að þeir gerðu
sér það ljóst, að hann mundi ekki
hika við að stinga hvern þann hnífi
. . . ekki hika við að myrða og
drepa . . .
Hann sá að Þoturnar fylktu liði,
36 VIKAN
eins og til atlögu. Hákörlunum var
ekki neitt að vanbúnaði heldur. Chino
gekk með Maríu út úr dyrunum, leit
um öxl til Bernardo, sem gaf hon-
um merki um að halda rakleitt heim
með hana. Hann drakk enn, fann að
hann var með öllu ódeigur og reiðu-
búinn að láta hart mæta hörðu.
Að vissu leyti fagnaði hann því að
til átaka skyldi draga einmitt nú í
nótt. Það mundi verða til þess, að
á morgun þyrfti engin Porterikani
óttast um sig á götum úti. Hann sá
Hreyfilinn og Riff tala ákaft saman
og líta öðru hvoru á Tony, eins og
sigri hrósandi. Sjálfur var Bernardo
dálítið hissa á því, að Tony skyldi
hafa farið að dansa við Mariu. Þó
furðaði hann sig erm meir á hinu,
hversu hæversklega hann hafði kom-
ið fram við hana. Það var í rauninni
leiðinlegt að þurfa að segja Maríu
hvílíkt úrhrak hann væri, og Þeir
allir. En hjá því varð ekki komizt.
Hvorki hann né aðrir af Hákörl-
unum höfðu gerst til Þess að móðga
þá að fyrra bragði. Þeir höfðu meira
að segja verið reiðubúnir að fara að
orðum þessa heimskulega dansstjóra
og taka sporið með bandarísku stúlk-
unum. Þetta var því ekki Bernardo.
eða hans mönnum að kenna. Kanarn-
ir vildu gera upp sakirnar, og Bern-
ardo var maður til að standa fyrir
sínu.
Honum hafði borist það til eyrna,
að Þoturnar hefðu í huga að skora
Hákarlana á hólm; þess vegna hafði
hann beðið Hákarlana að fjölmenna
á dansleikinn. Og Þoturnar voru
þarna, allt eins og hann kaus helzt,
hið eina, sem hann hafði misreiknað
var það, að hann skyldi leyfa Maríu
að koma á dansleikinn.
Hann hneppti að sér jakkanum,
stakk höndunum I vasana, gekk föst-
um skrefum þvert yfir gólfið og nam
staðar gizka tíu fet frá Riff. Hákarl-
arnir stóðu fylktu liði á bak við
hann.
„Voruð þið að svipast um eftir
mér?“
Riff virti Bernardo fyrir sér um
hrið. „Það má rétt vera“, svaraði
hann eftir andartaks Þögn. „Við þurf-
um að tala við herráð ykkar, það er
að segja, ef þið eruð það. vel skipu-
lagðir, að þið hafið eitthvert herráð".
„Minn er heiðurinn og ánægjan“,
svaraði Bernardo og hneigði sig. Þeir
skyldu fá að sjá það, þessir óupp-
dregnu Kanar, að hann kynni að
koma fram sem prúðmenni sæmdi,
hvernig sem á stóð.
„Við skulum skreppa út fyrir“,
sagði Riff.
Bernardo leit þangað sem stúlk-
urnar stóðu, síðan á Riff og glotti
hæðnislega. „Við skiljum stúlkurnar
okkar ekki einar eftir", sagði hann.
„Hvar getum við hitzt . . . eftir svo
sem klukkustund?“
„1 sælgætisbúðinni miðstrætis",
svaraði Riff.
„En því ekki í sælgætisbúðinni i
húsinu þar sem ég á heima?“ spurði
Bernardo og hló hæðnislega. „Nei,
við skulum hittast á hlutlausum stað,
til dæmis I Kaffikönnunni — þið vit-
ið hvar sú sælgætisbúð er. Eða kann-
ski við ættum að sprengja þar nokkr-
ar ólyktarsprengjur, svo þið getið
runnið á þefinn? Kaninn, sem á
hana, hefur áreiðanlega ekki neitt
við það að athuga“.
Riff kinkaði kolli. „Þá hittumst við
í Kaffikönnunni", svaraði hann. „Og
höfum frið þangað til“.
Bernardo lyfti hendi, eins og hann
vildi gera honum það ljóst að orð
sin ættu við um alla Hákarlana. „Við
þekkjum leikreglurnar og höldum þær
. . . innfæddi Kani". Það var- eins
og hann spýtti út úr sér siðustu orð-
unum.
„Það er gaman að heyra það, að
þið kunnið þó eitthvað", varð Riff
að orði um leið og hann sneri sér að
Hreyflinum. „Láttu þetta berast",
sagði hann.
Hreyfillinn myndaði hring með
þumalfingri og vísifingri. „Allt í lagi“,
svaraði hann. Leit síðan á Bernardo.
„Hnúar mínir bíða Þess með eftir-
væntingu að mega komast í náin
kynni við túlann á þér“, sagði hann
ögrandi.
„E?kki neitt kjaftæði", sagði Riff
byrstur. „Nú liggur það næst fyrir
að koma hænunum heim". Hann svip-
aðist um, sá að Tony stóð þarna enn
og starði til dyra. „Komdu hingað,
Tony“, kallaði hann.
Riff vissi það aldrei hvort Tony
heyrði til hans eða ekki. Víst var
um það, að hann lét sem hann heyrði
ekki kallið, þvi hann gekk beint til
dyra, og það var eins og hann gengi
í leiðslu. Það var eitthvað athuga-
vert við hann, svo mikið var vist.
Sennilega veikur, hugsaði Riff, og
að öllum líkindum meir en lítið veik-
ur. 1 höfðinu . . .
En Þar var um að ræða leyndar-
mál, sem hann hirti ekki um að hreyfa
við neinn. Hann lét þvi sem ekkert
væri, sneri sér að þeim, Hreyflinum
og Diesilnum, og til þess að koma
í veg fyrir óþarfa spurningar, bauð
hann þeim að fara beinustu leið heim
í vopnabúrið og hafa allt tilbúið, þvi
enn var ekki víst hvaða vopn Bern-
ardo kynni að kjósa.
Það skipti ekki heldur svo miklu
máli. Berardo mundi sjá eftir öllu
saman, með hvaða vopnum sem svo
yrði barist . . .
Framhald I næsta blaði.
HuMíiiiimwn vtöákM
JTwctu súkku/ctði!